Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 71

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 71
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Heilbrigðismenning - hugleiðingar úr ýmsum áttum i Sagnaþulurinn Hómer Eitt regnþungt síðdegi, á skipi úr víðförlum draumi, kom sagnaþulurinn Hómer til Reykjavíkur. Hann gekk frá hafnarbakkanum og tók leigubíl sem ók með hann eftir regngráum götum þarsem dapurleg hús liðu hjá. Einar Már Guðmundsson © Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Við gatnamót sneri sagnaþulurinn Hómer sér að bílstjóranum og sagði: „ Hvernig er hœgt að ímynda sér að hér í þessu regngráa tilbreytingarleysi búi söguþjóð?" „Pað er einmitt ástœðan, “ svaraði bílstjórinn, „aldrei langar mann jafn mikið að heyra góða sögu og þegar droparnir lemja rúðurnar. “ „Það er fátt fréttnæmt í ljóðum. Engu að síður deyja margir á ömurlegan hátt vegna skorts á því sem þar er að finna.“ Þannig yrkir bandaríska skáldið William Carlos Williams í lauslegri prósaþýðingu. Bandaríski rithöfundurinn Bill Holm, sem auð- vitað er Islendingur líka, segir í hinni stórmerku rit- gerð sinni The music of failure frá fátækum íslensk- um innflytjendum, fólki sem einskis var metið á ver- aldarvísu en geymdi andann og menninguna innra með sér. Bill segir: „Litla húsið var einsog geimskip á för- um frá jörðinni, fermt því besta sem við höfum gefið hvert öðru á síðustu 4000 árum í sögu mannlegrar vitundar. Og ekkert af því var tíu króna virði í hinum harða heimi frjálsrar samkeppni!" Á bak við fjölbreytileikann, sem nútíminn skreytir sig með, býr oft ótrúleg einsleitni. Þrátt fyrir lýðræðið og öll frjálsu skoðanaskiptin er hugum okkar beint inn á örfáar rásir. Milan Kundera segir: „Litlu varðar þótt í hinum ýmsu málgögnum gæti mismunandi hagsmuna. Að baki þeim yfirborðsmun ríkir sami andi. Það nægir að fletta amerískum og evrópskum vikublöðum, til vinstri jafnt sem hægri, frá Time lil Spiegel. Öll boða þau sömu lífssýn sem speglast í sama efnisyfirliti, Höfundur er rithöfundur. sömu dálkum, sama blaðamennskusniði, sama orða- forða, stíl, smekk og gildismati. Þetta samlyndi fjöl- miðla, falið á bak við pólitíska fjölbreytni, er andi okkar tíma.“ Milan Kundera telur skáldsöguna andhverfa þess- um anda. Hún tjáir önnur viðhorf en handhafar sann- leikans, hvort heldur er um að ræða fréttastofur fjöl- miðla eða stjórnmálamenn. Verksvið skáldsögunnar er leitin, samskipti mannanna á bak við vígorðin og tuggurnar, gleðin sem rúmast ekki í fréttayfirlitinu og sorgin handan fyrirsagnarinnar. Menningin er ekki bara fólgin í því að fara í leik- hús og halda listahátíðir með tilheyrandi kokteilboð- um heldur er hún það besta sem við höfum gefið hvert öðru á síðustu 4000 árum mannlegrar vitundar, það er að segja samskipti byggð á anda og vitund. Skáldskapurinn er barátta gegn innihaldsleysi lífs- ins og tómleikanum, en tómleikinn leiðir af sér myrkrið í samtímanum. Fátt vitnar betur um andleysi og tómleikakennd nútímans en vaxandi ofbeldi og aukin neysla harðra vímuefna. Dekrið við skuggahliðarnar stafar af skorti á birtu. Það er bakkabræðraheimspeki að ætla sér sí- fellt að bera myrkrið inn á meðferðarstofnanir og láta nefndir og stofnanir föndra við málin einar og sér. Spurningin er, hvernig veitum við æskulýð lands- ins andlega birtu? Hvernig sigrumst við á tómleikan- um? Hvað lífsspeki miðlum við? Þegar Jónas Hall- grímsson réðst gegn hnignun íslenskrar tungu á síð- ustu öld lét hann sér ekki nægja árásirnar einar held- ur bjó til ný orð í anda ljóðrænnar rómantíkur. Það er þörf á slíkum efnistökum nú. Það er aug- ljóst mál að þjóðkirkjan hefur ekki veitt þá andlegu forystu sem af henni er vænst. I fjölmiðlum hafa klerkar hennar rifist um formsatriði og kreddur og í því ljósi ber að skoða aðdráttarafl hinna svonefndu sértrúarsafnaða. Það er heldur ekki nóg að segja unglingunum bara að stunda fþróttir, en síðan leggur íþróttahreyfingin aðaláherlsuna á byggingaframkvæmdir og fjárfram- lög og veröldin í kringum íþróttirnar einkennist af rándýrum tískuvarningi og háum félagsgjöldum, þannig að möguleiki ungmenna til íþróttaiðkana byggir meira á fjárhag foreldra en hugsanlegu atgervi einstaklinganna. Ég er ekki að vanmeta íþróttirnar, en mér finnst að huga þurfi að hinum innra heimi. Kynslóðirnir þurfa að miðla menningunni hver til annarrar. Það Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.