Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 66
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR eða alvarlegur sjúkdómur hefur verið greindur (17). Ef lífið sem um ræðir yki einungis á þjáningu allra hlutaðeigandi, þá eru mikilvægari verðmæti en lífið sjálft í húfi. Hér hef ég ekki í huga hagsmuni mann- kynsins eða samfélagsins, heldur einungis þeirra ein- staklinga sem eiga beinan hlut að máli, það er hinn verðandi einslakling og fjölskyldu hans. Séu ákvarð- anir teknar í ljósi líknarreglunnar er tekið sjálfstætl mið af hagsmunum hins ófædda barns. Það er kostur við líknarregluna að hún er almenn regla í heilbrigðis- þjónustu og fer sem slík ekki í manngreinarálit. Það má Ijóst vera af þessari umræðu að verðmæta- mat samfélagsins og afstaðan í garð fatlaðra getur ráðið miklu um það hvernig þessum málum vindur fram (18). Talsmenn fatlaðra hafa haldið því fram að sú útbreidda skoðun að fóstureyðingar séu réttmætar „af læknisfræðilegum ástæðum“, eins og það er yfir- leitt orðað þegar fóstri með erfðagalla er eytt, hafi áhrif til hins verra á viðhorf í garð fatlaðra. Þetta ali á því viðhorfi að líf fatlaðra sé minna virði en annars fólks. Greining erfðagalla á fósturstigi stefni að út- rýmingu ákveðinna hópa og dragi þar með úr fjöl- breytni mannlífsins. Fólk sé almennt illa upplýst um stöðu og lífsgæði fatlaðra og því sé ákvörðun um fóst- ureyðingu í kjölfar greiningar oft byggð á vanþekk- ingu og fordómum (19). I ljósi þessa málflutnings er það til dæmis athyglivert að Downs heilkenni er mjög algeng ástæða fyrir fóstureyðingu þótt Ijóst sé að líknarreglan eigi sjaldnast við um einstaklinga með þá fötlun. En það má líka spyrja hvort aukin þekking á erfðamenginu og erfðasjúkdómum eigi ekki eftir að útvíkka fötlunarhugtakið svo mikið að aðalvandinn verði að setja fósturgreiningunni mörk. Tökum dæmi: Aður fyrr dóu sykursjúkir, en framfarir í læknavísindum gera þeim nú kleift að lifa nær eðli- legu lífi. Vel má hugsa sér að ný tækni í læknavísind- um geri það mögulegt að greina sykursýkisjúklinga á fósturstigi og þá væri hægt að útrýma sykursýki með fóstureyðingum. Það er bersýnilega fráleitt að telja að slíkum börnum væri það sjálfum fyrir bestu að fæðast ekki. Ennþá fráleitara væri þó að ætla að slík- ar hreinsanir ykju á gæði lífsins. Forsenda þess að auka á eiginleg lífsgæði er að efla virðinguna fyrir lífinu í öllum þeim myndum þar sem nokkur von er til að þess verði notið og stuðla að gagnkvæmum skilningi manna á milli. Tilvísanir 1. Sjá til dæmis Jóhann Heiöar Jóhannsson: Greining fósturgalla, bls. 11. Þetta kann að vera tímabundið ástand því að margir læknar binda miklar vonir við fósturlækningar í framtíðinni. Til dæmis er farið að kanna möguleika á skurðaðgerðum á fóstrum í móðurlífi og einnig á efnafræðilegum aðgerðum til að lækna efnaskiptasjúkdóma sem nú eru óviðráðanlegir. 2. Sjá grein mína: Fóstureyðingarvandinn. 3. Sjá um þetta efni til dæmis Murray og Botkin: Genetic testing and screening: Ethical issues, Holt: Screening and the perfect baby og skýrslu danska siðaráðsins: Debatoplæg om foster- diagnostik. 4. Siðfræði lífs og dauða, kafli 1.1. 5. Samanber einnig skýrslu WHO: Proposed International Guidelines on Ethical Issues in Medical Genetics and Genetic Services. 6. Samanber: Forgangsröðun í heilbrigðismálum, bls. 21. 