Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 14
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR 2. Pað verður að vera til viðunandi meðferð við sjúk- dómnum. 3. Sjúkdómurinn verður að hafa huliðstíma („latent“ eða „asymptomatic period“). Greining og með- ferð á þessum tíma verður að fækka sjúkdómum og lækka dánartíðni. 4. Það að uppgötva sjúkdóminn á huliðstíma verður að vera betra (hvað varðar lífsgæði og lífslengd) en að bíða með meðferð þar til einkenni koma í ljós. 5. Rannsóknaraðferðin sem notuð er til þess að upp- götva sjúkdóminn á huliðstíma, verður að vera ein- föld, örugg, ódýr og þjáningarlítil fyrir sjúklinginn. 6. Tíðni þessa ástands eða sjúkdóms verður að vera það há að hún réttlæti kostnað kembileitar. David Sackett og samstarfsfélagar hans, sem eru meðal þekktustu fræðimanna í klínískri faraldsfræði (11), leggja mikla áherslu á að það verði að gera strangar kröfur til vísindalegrar þekkingar á kostum kembileitar. Astæðurnar eru augljóslega þær að við erum þá að lofa frískum, einkennalausum og áhyggjulausum einstaklingum betri heilsu og meiri lífshamingu en þeir hafa þá þegar eða munu hafa í framtíðinni. Sackett og félagar orða skilmerki númer 1 hér að ofan á eftirfarandi hátt: „ The disease you are searching for should be eitherso common orso awful as to warrant all the work and expense ofdetecting it in its presymptomatic stage. “(11). Markmið læknisfræðinnar? Ef öllum þunguðum konum verður boðin ómskoðun og/eða blóðrannsókn í 11.-13. viku þungunar til þess að greina fósturgalla, er verið að skilgreina allar þungaðar konur í áhættu (mynd 1D) þar til þröngur hópur sérfræðinga á hátæknisjúkrahúsi hefur sýnt fram á annað. Tilfærsla á fyrstu komu verðandi móður til læknis eða ljósmóður úr 12. viku í 9.-11. viku verður að gerast með tilkynningu í fjölmiðlum og dreifibréfi frá heilbrigðisyfirvöldum. Það jafngildir í raun því sama og boð um kerfisbundna kembileit. Gerum nú ráð fyrir að einhver kona komi í meðgöngueftirlit í níundu viku án þess að vita megintilgang þessarar fyrstu komu og að hún hafi ekki sjálf frumkvæði að því að óska eftir ómskoðun fyrir litningagöllum. I því tilviki verður það vænlanlega skylda ljósmóðurinnar eða læknisins að benda henni á þennan möguleika enda þótt hún eigi síðan sjálf valið. I þessu tilfelli er því um tilfellaleit að ræða. Ofureftirlit af þessu tagi á sér að vísu stað á ýms- um sviðum svo sem með bólusetningum ungbarna, en í þeim tilvikum er um einfaldar heilsuverndarað- gerðir að ræða í umsjá heilsugæslunnar, en ekki há- tækniþjónusta í umsjá sjúkrahúss. Hér er því verið að ræða miklar breytingar á viðhorfum og vinnulagi for- varnarstarfs og heilsuverndar. Til þess að geta geta lagt mat á það hvort rétt sé að bjóða öllum konum í snemmskoðun til þess að leita að fósturgöllum þarf fagfólk að velta fyrir sér tilgangi læknisfræðinnar almennt. I þessu samhengi má benda á nýlega grein í British Medical Journal, þar sem Farsides og Dunlop varpa fram þeirri spurningu hvort við séum fær um að meta hvort til sé líf sem sé ekki þess virði að lifa því (12). Við þurfum að gaum- gæfa hvort umrætt forvarnarstarf uppfylli skilyrði kerfisbundinnar kembileitar. Spyrja þarf eftirfarandi spurninga og leita svara við þeim: • Er Downs heilkenni hræðilegt (awful) ástand sem réttlætir kerfisbunda kembileit? • Skapa einstaklingar með Downs heilkenni eða sambærilega fötlun mikið heilbrigðis- og félags- legt vandamál meðal Islendinga? • Uppfylla aðferðir kembileitarinnar (screening tests) þær kröfur sem gerðar eru til prófa af þessu tagi, einkum með tilliti til næmis, sértækis og for- spárgilda. • Eru greiningarprófin (diagnostic tests) sem fylgja í kjölfar aukins áhættumats ásættanleg (acceptabi- lity of test/procedure)? • Mun kembileitin efla heilsu og vellíðan þeirra ein- staklinga sem eiga valkostinn? • Mun kembileitin efla lýðheilsu? • Á það að vera stefna íslensku þjóðarinnar að reyna með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir fæðingu barns með Downs heilkenni? • Á það að vera hlutverk heilbrigðisstarfsfólks og markmið að skipuleggja kerfisbunda leit að fóstr- um með hugsanlega fósturgalla með það í huga að fækka fæðingum þeirra til muna? • Er raunverulega um frjálst val að ræða? • Má flokka fósturgreiningu (og fóstureyðingu í kjölfarið) sem heilsuvernd? Heimildir 1. Sigurðsson JÁ. Heilsuvernd. Hlutverk heilbrigðisstétta og nýjar áherslur. Læknaneminn 1993; 46: 44-56. 2. Illich I. Limits to Medicine. Medical Nemesis: The Expropria- tion of Health. Great Britain: Marion Boyars Books; 1976. 3. Conrad P, Schneider JW. Deviance and Medicalization: From Badness to Sickness. 2nd ed. Philadelphia: Temple University Press; 1992. 4. Skrabanek P, McCormick J. Follices and fallacies in medicine. Chipperham: Tarragon Press; 1992. 5. Summerfield D. The invention of post-traumatic stress dis- order and the social usefulness of a psychiatric category. BMJ 2001; 322: 95-8. 6. Kutchins H, Kirk SA. Making us crazy. DSM - The psychiatric bible and the creation of mental disorders. New York: Free Press; 1997. 7. Pétursson P. Heimilislæknar, út úr öngstrætinu! Læknablaðið 2001; 87: 561-5. 8. Cochrane AL, Holland WW. Validation of screening procedures. Br Med Bulletin 1971; 27: 3-8. 9. Ridsdale L. Evidence-based general practice. London: Saunders Company Ldt; 1995. 10. Frame PS. A critical review of adult health maintenance. Part 1: Prevention of atherosclerotic diseases. J Fam Practice 1985; 22: 341-6. 11. Sackett DL, Haynes RB, Guyatt GH, Tugwell P. Clinical epidemiology. A basic science for clinical medicine. 2nd ed. Boston/NY/London: Little, Brown and Company; 1991. 12. Farsides B, Dunlop RJ. Is there such a thing as a life not worth living? BMJ 2001; 322:1481-3. 14 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.