Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 15
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Downs heilkenni, klínísk einkenni og nýgengi á Islandi Solveig Sigurðardóttir Höfundur er sérfræðingur í barnalækningum og fötlunum barna. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Solveig Sigurðardóttir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi. Sími: 564 1744: netfang: solveig@greining.is Lykilorð: Downs heilkenni, fósturgreining, fötlun. Inngangur Talið er að um það bil sex af hverjum 1000 börnum fæðist með litningagalla en nokkur hundruð slíkir gallar eru þekktir. Búast má við að stór hluti þessara barna sé með frávik í þroska auk ýmissa meðfæddra galla á líffærum. Prístæða lilnings númer 21 er al- gengasti litningagallinn og leiðir af sér Downs heil- kenni. Heilkenninu var fyrst lýst árið 1866 af bresk- um lækni að nafni John Langdon Down. Downs heil- kenni finnst hjá einu af hverjum 700-1000 börnum, en langflest fóstur með þessa litningagerð látast fyrir fæðingu, þar af 30-40% eftir fyrsta þriðjung með- göngunnar (1,2). Þrístæður litninga númer 13 og 18 sjást afar sjaldan. Þeim fylgja alvarlegar vanskapanir og ef ekki verður fósturlát deyja börnin í frum- bernsku. Orsök Downs heilkenni kemur fram þegar aukaeintak er af litningi númer 21 í frumum barnsins. Oftast stafar þetta af því að aðskilnaður litningaparsins truflast við eggfrumumyndun hjá móðurinni. I um það bil 95% tilfella er frír aukalitningur í öllum frumum líkamans, en í 1-2% tilfella kemur þrístæðan aðeins fram í sum- um frumnanna (tíglun). Þá má búast við vægari ein- kennum en ella. í 3-4% tilfella hefur orðið litninga- yfirfærsla. Þá er aukalitningurinn fastur við annan litning, oftast litning númer 14 eða 21. Þegar frír aukalitningur er til staðar eru líkur á endurtekningu hjá systkini 0,75% hærri en aldursbundnar líkur móð- urinnar segja til um. Börn geta erft litningayfirfærslu frá foreldrum sínum og þá eru líkurnar á endurtekn- ingu töluvert hærri, sérstaklega ef móðirin er arfberi (3,4). Nú er ljóst að erfðamengi mannsins er myndað af rúmlega 30 þúsund genum en ríflega helmingur þeirra gegnir hlutverki við myndun og starfsemi miðtauga- kerfisins. Smæstur allra litninga er litningur 21. Hann ber í sér aðeins um 225 gen eða töluvert færri en áður var talið. Þar sem þrjú eintök litnings 21 eru í hverri frumu í Downs heilkenni eru eintök hvers gens ekki aðeins tvö, eins og venjulegt er, heldur þrjú. Ekki er nákvæmlega vitað hvemig þessi aukni genafjöldi veld- ur svipgerð Downs heilkennis en vitneskja um starf- semi og hlutverk einstakra gena eykst stöðugt (5). Með hækkandi aldri móður aukast líkurnar á litn- ingagöllum. Líkur á að lifandi fætt barn 25 ára konu eða yngri sé með Downs heilkenni eru um 1:2000, þær eru um 1:400 hjá 35 ára gamalli móður og um það ENGLISH SUMMARY Sigurðardóttir S Down's syndrome, clinical characteristics and incidence in lceland Læknablaðið 2001; 87/Fylgirit 42: 15-9 Down's syndrome is the most common genetic cause of mental retardation, having a prevalence of approximately 1:900 live births. It typically is caused by a nondisjunction of chromosome 21 during meiosis resulting in a trisomy genotype. The risk of nondisjunction and trisomy increa- ses with maternal age. The effects of the disorder on phy- sical and mental development are widespread and are expressed throughout life. Among medical disorders diag- nosed with increased frequency in people with Down's syndrome are congenital heart defects, hearing loss, oph- thalmic disorders, various gastrointestinal malformations, Alzheimer's type dementia and seizure disorders. Progress in early diagnosis, treatment and special education has improved survival of children as well as quality of life. Life expectancy has risen significantly during the last decades and although some people with Down's syndrome can hold jobs the majority of them need assistance in daily living. Of the 51 children born with Down's syndrome in lceland during the last decade 60% had congenital heart defects compared to 1.7% of life births in lceland during 1990-1999. In lceland, prenatal genetic screening for chro- mosome abnormalities is currently offered routinely only to women 35 years and older, although the majority of child- ren with Down's syndrome are born to younger mothers, because of the relatively greater fertility for this group. Key words: Down 's syndrome, prenatal testing, disability. Correspondence: Solveig Sigurðardóttir neurodevelop- mental peditrician. E-mail: solveig@greining.is Börn meö Downs heilkenni af 1000 fæddum Mynd 1. Línuritið sýnir hvernig nýgengi Downs heilkennis er háð aldri móður. bil 1% hjá fertugri móður. Mynd 1 sýnir hvernig nýgengið er háð aldri móður (4). Mynd 2 er ljósmynd Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.