Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 59
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Akvarðanir um þróun fósturgreiningar eiga að hvíla á lýðrœðislegum grunni. Ljósm.: Steinar Westin. ingarlegt tabú í vestrænum löndum. Hins vegar mið- ast kerfisbundin kembileit á fósturgöllum við að kona sé almennt tilbúin til að hafna hinu ófœdda barni, barni sem hún annars hafði óskað eftir, ef það reynist ekki eðlilegt samkvæmt læknisfræðilegum mælikvarða. Vegna þessa tvískinnungs er það til dæmis almennt þekkt að bæði heilbrigðisstarfsfólk og almenningur leggja rnikla áherslu á að sérstaklega hljótt fari um fósturgreiningar og fóstureyðingu í kjöl- far greindra litningagalla eða annarra frávika (35). Falsk jákvœtt prófsvar, erfið upplifun: Hægt er að túlka kerfisbundna skimun fósturgalla út frá mis- munandi sjónarhornum. Algengustu rökin eru þau að fósturgreining komi í veg fyrir þjáningu en einnig er rökstuðningurinn sá að minnka útgjöld í heilbrigð- isþjónustunni (16,26,35). Aðrir líta á fósturgreining- araðferðir nútímans sem dulbúna útgáfu af kynþátta- hreinsun (36). Með ofanritað í huga er ljóst að upp- lýsingar um aukna áhættu á erfðagalla hjá hinu ófædda barni geta leitt til flókinna og mótsagna- kenndra hugsana og tilfinninga (37). Miðað við þá ómskimunaraðferð, sem rætt er um að taka í notkun hér á landi, munu um 5% þungaðra kvenna fá upplýsingar um aukna áhættu á litninga- galla (þrístæðu 21). Engar vísindarannsóknir hafa hingað til verið birtar um afleiðingar þess fyrir konur/ par að fá slíkar upplýsingar. Það er heldur ekki hægt að útiloka að það óvissuástand sem skapast, geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir þungunina eða hið ófædda barn. í tengslum við ómskimun í viku 17-20, hafa reyndir fæðingarlæknar lýst þeirri reynslu að margar konur verði fangar í þeirri óvissu sem skapast þegar rannsóknin bendi til aukinnar áhættu á litn- ingagalla (5,6) en aðeins ein vísindagrein hefur verið birt, sem lýsir því hvernig þungaðar konur í Bretlandi (að jafnaði í 18. viku þungunar) upplifðu upplýsing- arnar um slíka áhættu (37). Flestar konurnar í rann- sókninni lýstu ástandinu sem hrollvekjandi. Þær upp- lifðu að ómskimunin hefði leitt til ómannúðlegra valkosta og mörgum þeirra fannst þær vera í sálar- kreppu sem krefðist frekari úrlausna hvað sem það kostaði. Flestar þeirra þáðu þess vegna tilboð um ástungu til nánari greiningar, jafnvel þótt inngripið hefði tölfræðilega séð í för með sér áhættu á fósturláti af sömu stærðargráðu og líkindin fyrir því að fóstrið hefði raunverulega litningagalla. Konur, sem voru áður þeirrar skoðunar að fóstureyðing væri sá kostur sem fyrir lægi ef fóstrið væri með Downs heilkenni, voru allt í einu á báðum áttum. Enda þótt niðurstöð- ur ástungugreiningar sýndu eðlilega litninga, sýndi rannsóknin að óvissuástandið varpaði oft skugga á þann tíma sem eftir var af meðgöngunni. Tveir þriðju kvennanna upplifðu viðvarandi kvíða, oft í formi óskilgreinds óöryggis um að „eitthvað“ gæti þrátt fyrir allt endað illa í þunguninni. Samsvarandi „eftir- kvíði“ var til staðar hjá 13% hollenskra kvenna sem fengu fölsk jákvæð svör við skimun með blóðprufum (38). „Frávik" í fóstri leiðir til þess að þungun fær á sig áhættustimpil. Þegar „frávikið" er sýnilegt með berum augum hefur það hugsanlega meiri sálræn áhrif en tölulegt „frávik" blóðrannsókna (39,40). Álagið sem fylgir vitneskju um auknar líkur á litn- ingagalla í kjölfar ómskoðunar snemma í meðgöngu er hugsanlega annars eðlis en það álag sem skapast þegar konan er lengra gengin með og er farin að finna „nýtt líf“ (fósturhreyfingar finnast sjaldan fyrr en í 16.-18. viku). Engu að síður er líklegt að það álag sem fylgir áhættugreiningu og hugsanlegri fóstureyð- ingu snemma í meðgöngunni litist af tvíræðum og mótsagnakenndum skilaboðum frá náttúru, menn- ingu og læknisfræði. Afleiðingarnar geta orðið efa- semdir um rétta ákvörðunartöku, skömm og sektar- kennd (17,37,41). Angist móðurinnar, baðvatn fóstursins: Á síðustu Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (01.10.2001)
https://timarit.is/issue/379546

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Kerfisbundin leit að fósturgöllum snemma í meðgöngu
https://timarit.is/gegnir/991007606839706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (01.10.2001)

Aðgerðir: