Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 20
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Viðhorf og reynsla foreldris til fósturgreininga og Downs heilkenna Indriði Björnsson Höfundur er tölvunarfræðingur. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Indriði Björnsson, Hraunbraut 40,200 Kópavogi. Sími: 564 3604; netfang: indridibjornsson@ hotmail.com Lykilorð: fósturgreining, skimun, ráðgjöf Downs heilkenni, siðfrœði, fötlun. Fyrir sjö árum eignaðist ég mitl fyrsta barn, dreng sem heitir Atli Már. Stuttu eftir fæðingu kom í ljós að Atli Már er með Downs heilkenni. Vitanlega varð það mikið áfall að uppgötva að hann væri fatlaður og við hjónin gengum í gegnum þetta venjulega sorgar- ferli, af hverju ég? Hvað hef ég gert til þess að verð- skulda þetta? Sem betur fer vorum við mjög heppin. Bæði áttum við góða að, sem sýndu mikinn styrk og eins var vel séð um okkur á sængurkvennadeildinni. Við fengum einkastofu og ég hafði leyfi til þess að vera á deildinni allan sólarhringinn. Nokkuð, sem ekki margir karl- menn geta státað sig af, það er að segja að hafa legið á sængurkvennadeild í sjö sólarhringa. Þetta hjálpaði okkur rnikið, við höfðum gott næði með barninu, gát- um rætt og hugsað málin. Fljótlega fóru spurningar hjá okkur að breytast úr „af hverju ég?“ yfir í „af hverju hann?“ og síðan tókum við þá afstöðu að það hlyti að vera einhver tilgangur með þessu öllu saman. Það eru ekki til nein vandamál, aðeins tækifæri. Til þess að gera langa sögu stutta hefur Atli Már gjörbreytt lífi okkar. Að sjálfsögðu hefur þetta verið töluverð vinna. Atli Már hefur ekki runnið í gegnum „smurð“ hjól samfélagsins. En á móti kemur að hann hefur gefið okkur svo ótrúlega mikið, hluti sem við hefðum aldrei fengið ef hann hefði ekki verið fatlað- ur. Hann hefur kennt okkur að taka hluti ekki sjálf- gefna og að endurmeta lífsgildi okkar og viðhorf. Líf- ið varð ekki eins og við höfðum „ákveðið" að það yrði, en hver hefur svo sem ekki lent í því. í dag sé ég á engan hátt eftir þessu ferðalagi. Eg er menntamað- ur, háskólamenntaður úr raunvísindadeild og dýrk- aði „gáfu-“guðinn áður en ég kynntist Atla. Eg var sannfærður um að lausn mannkynsins alls fælist í hugviti, en ekki endilega í öðrum hlutum svo sem sið- ferðisþroska. En eftir að hafa verið félagi í báðum „klúbbunum" (það er að segja IQ-klúbbnum og fatl- aða-klúbbnum) hafa skoðanir mínar breyst. I dag er ég farinn að hallast töluvert að fjölgreindarkenning- unni, það er að greind sé samsett úr mörgum þáttum, og sannfærður um að vitsmunaþroski er alls ekki það sem gerir okkur mannleg heldur frekar félags- og til- finni'ngaþroski, hlutir eins og ást, samúð og um- hyggja. Atla vegna er ég ríkari í dag, mun víðsýnni og löngu búinn að gera mér grein fyrir að ég kem ekki til með að skilja allt né heldur komi til með að vita hver sé hinn raunverulegi tilgangur með lífinu. Að fæðast, lifa og deyja. ENGLISH SUMMARY Björnsson I Prenatal diagnosis and Down's syndrome. A parent’s perspective Læknablaðið 2001; 87/Fylgirit 42: 20-3 Seven years ago the author’s first child was diagnosed with Downs syndrome (DS). Afteryears of introspection and re-evaluation, he concludes that many prevailing societal views on handicapped people are based on prejudices and need a reappraisal. All parents wish for their baby to be healthy, but it is vital to fully understand that many handicapped children and their families lead a fulfilling life. This fact has also been scientifically documented. There can be a great deal of work involved in raising a child with a disability like DS, but many parents point out that they receive things they would never have discovered had their child not been born handicapped. Given the current practice of providing prenatal testing without an adequate information as to the health and chances of a meaningful and dignified exis- tence for children with DS, expectant parents cannot make a truly informed decision and are thus more likely to choose selective abortion. Decision based on prejudices can easily result in regret and sorrow that is difficult to work through. Icelandic abortion law states that all women requesting the procedure should be counselled and educated about possible risks and alternatives to abortion. All written material and direct counselling must be unbiased and free of prejudices. Nevertheless, a recently published lcelandic •pamphlet with information about prenatal diagnosis reveals a fundamental lack of appreciation of issues surrounding people with disabilities. This prejudice is based on a misunderstanding due to lack of research as well as a lack of first-hand experience by the authors. Society is slow to change but tremendous gains have been made in understanding and correctly addressing a wide variety of health issues in order to bring about the greatest benefit to handicapped individuals, their families and society at large. Key words: prenatal diagnosis, screening, counsetting, Down's syndrome, ethics, disability. Correspondence: Indriði Björnsson software engineer. E- mail: indridibjornsson@hotmail.com Miðað við ofanritað mætti kannski ætla að Atli sé eitthvað sérstakur af einstaklingi með Downs heil- kenni að vera, að fólk segi kannski: „Þau hjónin taka þessu nú svo vel af því að þau voru svo heppin með 20 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.