7. Jóhann Heiðar telur upp þær ábendingar sem taldar eru réttlæta legástungu til fósturgreiningar: 1) þungaðar konur 35 ára og eldri; 2) þegar foreldri er arfberi litningagalla eða hefur áður eignast barn með staðfestan litningagalla; 3) þegar foreldri er sjálft með klofinn hrygg eða hefur áður eignast barn með þannig galla; 4) þegar foreldrar eru arfberar fyrir einhvern af vissum efnaskiptasjúkdómum; 5) þegar kona er arfberi kyntengds erfðasjúkdóms (svo sem dreyrasýki), sem einungis sveinbörn erfa. „Væri þá hægt að kyngreina fóstur hennar og láta eyða öllum sveinfóstrum.“ Greining fósturgalla, bls. 17. 8. Samanber bæklinginn: Ómskoðanir í meðgöngu. 9. Sama rit. 10. Helm DT, Miranda S, Chedd NA. Pre-natal diagnosis of Down's syndrome. 11. Samanber ritgerð Sigríður Haraldsóttur: Skimanir á með- göngu. Val og ákvarðanataka. 12. Sama rit. Sigríður Haraldsóttir segir frá hörðum viðbrögðum fólks við ákvörðun 37 ára gamallar konu sem ákvað að fara ekki í legvatnsástungu. Pað er niðurstaða Sigríðar að þessi þrýstingur valdi konum óöryggi og sektarkennd og trúlega myndu fleiri foreldrar velja að eiga börnin ef þessi þrýstingur væri ekki fyrir hendi. 13. Samanber Gregg R: “Choice” as a double edged sword: infor- mation, guilt and mother-blaming in a high-tech age. 14. Legvatnsrannsókn felur í sér um það bil 0,5-1% hættu á fóstur- láti. Árið 1995 var framkvæmd 451 legvatnsástunga á íslandi. Tvö fóstur greindust með Downs heilkenni og var þeim eytt. Fjögur börn fæddust með þetta heilkenni. Ætla má að tvö til fjögur heilbrigð fóstur hafi látist við þessar aðgerðir! Þessar tölur sýna líka að skoðunarferlið er fjarri því að tryggja að einungis heilbrigð börn fæðist. 15. Sigurður Kristinsson: Skimun og skaðleysi. Óbirt erindi flutt á ráðstefnu Siðfræðistofnunar og Skálholtsskóla 24.11.2000. Sjá líka Malm HM: Medical Screening and the Value of Early Detection: When Unwarranted Faith Leads to Unethical Recommendations. 16. Það er vitaskuld mikill munur á því að ræða þessi mál með al- mennum rökum og að standa frammi fyrir einstakri ákvörðun. Það er líka eitt að gagnrýna viðhorf og starfsemi sem tengist þessu máli og annað að setjast í dómarasæti yfir þeim einstak- lingum sem taka erfiðar ákvarðanir. 17. Þessi vandi einskorðast ekki við erfðagalla. Um 25% lfkur eru á því að kona, sem er þunguð og smituð af alnæmi, eignist barn sem smitast af sama sjúkdómi í meðgöngu, fæðingu eða við brjóstagjöf. Þó eru þessar tölur misjafnar eftir löndum. 18. Ég hef skrifað um þetta efni í greininni: Samfélag á villigötum? 19. Disabled People Speak on the New Genetics. Heimildir Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í heilbrigð- isþjónustu. Reykjavík: Siðfræðistofnun; 1993. Árnason V. Fóstureyðingarvandinn. í: Haraldsson RH, ritstj. Er- indi siðfræðinnar. Reykjavík: Siðfræðistofnun; 1993: 197-230. Árnason V. Samfélag á villigötum? Broddflugur. Reykjavík: Sið- fræðistofnun; 1997: 287-96. Beauchamp TL, LeRoy W, ritstj. Contemporary Issues in Bio- ethics. 2nd ed., III. hluti og Prenatal Screening. Dickenson Publis- hing Co; 1978:486-99. Foster-diagnostik og etik. En Redegprelse. Köbenhavn: Det Etiske Rád; 1990. Disabled People Speak on the New Genetics. DPI Europe Posi- tion Statement on Bioethics and Human Rights. Án ártals. Faden RR. Public Policy Implications of Prenatal Diagnosis. í: Beauchamp TL, LeRoy W, ritstj. Contemporary Issues in Bio- ethics. 2nd ed. Dickenson Publishing Co; 1978:486-94. Forgangsröðun í heilbrigðismálum. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið; 1998. Gregg R. "Choice" as a double edged sword: information, guilt and mother-blaming in a high-tech age. Women Health 1993; 20: 53-73. Haraldsdóttir S. Skimanir á meðgöngu. Val og ákvarðanataka. 66 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.