Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 22
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Alli Múr með trisi syslur sinni á jólabalii Félags áhugafólks um Downs heilkenni eru til margar goðsagnir um það hvernig líf ein- staklings með Downs heilkenni sé fyrir hann og fjöl- skyldu hans. Langflestar þessara sagna eru ekki byggðar á rannsóknum heldur á gömlum tröllasög- um. Pessar goðsagnir gera yfirleitt ráð fyrir því að einstaklingurinn lifi í stöðugri angist, verði fyrir sí- felldum vonbrigðum, fjölskyldur þeirra í stöðugri sorg og þunglyndi og algengt sé að hjón skilji vegna álags af því að eiga fatlað barn. Þetta er bara ekki rétt, það eru ekki allir foreldrar í krísu. Vissulega er reynsla foreldra mismunandi. Þar er ýmislegt sem spilar inn í svo sem bakgrunnur, lífsviðhorf, sam- félagslegt viðhorf til fötlunarinnar og gæði samfélags- þjónustu (3-5). Rannsókn gerð hjá 13 sænskum mæðrum barna á grunnskólaaldri með Downs heil- kenni leiddi í ljós lítil ummerki þunglyndis eða kvíða og sýndu þessar mæður eðlileg félags- og tilfinninga- leg tengsl. Annað áhugavert sem þessi rannsókn sýndi var að í öllum tilfellum upplifðu mæðurnar fæð- ingu barnsins á neikvæðan hátt. Um átta árum seinna var reynsla þeirra í langflestum tilfellum jákvæð eða mjög jákvæð (6). Þjáning samfélagsins: Einstaklingurinn passar ekki inn í hið „mótaða“ samfélag. Hann er öðruvísi, hefur öðruvísi þarfir og svo framvegis. Samfélagið er ekki tilbúið til þess að aðlaga sig að einstaklingnum. Hvers er vandamálið? Hvernig vandamál er þetta? Er verið að leysa læknisfræðilegt eða sam- félagslegt vandamál? Þú gefur barni hamar og allur heimurinn verður einn nagli! Hvort eru eftirfarandi vandamál læknisfræðileg eða samfélagsleg: • Að vera heyrnalaus. • Að vera dvergur. • Að vera ófríður. • Að hafa Downs heilkenni. Ef vandamálið er samfélagslegt er þá gáfuleg lausn að útrýma vandamálinu með því að útrýma einstaklingnum? Er samfélagið betra á eftir. Hvert er hlutverk vísindanna í fjölskyldulífinu? Eiga börn að vera vörur skapaðar að „þörfum" foreldra? Við verðum að læra að spyrja okkur spurninga eins og af hverju viljum við verða foreldrar? Hvaða væntingar geri ég til barnanna minna? Hvað veit ég um fötluð börn? Kemur slíkt barn í veg fyrir að ég fái það út úr foreldrahlutverkinu sem ég vil? Hvernig er hægt að leysa þetta vandamál? Aður en farið er djúpt í þá hluti er gott að vera búinn að greina hvert vandmálið raunverulega er. En mögu- legar lausnir eru: • Fræðsla á fötlunum til dæmis í skólakerfinu og í fjölmiðlum. Fræðsla á Downs heilkennum er mjög lítil og eins og ég nefndi áðan eru ranghugmyndir um fötlunina landlægar. • Hlúa betur að aðstandendum fatlaðra. • Gefa barn til ættleiðingar. • Fóstureyðing. Erfitt er að fjalla um aðra þætti eins og hver sé kostnaðurinn við lausnina og hvort hann sé réttlæt- anlegur án þess að farið sé út í að greina hvert raun- verulega vandamálið er. Pað, að bjóða upp á fósturgreiningu með fóstur- eyðingu í huga getur valdið ýmsum vandamálum. Áhættuþættir: • Sá möguleiki að hægt sé að „lækna“ fötlun með fóstureyðingu getur leitt til þess að réttlæta skerð- ingu á samfélagsþjónustu fatlaðra, sem aftur veld- ur neikvæðu viðhorfi til fatlaðra, sem síðan leiðir til aukinnar kröfu um að eignast „heilbrigt" barn. • Litið verði á fatlaða sem annars flokks hóp sem stendur ekki undir væntingum samfélagsins. • Að ekki verði litið á fóstureyðingu sem einn af mörgum möguleikum, heldur skapast sú hætta að líta á hana sem einu færu leiðina. I framtíðinni verði litið foreldra barna með Downs heilkenni sem sjálfselska eiginhagsmunaseggi, sem tóku ákvörðun sem þeir þurftu eða áttu alls ekki að taka. • Sá á kvölina sem á völina. Er gott að geta valið? Pegar einu sinni er búið að velja er erfitt að hætta við. Það getur skilið eftir ólæknandi sár að: fara í fóstureyðingu og lifa í óvissu hvort maður gerði rétt; fara ekki í fóstureyðingu og „sitja síðan uppi“ með fatlaðan einstakling; fara í próf sem er er að sögn eðlilegt (neikvætt fyrir Downs heilkennum eða öðrum frávikum) og eignast samt fatlað barn; fara í próf sem sýnir frávik (jákvætt fyrir Downs heilkennum), en reynist síðar vera rangt (falskt jákvætt svar). Niðurlag Nákvæmlega eins og með kjarnorkuna er fóstur- greining komin til þess að vera. Hún er vandmeðfarið ferli sem getur bjargað lífi en jafnframt leitt til dauða. Fósturgreining í þeim tilgangi að bjóða upp á fóstur- 22 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.