Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 70
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR
Möðruvallarkirkja í
vetrarskrúða.
Ljósm.: Póroddur
Sveinsson.
huga Guðs. Því er hægt af þessum orðum að draga þá
guðfræðilegu niðurstöðu og líf manneskjunnar sé
heilagt allt frá getnaði til grafar eins og stendur ein-
hvers staðar í fornum læknaeiði.
Siðfræði lífsins
Öll saga Jesú frá Nasaret einkennist af sigri lífsins yfir
dauðanum. Hann sjálfur lifir af líf í móðurkviði, sem
til varð við óæskilegar aðstæður út frá siðfræði þess
tíma og hann lifir af ofsóknir í barnæsku, sem voru af
stjórnmálalegum toga. Til að kóróna boðskap lífsins
sigrar hann sjálfan dauðann með því að rísa upp frá
dauðum á páskadagsmorgni. Þetta er guðfræði Nýja
testamentisins í hnotskurn. En skoðum nú aðeins
afstöðu þessa merka manns til lífsins. Við höfum eng-
in dæmi urn að Jesús hafi tekið afstöðu til lífs í
móðurkviði, en við höfum ótal dæmi um það hver af-
staða hans var gagnvart fötluðum, þroskaheftum,
geðfötluðum, holdsveikum og svo framvegis.
Um sjálfan sig sagði hann þegar hann var spurður
að því hver hann væri: „Andi Drottins er yfir mér, af
því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til
að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingj-
um lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunn-
gjöra náðarár Drottins." (Lúk. 4: 18-9.) Og siðfræði
hans náði lengra en til hans sjálfs því þegar hann sendi
postula sína í hina miklu sendiför með boðskap sinn
sagði hann við þá: „Farið og predikið: „Himnaríki er í
nánd.“ Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið lík-
þráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þið fengið, gefins
skuluð þið láta í té.“ (Matt. 10:7-8.)
Annars kristallast siðfræði Krists í orðurn hans í
Matteusarguðspjalli þegar hann talar um hina síðustu
tíma. Þar segir hann: „Því hungraður var ég, og þér
gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að
drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér
klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var
ég, og þér komuð til mín.“ (Matt. 25: 35-6.) „...Sann-
lega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum
rninna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“(v. 40.)
Þetta er afar beinskeitt siðfræði þeirra sem trúa á
Jesú Krist sem lifandi upprisinn frelsara sinn. I þess-
um orðum felst sá sannleikur að öll breytni okkar
gagnvart náunga okkar sé breytni okkar gagnvart
Kristi sjálfum. Það þýðir á einföldu daglegu máli að
ef ég rétti einhverjum hjálparhönd, er ég að hjálpa
Kristi og ef ég sýni náunga mínum fúllyndi er ég að
sýna Kristi það um leið. Ef við skoðum lífsafstöðu
Krists út frá þessum orðum má sjá að siðfræði hans er
því líka siðfræði lífsins gagnvart öllu sem lifir í þess-
um heimi.
Afstaða guðfræði lífsins og siðfræði lífsins
gagnvart snemmgreiningu á Downs
heilkennum
Undir liðnum Snemmgreining Downs heilkenna gat
ég um tvenns konar mismunandi tilgang greiningar-
innar og þar af leiðandi tvenns konar mismunandi
afstöðu út frá guðfræði og siðfræði.
Ef við tökum þann tilgang fyrst fyrir sem væri að
undirbúa fjölskyldur undir það mikla hlutverk sem
aðhlynning barns með Dows heilkenni þarf og undir-
búa þannig huga okkar mannfólksins sem virðumst
alltaf búast við hinu „eðlilega" í lífinu. Þetta yrði gert
í þeim tilgangi að útkoman yrði betri líðan fyrir móð-
ur strax eftir fæðingu barnsins, þar sem dregið yrði úr
því andlega áfalli sem kæmi eftir fæðingu. Þannig get-
ur skapast „eðlilegra" samband móður og barns alll
frá fæðingarstundinni. Einnig þyrfti að rannsaka
mjög til hlítar áhrif hins andlega áfalls móðurinnar á
þroska fóstursins og búa því þannig í haginn að hún
og fjölskylda hennar fái allan þann andlega stuðning
sem hún þarf meðan á meðgöngunni stendur.
Afstaða mín gagnvart þeim tilgangi snemntgrein-
ingarinnar að eyða fóstrinu ef litningagalli finnst er
algerlega mótuð af þeim guðfræðilegu og siðferðis-
legu rökum sem nefnd hafa verið hér að framan. En
að sjálfsögðu mótast afstaða mín líka af tilfinninga-
legum rökum sem byggja á áralangri reynslu minni af
því að starfa sem prestur, bæði í borginni og nú í
sveitinni. Eins og ég gat um í upphafi fléttast tilfinn-
ingar ævinlega inn í afstöðu okkar þegar við þurfum
að taka afstöðu út frá orðum Jesú Krists. En þessar
tilfinningar tengjast starfi mínu fyrst og fremst sem
sálusorgari, en það er einn stærsti hluti af starfi
prestsins samkvæmt ofangreindri lýsingu á hinu
kristna hlutverki. I sálgæslustarfi koma ævinlega upp
á yfirborðið andleg áföll sem fólk hefur orðið fyrir
snemma eða seint á ævinni og fóstureyðingar hafa
miklu nteiri sálræn og tilfinningaleg áhrif á alla fjöl-
skylduna, ekki aðeins móðurina, en viðurkennt er í
samfélagi okkar.
Lokaorð
Ég hef ég leitast við að skýra frá þeim grundvelli sem
liggur að baki því að taka afstöðu út frá guðfræði og
siðfræði Biblíunnar, sem er trúarbók okkar sem telj-
umst kristin hér á jörðu. Ég vona að þessi samantekt
geti hjálpað öðrum til skoða málið út frá þeirri af-
stöðu og taka síðan eigin afstöðu í ljósi hennar.
70 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42