Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 51
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Er valið frjálst? Ábyrgð einstaklinga og heilbrigðisstarfsfólks Pétur Pétursson Mér er hér ætlað að velta því upp, hvort sú ákvörðun verðandi mæðra (og feðra) að þiggja forburaskimun með hnakkaþykktarmælingu í leit að lilningagöllum sé byggð á frjálsu vali. Jafnframt mun ég velta fyrir mér þeirri ábyrgð, sem liggur til grundvallar slíku vali. Ég mun fyrst og fremst fjalla um ábyrgð og vanda okkar heilbrigðisstarfsmanna, því ábyrgð ein- staklinganna virðist mér vera það snúið viðfangsefni, að réttast sé að láta siðfræðingum það eftir. í upphafi vil ég lýsa þeirri skoðun minni, að hér sé um stórkostlega tækni að ræða, sem ber metnaði og snilligáfu höfunda sinna fagurt vitni. f höndum þeirra hæfu og metnaðarfullu fagmanna, sem við góðu heilli höfum á að skipa í þessum hluta mæðraverndarinnar, getur hún bæði orðið einstaklingum og þjóðfélagi til gagns ef henni er beitt af yfirvegun og skynsemi í völdum tilvikum. I því sambandi skulum við vera minnug þess, að allt annar mælikvarði er lagður á rannsóknaraðferðir, sem beitt er við hópskimun, heldur en við greiningu hjá völdum áhættuhópum og einstaklingum. I fögnuði okkar skulum við einnig minnast þess, hvað fyrst og síðast ræður framförum í læknisfræði á tímum markaðsvæðingar, samkeppni og gróðavonar á hlutabréfamarkaði. Það er ekki einungis löngun og þörf til að líkna og hjálpa, heldur og metnaður og stolt dugnaðarforka úr læknastétt og gróðavon fram- leiðenda tæknibúnaðar og lyfja. Því er nefnilega þannig varið, að framleiðendur og seljendur þessarar vöru fjármagna mestalla rannsóknar- og þróunar- starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og geta þannig stýrt þróuninni með því að beina fjármagninu inn á þau rannsóknarsvið, sem þeim eru að skapi. Þrýstingur eða frjálst val? Höfundur er yfirlæknir á Heilsugæslustööinni á Akureyri. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Pétur Pétursson, Heilsugæslustööinni á Akureyri, Hafnarstræti 99, 600 Akureyri. Sími: 460 4600; netfang: peturp@nett.is Lykilorö: fósturgreining, sjúkdómsvœðing, frjálst val, hnakkaþykktarmœling. En verður svo valið frjálst, þegar foreldrar ákveða að nýta sér þessa tækni? Við getum litið á það, sem við höfum reynslu af, og spurt hvort valið sé frjálst, þegar konur fara í 18. vikna ómskoðun? Að minni hyggju er svo ekki. Samviskusamar Ijósmæður og atorkusamir læknar vilja drífa rútínuna áfram og leggja áreiðanlega sjaldnast mikla áherslu á að leita eftir upplýstu samþykki skjólstæðinganna með öllum þeim undirbúningi og útskýringum, sem slíku samþykki eru nauðsynleg. Við þurfum í fyrsta lagi að skýra flókna áhættuútreikninga út fyrir einstaklingum, sem enga innsýn hafa í faraldsfræði eða staðtölufræði, með orðum og hugtökum, sem ENGLISH SUMMARY Pétusson P Is there a freedom of choice? The responsibility of the individual and the health care worker Læknablaöið 2001; 87/Fylgirit 42: 51-3 In this article the author reasons that women who are offered first-trimester nuchal translucency screening have by no means freedom of choice, but rather are under all kinds of pressure from the environment and the prevailing way of thinking in society. Health care workers are also under pressure and therefore it is difficult to explain the various options for consumers in an objective manner, because this is a complicated problem with important ethical factors. Our technological society has created an insatiable need for assurance about safety and that everything will go according to a plan and has really obliged women to give birth only to healthy babies. This early screening is a vivid example of medicalization, whereby a natural process is made into a medical problem and will thus possibly be considered as an illness by the general public. Research has shown that many expecting mothers do not dare to miss the opportunity to have a foetal screening test performed, just in case something wrong can be detected. This has been called anticipated decision regret. Here technology has gained power over the general public and health personnel and therefore information has little influence on the parents’ decision. This exemplifies how the health service, under the yoke of technology, unwittingly makes people dependent instead of making •them independent and self-sufficient. Key words: prenatat screening, medicalization, free choice, nuchai translucency screening. Correspondence: Pétur Pétursson MD. E-mail: peturp@nett.is þeir þurfa að skilja, en sem okkur eru kannski ekkert sérstaklega töm. Mér er til efs, að við rekjum í þeim samtölum stig af stigi það ferli, sem konan og makinn geta hugsanlega lent í, og þær erfiðu ákvarðanir, sem þau þurfa hugsanlega að standa frammi fyrir, þegar við erum kannski víðs fjarri. Það verður nefnilega að segja B, þegar búið er að segja A. Munum við standa eitthvað öðruvísi að þessarí skimun, þegar frá líður? Auðvitað fá konur, sem fara í legvatnsástungu, miklu betri ráðgjöf, enda er þar ennþá um valinn hóp að ræða og það, sem mestu máli skiptir; eldri og þroskaðri foreldra, sem eru móttækilegri fyrir Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.