Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 47
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Af hverju fara þungaðar konur í ómskoðun? Hildur Kristjánsdóttir Höfundur er yfirljósmóðir á Heilsugæslustöðinni Sólvangi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Hildur Kristjánsdóttir Heilsugæslustöðinni Sólvangi, Sólvangsvegi 2,220 Hafnarfirði. Sími: 550 2600; netfang: hildurk@hgsolvangur.is Lykilorð: fúslurgreining, fósturskimun, óniskoðun í meðgöngu, lilningagallar, upplýst samþykki, erfðaráðgjöf. Samantekt Omskoðun á meðgöngu er bæði fósturskimun og fósturgreining og gegnir lykilhlutverki í læknisfræði- legum fósturrannsóknum framtíðarinnar. Fóstur- greiningar og fósturskimanir hafa tíðkast á Islandi síðastliðin 20-25 ár. Fósturgreining með ómskoðun við 18-19 viku þungunar hefur orðið að hefð tiltölu- lega gagnrýnilaust. Þátttaka íslenskra kvenna í þess- ari skoðun er í dag talin vera um 99%'. Starfsfólk í heilbrigðisþjónustu hefur mikil áhrif á hvort konan velur að taka þátt í þessari skoðun eða ekki. Meðan konurnar og fjölskyldur þeirra trúa því að rannsókn- in sé til góðs munu þær þiggja skoðunina og jafnvel óska eftir henni. Þær ástæður sem konur gefa upp fyrir að þiggja skoðunina eru: að fá að sjá barnið, að fá staðfest að allt sé í lagi og það að skoðunin er ríkj- andi vinnulag. Sögulegt yfirlit ómskoöana Astæður þess að konur fara í ómskoðun eru margar og skýrast að hluta til best með því að skoða sögulegt yfirlit ómskoðananna sjálfra. Notkun ómskoðunar- tækninnar má rekja til fyrri heimsstyrjaldarinnar og var tæknin notuð sem aðferð til þess meðal annars að finna kafbáta og skoða hafdjúpin fyrir skipaiðnaðinn. Innan læknisfræðinnar var ómskoðun fyrst notuð á fimmta áratugnum til að greina æxli í kviðarholi. Skoðunin var síðan kynnt til sögunnar í fæðingar- fræðinni í Skotlandi á sjötta áratugnum og er í þessu sambandi oft vitnað til þekkts máltækis í fæðingar- fræðinni, að „algengasta æxli í kviðarholi kvenna sé þungun". Fyrir tilkomu ómskoðana var röntgen- tækninni beitt til að geta séð og fengið betri vitneskju en konurnar höfðu sjálfar um „hvað gerðist í legi þeirra". Með áframhaldandi þróun ómtækninnar var á miðjum sjöunda áratugnum hægt að mæla þvermál höfuðbeina (biparietal diameter) fóstursins og hægt að greina þungun sem komin var sjö vikur á leið eða meira. Þrátt fyrir að ekki lægju fyrir neinar vísinda- legar rannsóknarniðurstöður um gagnsemi skoðun- arinnar eða hugsanlegan skaða af henni, stofnaði Stuart Campbell (lærisveinn Ians Donalds prófessors í Glasgow) ómskoðunarmiðstöð í Englandi 1968 og einu ári síðar var ómskoðun orðin að venjubundinni Engar rannsóknir hafa veriö birtar á íslandi um þessar tölur og mér vitanlega hafa þær ekki verið geröar. Þessi tala er úr erindi sem Reynir Tómas Geirsson prófessor í kvensjúkdóma- og kvenlæknisfræöi viö Háskóla íslands hélt í Skálholti í nóvem- ber 2000. ENGLISH SUMMARY Kristjánsdóttir H Why do pregnant women attend ultrasound screening? Læknablaðiö 2001; 87/Fylgirit 42: 47-50 Ultrasound scanning in pregnancy can contain both direct prenatal diagnosis of fetal anomaly and prenatal screening for chromosomal aberrations. The examination has acclaimed a key position in modern maternity care and is likely to defend its position also in the future. Ultrasound scanning in pregnancy week 18-20 became a clinical routine in lceland with little if any criticism, despite the fact that convincing scientific evidence to support such practice was unavailable. Health care personnel can and do influence whether the pregnant woman chooses to participate in ultrasound examinations or not. As long as women and their families believe the scanning to be for their own as well as their unborn child’s best, they will accept the examination and even actively request it. The reasons women report as basis for their choice to participate, is their wish to see the baby, to receive confirmation that the baby is well, and the fact that most women regard the examination as a routine. Key words: prenatal screening, prenatal diagnosis, ultra- sound in pregnancy, women’s health, genetic councelling, chromosomal aberrations, informed consent. Correspondence: Hildur Kristjánsdóttir midwife. E-mail: hildurk@hgsolvangur.is skoðun þar, til að skoða og meta fósturvöxt og fóstur- þroska (1). Það er nánast regla frekar en undantekning að tækninýjungar öðlast sess í klíníkinni án þess að fyrir liggi fullnægjandi og viðunandi sannanir um áhrif þeirra og öryggi (1). Þetta hefur verið kallað „the career of a new technology” (2) eða frami nýrrar tækni. Frami nýrrar tækni hefst oft á því að í einhverju fagtímariti birtist grein í „sögustíl" sem fjallar uni spennandi nýbreytni sem virðist lofa góðu. Margar litlar forkannanir eru gerðar og fljótlega virðist mönn- um sem þær sýni fram á möguleika hinnar nýju tækni frekar en að hún sé dregin í efa. Ef að lokum til dæmis ríkisrekið heilbrigðiskerfi tileinkar sér nýbreytnina á einhvern hátt er hægt að segja að ekki verði snúið til baka (3). Sagan sýnir okkur meðal annars: Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 47 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (01.10.2001)
https://timarit.is/issue/379546

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Kerfisbundin leit að fósturgöllum snemma í meðgöngu
https://timarit.is/gegnir/991007606839706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (01.10.2001)

Aðgerðir: