Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 62
SIÐFRÆÐ
FÓSTURGREININGAR
sem taka þarf afstöðu til. Margir telja að Downs heil-
kenni sé svo alvarlegt, að tilboð um fósturgreiningu
og fóstureyðingu/-deyðingu sé réttlætanlegt af þeim
ástæðum. Almennt tilboð, að frumkvæði hins opin-
bera, um skimun á fósturgöllum á meðgöngu gefur
hins vegar ótvírætt lil kynna að öll sjónarmið við
þetta próf séu vel grunduð. Tilboðið felur í sér sið-
fræðilega ábyrgð á öllum afleiðingum prófsins, svo
sem tapi á heilbrigðum fóstrum, fölskum jákvæðum
og neikvæðum svörum. Enn sem komið er skortir
vísindalega þekkingu á því að kerfisbundið tilboð um
snemmskoðun á meðgöngu auki í raun lífsgæði þátt-
takenda þegar allar hliðar málsins eru lagðar á vogar-
skálarnar.
Tilboð um ómskimun snemma á meðgöngu hent-
ar hins vegar vel öllum þunguðum konum sem eru 35
ára og eldri og konum sem vitað er að hafa þekkta,
aukna áhættu á að eignast barn með Downs heil-
kenni. Þar með er hægt að viðhalda þeirri hefð að
bjóða konum í áhættuhópum upp á fósturgreiningu
fyrir litningagöllum og takmarka samtímis áhættu-
söm inngrip við frekari greiningar. Þannig væri hægt
að nota nýja þekkingu til að bæta úr siðfræðilega
vafasamri hefð (kerfisbundið tilboð um sýnistöku
með ástungu) sem viðgengist hefur síðustu áratugi.
Snemmskoðun hjá þessum hópi mun auka jafnrétti
meðal kvenna. Ef snemmskoðun hjá eldri konum og
öðrum í svipaðri áhættu reynist eðlileg standa þær í
sömu sporum og konur án þekktrar áhættu. Það, að
bjóða þekktum áhættuhópum upp á aukið öryggi, er
í eðli sínu allt annað læknisfræðilegt markmið en það
að reyna að fjarlægja einstaklinga með ákveðna fötl-
un úr þjóðfélaginu.
Það er mikilvægt að siðfræðileg umræða um fóst-
urgreiningar sé almenn, þverfagleg og opin, en festist
ekki í rökræðum með eða á móti nýjungum á rann-
sóknum á hinu ófædda barni. Margar konur (um 20-
25%') fara nú þegar í ómskoðun snemma á með-
göngu af öðrum ástæðum en þeim að skima fyrir litn-
ingagöllum þar eð þær eru rannsakaðar vegna minni-
háttar blæðinga, vegna frjósemiaðgerða og svo fram-
vegis. I slíkum tilvikum getur rannsóknin gefið vís-
bendingu um aukna hnakkaþykkt hjá fóstrinu. Rann-
sakandinn getur þar með lent í siðfræðilega erfiðri
stöðu.
Víða erlendis færist snemmskoðun með hnakka-
þykktarmælingu í vöxt á hinum frjálsa markaði og
prófið er að verða þekkt meðal almennings. Hið
opinbera heilbrigðiskerfi getur komið til móts við
konur, sem hafa sjálfar frumkvæði að því að óska
eftir þessu prófi, enda þótt það hafi ekki frumkvæði
að því að boða konur í slíkt próf.
Mikilvægt er að þróun og notkun á þessari nýju
5 Norskar tölur eru 25% samkvæmt Aftenposten 1. nóvember
1999, grein eftir ómskoðunarsérfræöingana Eik-Nes, Blaas og
Salvesen.
tækni verði samstíga þekkingu og skilningi almenn-
ings og fagfólks um það að læknisfræðileg rannsókn á
ófæddu bami hefur áhrif á mannlíf bæði til góðs og
ills. Án slíkrar umræðú verður mannlegri reisn ekki
haldið uppi í tæknivæddum heimi (56).
Heimildir
1. Læknablaðið 2001; 87:395-467. Þemahefti um fósturgreiningu.
2. Meyer G, Secher NJ. Undersögelser av ufödte. Köbenhavn:
Frydenlund; 1995.
