Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 73
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR III Seinna, þegar ég hafði verið viðloðandi geðspítalann í nokkur ár, kom Rögnvaldur að heimsœkja mig íhvert sinn sem hann kom í bœinn. Hann er mjög vel til fara, alltaf í þessum fínu frökkum, skyrtum og jökkttm, og skrafhreiftnn og skemmtilegur, en stundum fœrist líka yfir hann djúp alvara, drungi. Ég fer með honum í bíltúra. Fyrir utan geðspítal- ann stendur þessi stóri og fíni jeppi. Rögnvaldur hefur komið sér vel fyrir. Hann á einbýlishús og börnin eru að stœkka. Ég neita því ekki að ég ftnn nokkuð til mín þegar ég sest upp í jeppann og ek burt með þessum dragfína manni. „Rögnvaldur," segi ég þegar við beygjum inn Kleppsveginn, „ég hefði nú eiginlega frekar viljað að þú yrðir geðlœknir en tannlœknir. “ „ Þú segir það, “ segir liann. „ Ég hugsa að þú hefðir getað lœknað mig, “ segi ég. „Nei, “ segir hann. „Ætli maður eigi ekki alveg nóg með að halda sjálfum sér réttum megin við strikið?" „Nei, Rögnvaldur," segi ég. „Ég held að ekki sé til neitt heilbrigðara í þjóðfélaginu en velstœður tann- lœknir á jeppa. “ Rögnvaldur hló. „Það er að minnsta kosti ekki pláss fyrir þá inni á Kleppi, “ sagði ég. „ En gœttu þess, “ sagði Rögn valdur, „ að Kleppur er víða. “ Hann leit til mín og gafsvo í. í annað sinn keyrðum við út fyrir borgina, út að Reykjanesvita, og Rögnvaldur ók að hamrinum þar sem ólgandi brimið lék fyrir neðan, en annars blöstu auðir melirnir við. Og þá sagði Rögnvaldur, þegar við sátum í jepp- anum og horfðttm út á hafið: „Það er auðvelt, Palli, bara að stíga á bensínið ..." Ég tók þessu sem hverju öðru gríni, gömlu kald- hœðninni, enda langaði mig ekkert til að deyja þá, þegar ég sat við hlið þessa manns sem sýndi mér hví- líkur vinttr Itann var, að hafa ekki gleymt mér þó búið vœri að jarða mig lifandi og enginn þyrfti að vita af mér. Þetta rifjaðist allt uppfyrir mér og ég sá Rögnvald í nýju Ijósi þegar mamma sýndi mér dánartilkynning- una í Morgunblaðintt og þó ég vœri á lyfjum sem þttrrka ttpp allar tilfinningar fann ég tárin streyma fram og ég skildi ekki neitt og ég vissi ekki neitt og ég trúði ekki lengur... Eða kannski rann ttpp fyrir mér annað, að vegirnir ertt órannsakanlegir, að þeir sem eiga allt sem við sjúklingarnir óskum okkttr, góða konu, gáfuð börn, hús, bíl, að einnig þeir, já einnig þeir... Já, Rögnvaldur, Kleppttr er víða, ekki aðeins spít- ali, ekki aðeins höll, heldttr mynstur oftð úr þráðttm svo fínum að enginn greinir þá, hvorki keisarinn né börnin, hvorki ég né þú. Er Kleppur víða? Mælikvarðinn á heilbrigði hlýtur alltaf að vera afstæður, jafnvel þó að innan þessara afstæðu mælikvarða verði til aðrir sem gerðir eru algildir. Hver situr í dómarasætinu, fíflið eða kóngur- inn. En hvað ef kóngurinn er fífl? A þetta afstæði tilverunnar hefur skáldskapurinn alltaf lagt áherslu. Þegar talað er um frásagnarhátt eða sjónarhorn í skáldsögu, byggir sú umræða ekki síst á því að mynd veruleikans er ætíð háð þeim sem á hana horfir. Enginn veit hvað er að vera vitskertur nema sá sem hefur reynt það. En hvað veit hinn vitskerti? Á þessum setningum hófst skáldsaga mín, Englar al- heimsins, í upphafi og hvarf hún ekki burt fyrr en í síðustu próförk. Hvers vegna? Ég veit það ekki. Kannski sagði hún of mikið, kannski of lítið. Þeir sem lesa skáldsögu mína Engla alheimsins taka flestir eftir því að hún er tileinkuð bróður mín- um heitnum; og af því að hann átti við veikindi að stríða og er á svipuðum aldri og aðalpersóna bókar- innar hafa menn í blöðum og ritdómum haft tilhneig- ingu til að segja að bókin sé um hann, að höfundurinn hafi skrifað bók um bróður sinn. Nú er rétl að taka það fram að Englar alheimsins er skáldsaga og lýtur lögmálum skáldverks, eins og höfundar taka gjarnan fram einmitt þegar þeir eru að skrifa eitthvað annað en skáldverk. Bróðir minn Pálmi Örn Guðmundsson átti við geðræn vandamál að stríða og komst ekki út úr veik- indum sínum frekar en Páll, og um leið og þau hættu eða minnkuðu var lífslöngunin ekki lengur til staðar. Ég myndi því orða fullyrðinguna um samband bróður míns við ritverkið svo: í gegnum veikindi Pálma bróður míns fékk ég innsýn í þá veröld sem geðsjúklingar búa við. Þessi innsýn var annars vegar sársaukafull uppgötvun en á hinn bóginn ákveðin sýn á mannlega tilveru. Ekki er hægt að nálgast lífsvanda annarra aðeins sem efnivið í bókmenntir, þó auðvitað sé ekki til neinn annar efniviður í bókmenntir en sjálfur lífs- vandinn. Ég komst fljótt að því að þegar rætt er um málefni geðsjúkra á opinberum vettvangi sniðganga menn oft kjarna málsins; og á það jafnt við um rómantískar grill- ur um snilli geðsjúklinga sem og valdsmannsleg ráð. Hugleiðum til dæmis spurninguna um samband sjúklingsins við samfélagið og samband hans við sjálfan sig eða einveruna. Allir sem koma hafa nálægt málefnum sjúklinga þekkja hvatninguna: Þú átt að fara út í þjóðfélagið - og í sjálfu sér má segja að sú hvatning þurfi að vera fyrir hendi. Á hinn bóginn vitum við að hinn geðsjúki missir vini sína og einangrast. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.