Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 60
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR árum hefur athygli líftæknivísinda innan læknisfræð- innar beinst að tengslum á milli lífsskilyrða fósturs og heilsufars viðkomandi manneskju seinna í lífinu (42- 45). Vitað er að mikil angist og áföll í lífi móðurinnar auka likur á fylgikvillum meðgöngunnar. Tvær nýjar rannsóknir benda lil aukinnar tíðni ákveðinna fóstur- galla í þessu samhengi (44,45). Nýjar erfðafræðilegar kenningar gera ráð fyrir að þróunina frá DNA til lif- andi einstaklings beri að skilja sem samspil milli erfða og umhverfis, en það þýðir að „erfðaeiginleikinn“ (phenotype) er undir áhrifum frumuumhverfis sem endurspeglar meðal annars ytra ástand og lífsskilyrði móðurinnar (20,46). í ljósi þessara kenninga er áhuga- vert að skoða niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýnir tölfræðilegt samband á milli kvíða móður í með- göngu og ofvirkni hjá barni hennar síðar meir (47). Aðalmarkmið siðfræði læknisfræðinnar er að valda ekki skaða (primum non nocere). Það er því mikilvægt að leggja mat á álagið sem fylgir fóstur- skimun snemma í meðgöngu, þar sem það getur hugsanlega haft í för með sér víðtækari afleiðingar en tímabundinn kvíða hinnar verðandi móður. Að missa barn sem óskað var eftir Að binda endi á þungun: Þröngur hópur sérfræðinga stendur að þróun og framkvæmd fósturgreiningar. Þessi hópur lítur á rannsókn á ófæddu barni sem hlut- lausan verknað, sem leiði til aukinna valmöguleika verðandi foreldra til barneigna inna ramma laganna (1). I þessum rökum eru hin siðfræðilegu sjónarmið tengd valinu, sem tekið er á forsendum nýrra upplýs- inga, vali sem mun hvfla á verðandi foreldrum ein- göngu. Læknisfræðin vísar þar með frá sér þessum erfiðu og krefjandi siðfræðilegu ákvörðunum. Mann- fræðingurinn Rayna Rapp hefur á síðustu 15 árum rannsakað fyrirbærið fósturgreiningu í Norður- Ameríku. Hún heldur því fram að tilboð um fóstur- greiningu geri í reynd hina þunguðu konu að heim- spekilegum frumkvöðli (moral pioneer): „Situated on a research frontier of the expanding capacity for prenatal genetic diagnosis, (women) are forced to judge the quality of their own fetuses, making concrete and embodied decisions about the standards of entry into the human community" (33). Andlega séð er það mjög sársaukafullt fyrir konu að velja að binda enda á þungun í kjölfar greiningar á fósturgalla. í mörgum tilfellum verður sorgarferlið langdregið og flókið (16,32,33,48). Hugsanlega efla lífsreynsla og aldur konunnar (parsins) úrvinnslu- möguleikana, en rannsóknir skortir á þessu sviði. ' Ástungur, hœtta á fósturláti: Allar aðferðir við kerfisbundna leit að fósturgöllum leiða enn til þess að ófædd börn deyja sem annars hefðu fengið að lifa, ef skimunarpróf hefðu ekki verið til. Snemmskoðun leiðir til þess að hlutfallið milli fóstra sem greinast með lilningafrávik og fóstra sem deyja vegna grein- ingarprófsins verður „hagstæðara41, en engu að síður er verið að ræða um læknisfræðilegt próf sem töl- fræðilega séð leiðir til dauða eins ófædds barns fyrir hver tvö fóstur sem greinast með þrístæðu 21. Sið- fræðilega séð er rangt að bera saman missi heilbrigðs ófædds barns sem óskað var eftir vegna þess að kon- an þáði boð um fósturgreiningu og þau tilvik þar sem konan velur sjálfviljug fóstureyðingu þegar hún telur sig ófæra um að eignast barn (16,20). Vísindalegur bakgrunnur fyrir skimun á Downs heilkennum: Akjósanlegast er að þróun á læknis- fræðilegri tækni komi í kjölfar þarfanna sem tæknin á að uppfylla. Fyrst þegar þarfir hafa verið skilgreindar er eðlilegt að tæknin sé þróuð, metin og síðan tekin í notkun í klínískri vinnu. Þróun á fósturgreiningarað- ferðum hefur hins vegar sögulega séð verið með öðr- um hætti (50,51). Tækniþróunin í myndgreiningu virðist að hluta til liafa verið hvatinn að greiningu á Downs heilkennuni í fósturlífi. I þessu þróunarferli hefur láðst að aðskilja hina tæknilegu þróun. klíníska notkun tækninnar og vísindalegt mat á nýjum atrið- um sem æ skarpari ómmyndir af fóstrinu hafa leitt í ljós. Eins og getið var hér að framan hefur bætt myndgreining til fósturgreiningar síðastliðinn áratug sýnt ýmis teikn sem notuð hafa verið til að meta líkur á Downs heilkennum. I nýlegri grein (meta-analysis) í JAMA (7) sýna höfundar fram á að slík „skimun“ í 17.-20. viku þungunar hafi trúlega í heild gert meiri skaða en gagn. Það er ekki sjálfgefið að siðfræðileg vandamál af þessu tagi, vandamál sem skapast hafa í kjölfar tækniþróunar, verði best leyst með meiri tækni (51). Innan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hafa verið skilgreindar vinnureglur sem eru almennt viðurkenndar uni það hvernig meta á nýjar aðferðir við skimun frá „tæknilegu" sjónarmiði. David Sack- ett og samstarfsmenn hans, frumkvöðlar á sviði vís- indalegra staðfestrar læknisfræði (evidence based medicine), leggja til ítarlegri kröfur til þess að læknis- fræðileg skimunarpróf uppfylli skilyrði um vísinda- lega þekkingu (evidence based) (52). í hnotskurn leggja Sackett og félagar sérstaka áherslu á það hvort sannað hafi verið að aðferðin sem um er að ræða geri meira gagn en skaða í víðari skilningi. Þar er tekið til- lit til ýmissa mannlegra (humanistic) sjónarmiða auk þeirra atriða sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur til grundvallar: Sjúkdómsástandið sem leitað er að þarf í fyrsta lagi að vera svo algengt og alvarlegt (awful) að æskilegt sé að greina það á hulinstíma. Meðferð við sjúkdómnum verður að vera til staðar og geta breytt hinum náttúrulega gangi sjúkdómsins til hins betra með auknum lífslíkum, starfskröftum og lífsgæðum, eða samsafni af þessu öllu. Það verður líka að vera vel staðfest að ávinningurinn af grein- ingu og meðferð sé mun betri en þær aukaverkanir sem fylgja greiningu og meðferð, þar með taldar af- leiðingar þess að „stimpla" fólk með „áhættu" eða sjúkdómsgreiningu (disease labeling). Engin núver- 60 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.