Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 28
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Heiniilislæknir. sérl'ræðingur, baniadeild sjúkrahúss, félagsráðgjafi. Grciningar- og íáðgjafasluð Rikisins. Þjnnustiinætlun gerð. Sveitarfélög. skólar. Svæðisskriístofa. Sértæk þjúnusla. Altnenn þjónusta. Þjúnustu- áætlun. Grunur um þroskafravik. Skilnftmdur þar scm niðurstöður greiningar eru kynnlar ásamt heildstæðum lillögum umþjóuustu. 1. Afangi: Frumgreining. Starfsfólk almennrar heilbrigðisþjónuslu eöa sérfræðingar og srnrfsfólk bamadeilda sjúkrahúsa annast frumgreinmgu. Kfá.stæða er til sbr. 17 gr. laga nr. 59/1992 þá er vísað til Greimngar- ug ráó- gjafastöðvar til frekari greiningar. 2. Afangi: Frckari greining. Greiningarstöð annast frekan greiningu og mcðferð ef þurfa þykir og mat á þörf fyrir frekau þjónuslu. Niðurstöðui greiningar og tillögur um þjónuslu cru kynntar fynr væntanlegum þjónustuaðilum. SvæðisskrirsLofa og aðrir þjónustu-, grciningar- og ráðgjafaaðilar katma úrræði og gera áætlun um framkvæmd þjónustu. Myndað er sérfræðingaleymi sem fullirúi Svæðisskrifstofu verkstýrir. [ Skammtimavist, ráðgjiif, T Almenn liðveisla, stiióningsíjölskylda. leikskóli, skóli. J" 4. Afangi: Þjónusta veitt Almcnn og sértæk þjónusta veitt skv. áætlun Endurmat þjónustuáætlunar á reglulegum samTáösfundum teymis. ^5. Áfangi: Fndurmat. Skýrlnj*ar xanr’ uppiufwíiii Endurmal þjónusmáætlunar er í höndum tcymis með fulltrúum frá þjónustuveitendum, ráðgjafaaöilum og aðstandendum. Skipurit mcö stc.140 Höfuudur: Starfsmcnn skrifstofu Samþykkur: Mynd 1. Heildstæð þjón- usta fyrir fötluð börn. Úr Gæðahandbók Svæðis- skrifstofu Reykjaness. Ferli þjónustu Á meðfylgjandi myndriti (mynd 1) kemur fram ferli þjónustu við fötluð börn eins og Svæðisskrifstofa Reykjaness kynnti það á árinu 1995 og hefur leitast við að vinna eftir. Samkvæmt því skiptist þjónustan í fimm áfanga, það er frumgreining, frekari greining, gerð þjónustuáætlunar, veiting þjónustu og endurmat (2). Sérstök þjónusta fyrir börn og unglinga með fötlun Frá bernskuárum stendur fötluðum börnum og for- eldrum þeirra til boða fjölbreytt þjónusta á ýmsum sviðum. Hér á eftir verður þessi þjónusta tilgreind en nánari upplýsingar um hana er að finna í þeim ritum og á þeim slóðum sem nefnd eru í heimildaskrá í lokin. - Umönnunargreiðslur og önnur aðstoð samkvœmt lögum um almannatryggingar: Umönnunargreiðslum er ællað að koma til móts við kostnað foreldra vegna vinnutaps og sérstakra útgjalda vegna fötlunar. Þessar greiðslur geta hafist þegar fæðingarorlofi lýk- ur og staðið til 18 ára aldurs. Upphæð greiðslna er mismunandi eftir umönnunarflokkum sem eru fjórir. Starfandi svæðisskrifstofur taka við umsóknum og meta þær en greiðslurnar koma frá Tryggingastofnun ríkisins. Til Tryggingastofnunar ríkisins er einnig hægt að sækja um kostnaðarþátttöku vegna þjálfunar fatlaðra barna (tal-, iðju- og sjúkraþjálfunar). Einnig kostnaðarþátttöku vegna hjálpartækja þar með talið bleyja (3). Skammtímavistun og stuðningsfjölskyldw: Til þess að aðstoða fjölskyldur barna með fötlun.við að hafa þau heima gefur Svæðisskrifstofa fólki kost á að sækja um dvöl fyrir börnin í skammtímavistun eða hjá stuðningsfjölskyldu samkvæmt reglugerð um þjón- ustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra nr. 155/1995 (4). I báðum tilvikum er um að ræða samningsbundna dvöl ákveðinn fjölda sólarhringa í mánuði. Sótt er um þessa þjónustu til Svæðisskrifstofu og hver umsókn metin með tilliti til fötlunar og félagslegra aðstæðna. Skammtímavistun: Skammtímavistun er veitt á sérstökum heimilum undir handleiðslu fagfólks. Til- gangurinn er að bjóða börnum og ungmennum upp á tímabundna dvöl til að létta álagi af fjölskyldum þeirra og veita þeim sjálfum tilbreytingu. Pessi þjón- usta stuðlar að því að börnin geti búið sem lengst í foreldrahúsum. Jafnframt býr skammtímavistunin ungmenni með fötlun undir flutning úr foreldrahús- um á sambýli eða í aðra sjálfstæða búsetu (1). Tengi- liður Svæðisskrifstofu annast umsóknir um skamm- tímavistun og veitir foreldrum og aðstandendum barna í skammtímavistum ráðgjöf og stuðning ef með þarf (5). Stuðningsfjölskyldur: Stuðningsfjölskyldan hefur barnið í umsjón sinni allt að þremur sólahringum í mánuði, samkvæmt samningi við aðstandendur. Hlut- verk stuðningsfjölskyldu er að taka fatlað barn í umsjá sína í skamman tíma í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldu þess (4). Slíkri umsjá fylgir ekki krafa um að stuðningsfjölskylda láti í té sérstaka þjálfun eða hæfingu umfram þá daglegu þjálfun sem felst í þeim kröfum sem gerðar eru til uppeldis barnsins. Ýmis ömittr þjónusta: Meðal annarrar þjónustu sem fötluð börn eiga kost á samkvæmt lögum um málefni fatlaðra er sumardvöl þegar þörf krefur, til að skipta um umhverfi sér til ánægju og tilbreytingar. I lögunum er einnig kveðið á um að sveitarfélög skuli eftir föngum veita fötluðum, þar með talið fötluðum börnum, liðveislu í formi persónulegs stuðnings og aðstoðar til að njóta meðal annars tómstunda og fé- lagslífs (1). Annar stuðningur, foreldrasamstarf og fleira Auk þess stuðnings sem samfélagið býður fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra upp á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagssamtaka geta foreldrar sótt ómetanlegan stuðning til annarra foreldra í hags- munasamtökum. Foreldrar barns með Downs heil- kenni geta leitað til Félags áhugafólks um Downs- heilkenni (6). Pað félag er eitt af mörgum aðildar- félögum Landsamtakanna Þroskahjálpar. 28 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.