3. Bricker L, Garcia J, Henderson J, Mugford M, Neilson J,
Roberts T, et al. Ultrasound screening in pregnancy: a syste-
matic review of the clinical effectiveness, cost-effectiveness
and women's views. Health Technol Assess 2000; 4(16): i-iv, 1-
193.
4. Baille C, Mason G, Hewison J. Scanning for pleasure. Br J Obs
Gynaecol 1997; 104:1223-4.
5. Filly RA. Obstetric sonography: the best way to terrify a
pregnant woman. J Ultrasound Med 2000; 19:1-5.
6. Whittle M. Ultrasonographic “soft markers” of fetal chromo-
somal defects. Detecting them may do more harm than good.
BMJ 1997; 314: 918.
7. Smith-Bindman R, Hosmer W, Feldstein VA, Deeks JJ, Gold-
berg JD. Second-trimester ultrasound to detect fetuses with
Down syndrome: a meta-analysis. JAMA 2001; 285:1044-55.
8. MacLachlan N, Iskaros J, Chitty L. Ultrasound markers of
fetal chromosomal abnormality: a survey of policies and prac-
tices in UK maternity ultrasound departments. Ultrasound
Obstet Gynecol 2000; 15: 387-90.
9. Boyd PA, Chamberlain P, Hicks NR. 6-year experience of
prenatal diagnosis in an unselected population in Oxford, UK.
Lancet 1998; 352:1577-81.
10. Benacerraf BR. Should sonographic screening for fetal Down
syndrome be applied to low risk women? Ultrasound Obstet
Gynecol 2000; 15: 451-5.
11. Brezinka C. Obstetric ultrasound and the many faces of mal-
practice lawsuits [editorial]. Ultrasound Obstet Gynecol 2000;
16: 207-9.
12. Nicolaides KH, Sebire NJ, Snijders RJM. The 11-14 week scan.
The diagnosis of fetal abnormalities. New York: The Par-
thenon Publishing Diploma in Fetal Medicine Series; 1999.
13. Nicolaides KH, Heath V, Liao AW. The 11-14 week scan.
Baillieres Best Pract Res Clin Obstet Gynaecol 2000; 14: 581-
94.
14. Economides DL, Whitlow BJ, Braithwaite JM. Ultrasono-
graphy in the detection of fetal anomalies in early pregnancy.
Br J Obstet Gynaecol 1999; 106: 516-23.
15. Spencer K, Spencer CE, Power M, Moakes A, Nicolaides KH.
One stop clinic for assessment of risk for fetal anomalies: a
report of the first year of prospective screening for chromo-
somal anomalies in the first trimester. Br J Obstet Gynaecol
2000; 107:1271-5.
16. Parens E, Asch A. Prenatal testing and disability rights. Has-
tings Center studies in ethics. Washington DC: Georgetown
University Press; 2000.
17. Petchesky RP. Fetal images: the power of visual culture in the
politics of reproduction. In: Herrmann AC, Stewart AJ (eds).
Theorising feminism. Parallel trends in the humanities and
social sciences. Boulder: Westview Press; 1994:401-23.
18. Bérubé, M. Life as we know it. A father, a family and an
exceptional child. New York: Vintage Books; 1998.
19. Björnsson I. Fósturgreining og Downs heilkenni ... með aug-
um foreldris. Læknablaðið 2001; 87: 20-3.
20. Hrdy SB. Mother Nature. Maternal instincts and how they
shape the human species. New York: Ballantine Books; 1999.
21. Nicolaides K. Having the test gives parents options. BMJ 1998;
317: 749.
22. Clarke A. Is non-directive genetic councelling possible?
Lancet 1991; 338: 998-1001.
23. Abramsky L, Hall S, Levitan J, Marteau TM. What parents are
told after prenatal diagnosis of a sex chromosomal abnorma-
lity: interview and questionnaire study. BMJ 2001; 322: 463-6.
24. Press N, Browner CH. Why women say yes to prenatal diag-
nosis. Soc Sci Med 1997; 45: 979-89.
25. Dunne C, Warren C. Lethal autonomy: the malfunction of the
informed concent mechanism within the context of prenatal
62 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42