Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 64
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Er fósturgreining boðleg? Siðfræðileg álitamál við greiningu erfðagalla á fósturskeiði Vilhjálmur Árnason Höfundur er prófessor í heimspeki viö Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Vilhjálmur Árnason heimspekideild Háskóla íslands, v/Suöurgötu, 101 Reykjavík. Netfang: vilhjarn@hi.is Lvkilorð: fósturgreining, skimun, siðfrœði, upplýst samþykki, réttlœti. Margar áleitnustu spurningarnar sem vaknað hafa í kjölfar uppgötvana á sviði erfðarannsókna tengjast tækni til að greina erfðasamsetningu einstaklinga á fósturstigi. Þegar fósturgalli finnst við núverandi að- stæður leiðir það undantekningarlítið til fóstureyð- ingar (1). Fóstureyðing er alvarleg athöfn (2) og því er afar mikilvægt að vel sé staðið að fósturskoðunum og þær lúti siðferðislegum viðmiðunum, en fylgi ekki gagnrýnilaust tækniboðinu um að gera allt sem er hægt (3). Þá siðferðislegu viðmiðun sem ég tel eðli- legast að fylgja í þessu tilviki hef ég nefnt virðingu fyrir einstaklingnum (4). Greina má þær siðferðislegu kröfur sem fólgnar eru í þessari viðmiðun í þrennt: að virða sjálfræði fólks, bera umhyggju fyrir velferð þess og gæta réttlætis. Eg hyggst nú meta skoðun og grein- ingu á fóstrum í ljósi þessara þriggja þátta (5). Frá sjónarhóli réttlœtis er meginspurningin í þessu tilliti sú, hverjum eigi að bjóða þessa þjónustu; ættu allar þungaðar konur að hafa aðgang að henni eða ætti einungis að bjóða hana tilteknum áhættuhóp- um? Ffin almenna réttlætisregla í heilbrigðisþjónustu er að þeir sem eru í brýnustu þörf sitji fyrir (6). A þessu sviði hefur þörf verið metin í ljósi áhættuþátta eða læknisfræðilegra ábendinga um fósturgalla (7). Nú er það orðin viðtekin venja að bjóða konum óm- skoðun á meðgöngu. Ef sú skoðun sýnir frávik frá eðlilegum fósturþroska, bjóðast frekari rannsóknir á litningagerð fóstursins (8). Ef þessi víðtæka þjónusta tekur ekki til sín óhóflegt fé, þannig að það bitni á annarri þjónuslu við þungaðar konur, má segja að réttlætinu sé fullnægt með þessum hætti. Flöfuðvand- inn er hins vegar sá hvernig staðið er að þessum skoð- unum og þar ber öðru fremur að virða sjálfræði og velferð þeirra einstaklinga sem þjónustunnar njóta. Frá sjónarhóli sjálfræðis er það höfuðatriði að konur velji það sjálfar hvort þær þiggi þá þjónustu sem í boði er og að það val sé óþvingað og byggt á nægilegri vitneskju. Það er höfuðatriði í þessu sam- bandi að fólk sé upplýst um þá greiningarkosti sem í boði eru og fái faglega ráðgjöf um þá. Gera verður fólki ljóst að það er þess eigin ákvörðun að notfæra sér þessa kosti eða ekki. Forsenda þess að slík ákvörðun sé upplýst er að parinu sé gerð grein fyrir markmiðum fósturgreiningar og þeirri áhættu og óvissu sem henni fylgja. Omskoðun getur vissulega verið huggulegur fjölskylduatburður, eins konar fyrsta myndataka barnsins. En mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því að eitt meginmarkmið óm- skoðunar er að leita litningagalla, enda er talið að ENGLISH SUMMARY Árnason V Is prenatal diagnosis justifiable? Ethical dilemmas in relation to diagnosing genetic defects in the un-born child Læknablaðið 2001; Fylgirit 42: 64-7 In this paper, I consider pre-natal diagnosis in light of the ethical principles of autonomy, welfare and justice. The question is whether it is justifiable to offer services in health care that aim at detecting genetic abnormalities at the fetal stage. I argue that three things mainly need to be considered. First, the effects on this practice upon the pregnant woman or the pair expecting a baby. Flere it is of crucial importance (i) that the requirements of informed corisent are met and (ii) that the process does not create unnecessary anxiety and uncertainty which can seriously disturb the pregnancy. There are reasons to believe that it is difficult to obtain free and informed consent to pre-natal diagnosis and that it often causes anguish and distresss. Therefore, secondly, scanning and testing options offered by the health care service should be limited to groups of people that are at a high risk of having seriously handicapped children. Finally, since dignosis of genetic abnormalities almost always leads to abortion, the interest of the unborn child must be taken into account. I propose the "rule of mercy" as a guide for decisions about this delicate matter. Key words: ethics, prenatai diagnosis, autonomy, welfare, justice, informed consent. Correspondence: Vilhjálmur Árnason professor in philosophy, University of lceland. E-mail: vilhjarn@hi.is finna megi allt að 70-80% þeirra með hnakkaþykkt- armælingu sem er hluti ómskoðunar (9). Jafnframt er brýnt að fólk átti sig á því að skönnun sem veitir vís- bendingar urn frávik frá eðlilegum fósturþroska sýnir ekki annað en líkur á að barnið sé haldið tilteknum sjúkdómi, en hún er ekki sjúkdómsgreining. Frekari rannsóknir, legástungu eða fylgjusýnistöku, þarf til að ganga úr skugga um litningagerð fóstursins. Fólk getur því staðið frammi fyrir afar erfiðum ákvörðunum þegar óniskoðun leiðir „frávik" í ljós. Frekari rannsóknir kunna að leiða í ljós að fóstrið sé fatlað og sú vitneskja getur sett fólk í alvarlegan vanda. Vissulega getur slík vitneskja haft ávinning í för með sér, svo sem þegar hægt er að undirbúa eða jafnvel hefja viðeigandi læknismeðferð á fóstrinu. Einnig getur fólk búið sig bæði tilfinningalega og fé- 64 Læknabladið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (01.10.2001)
https://timarit.is/issue/379546

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Kerfisbundin leit að fósturgöllum snemma í meðgöngu
https://timarit.is/gegnir/991007606839706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (01.10.2001)

Aðgerðir: