Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 34
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR fyrir fötluð börn og ungmenni virðist geta haft þær ótilætluðu afleiðingar að losa um tengsl einstaklings- ins, samfélagsins og almenna þjónustukerfisins. Sum ungmennin í rannsókn minni hafa lokast af í veröld, þar sem flest tekur mið af vanköntum þeirra og sér- þörfum, en önnur lifa misgóðu lífi með okkur hinum. Örfá þessara ungmenna virtust reika á milli almenna samfélagsins og heims fatlaðra en tilheyra þeim þó ekki. Sammerkt með foreldrum þessara ungmenna var að þau höfðu öll mátt líða þrengingar og erfiðleika sem tengdust fremur hindrunum samfélagsins en skerðingu barnsins. Sum gátu stutt sig við fagfólk svo sem lækna, sálfræðinga eða kennara. Ein móðir sagði: „ Mér hefur alltafþótt gott að vita afX lœkni. Hann hefur aldrei brugðist okkur, alltaf verið til staðar ef eitthvað var, við megum alltaf hringja í hann ... og hann hefur alltaf talað við okkursem jafningja. Hann hefur veitt okkur ómetanlega hjálp öll þessi ár. “ Aðrir voru ekki svo heppnir og brunnu inni með misskilning eða hengdu sig í setningar og ráð sem ollu enn ómældum sársauka jafnvel tveimur áratug- um síðar. Ein móðir sagði: „... hann var að útskýra fyrir mér greindina og möguleika sonar míns. Hann teiknaði bogadregna línu, benti á línuna og sagði; þarna eru flestir, þarna eru afburðamenn, og þarna er simpansinn. Ég spurði hvar sonur minn vœri og hann benti við hliðina á simpansanum. Hann líkti syni mínum við simpansa! Ég varð öskureið ogmissti alla trú á honum ..." Pessi tvö dæmi eru ekki til þess ætluð að alhæfa neitt um störf íslenskra fagmanna. Þeim er einungis ætlað að vekja lesendur til umhugsunar um það, hvað fólk heyrir á ögurstundum lífs síns. Hins vegar töldu allir foreldrarnir sem ég ræddi við sig eiga um sárt að binda vegna þeirra hafta sem skerðingin setur á líf barna þeirra og vegna viðureignar sinnar við misvitra fagmenn, lækna, kennara eða þjálfara, opinberar stofnanir, eða skilningsleysi ættingja og vina. Allir foreldrarnir sem ég ræddi við voru stoltir af fötluðu börnum sínum, af getu þeirra, þolgæði og lífs- gleði. Margir þessara foreldra voru einnig stoltir af sjálfum sér og eigin viðleitni til að lifa sem næst eðli- legu lífi þrátt fyrir fötlun í fjölskyldunni. Fötlun er hvorki mislingar né heilkenni Fötlun er hvorki mislingar né heilkenni. Fötlun snýst um það hvernig við bregðumst við einstaklingum sem hafa skerðingu og nánustu aðstandendum þeirra. Ég er sjálf hikandi andspænis spurningum um hver, hvort og við hvaða aðstæður rétt sé að taka ákvarðanir um líf eða dauða annarra manna. Frá mínum bæjardyrum séð er ekki allt líf þess virði að því sé lifað, en þetta er væntanlega hættuleg afstaða. En til eru þeir sem fæðast þannig að þeir verða að lifa við stöðugar og óbærilegar kvalir, þrátt fyrir kunn- áttu læknavísindanna, morfín og hníf. Þeir, sem þann- ig er ástatt um, eru sem betur fer fáir. Það kann að vera umdeilanlegt hvort æskilegt sé að fæðast til lffs- ins með slík vandkvæði. Aðrir liggja langdvölum meðvitundarlausir á sjúkrahúsum tengdir hátækni- vélum. Þegar þannig er komið tel ég það vera hlut- verk lækna, í samráði við aðstandendur, að ákveða hversu mikið má leggja á viðkomandi sjúkling. Ef unnt er að segja um það fyrirfram að lífi viðkomandi einstaklings verði einungis lifað við stöðugan og óbærilegan sársauka eða heiladauða, þá er ekki víst að lengja beri slíkt líf. En nánast allir aðrir geta með hjálp og viðeigandi stuðningi (stuðningi sem felst í því að gera allt það sem er nauðsynlegt hverju sinni) lifað fullverðugu lífi í samfélaginu, sjálfum sér og öðr- um til gagns og gleði. Hin faglega þekking og reynsla af fjölbreytilegu tilraunastarfi innan fötlunarfræða, hefur leitt í ljós að fólk, sem þarfnast mikillar aðstoð- ar allan sólarhringinn vegna andlegrar og líkamlegrar skerðingar, getur verið fullgildir þátttakendur í sam- félaginu, unnið, búið á eigin heimili og eignast vini líkt og aðrir menn. Skólafélagarnir sem vísað er til hér í upphafi greinarinnar gefa dæmi um þetta. Mannlegur margbreytileiki er kjarni mennskra samfélaga. Samfélag þar sem hámenntað starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar ráðleggur foreldrum að láta eyða fóstri á þeirri forsendu að það kunni að fæðast skert, hefur fordóma og vanþekkingu í fyrirrúmi. Fyrir mér er slíkt jafn vafasamt og það að eyða fóstri vegna kyns þess eða litarháttar. Fatlað fólk er ómiss- andi í litrófi samfélagsins, líkt og kórinn í níundu symfóníu Beethovens eða strengirnir í verkum Mahlers. Á hinn bóginn eru líðan og réttindi fatlaðs fólks ekki einkamál þess sjálfs. Síðari hluti 20. aldar- innar hefur fært fötluðu fólki á Vesturlöndum mikla réttarbóta. Þekkingu á málefnum þess hefur enn fremur fleygt fram. Þá þekkingu ber að nýta til að gera enn betur. Heimlldlr 1. Durkheim E. Suicide. A study in sociology. London: Rout- ledge and Kegan Paul; 1970. 2. Eirikson KT. Wayward puritans: a study in the sociology of deviance. New York: Wiley; 1966. 3. Goffman E. Stigma. Notes on the management of spoiled identity. London: Penguin Books; 1963. 4. Kirkebæk B. Normaliserings Periode. Fors0gschef N. H. Bank- Mickelsen. Dansk ándssvagsforsorg 1940-1970 set ud fra et bestyrelses perspektiv. Kpbenhavn: SOCPOL Forlaget. In press 2001. 5. Bakk A, Grunewald K. Nya omsorgsboken. En bok om mánniskor med begávningshandikapp. Uppsala: Esselte Studium ABC; 1986. 6. Bjarnason DS. Iceland. From institutions to normalisation? In: Tössebro JA, Gustavsson JA, Dyrendahl G, eds. Intellectual disabilities in the Nordic states; policies and everyday life. Kristjansand: Hojskole Forlaget; 1996. 7. Wolfensberger W. Social Role Valorisation: A proposed new term for the principle of normalisation. Ment Retard 1983; 21: 234-9. 8. Bersani H, ed. Responding to the challenge. Current trends and international issues in developmental disabilities. Essays in honour of Gunnar Dybwad. Cambridge MA: Brookline Books; 1999. 34 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.