Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 36
FÓSTURGREININGAR SIÐFRÆÐI Greining á fósturgöllum snemma á meðgöngu Hildur Harðardóttir Höfundur er sérfræöingur í fæöingarhjálp og kvensjúk- dómum. Fyrirspurnir, bréfa- skipti: Hildur Haröardóttir fósturgreiningardeild kvennadeildar Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1000/560 1158; netfang: hhard@landspitali.is Lykilorö: fósturgreining, litningagallar. Ágrip A íslandi hefur verið skimað fyrir litningagöllum fósturs frá árinu 1978 með því að bjóða öllum konum 35 ára og eldri að fara í legvatnsástungu til athugunar á litningagerð fósturs. Langflestar konur á þessum aldri hafa nýtt sér þennan kost og ef litningagalli fóst- urs hefur fundist hafa flestir verðandi foreldrar ákveðið að binda endi á meðgönguna. Á íslandi hefur ekki verið notuð skimun með lífefnavísum eins og tíðkast víða erlendis. Líkur á litningagöllum hafa því einungis verið metnar út frá aldri móður og grein- ing síðan fengin með legvatnsástungu. í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og víðar hefur þróast skim- un fyrir litningagöllum með mælingu á lífefnavísum í blóði móður, sem ýmist er framkvæmd seint á fyrsta eða snemma á öðrum þriðjungi meðgöngu. Slík skimun er boðin öllum verðandi foreldrum sem þess óska. Endanleg greining fæst eins og áður með leg- vatnsástungu eða með fylgjuvefssýni, en tegund sýnis fer eftir meðgöngulengd. Líkindamat með tilliti til Iitningagalla fósturs má einnig fá út frá ómmælingu á hnakkaþykkt (nuchal translucency) fósturs. Samþætt líkindamat eftir mælingu lífefnavísa og hnakkaþykkt- ar við 11-13 vikna meðgöngu getur leitt til greiningar á meirihluta af fóstrum með litningagalla. í samræmi við tilmæli Ráðherranefndar Evrópuráðsins frá 1990 og ályktun hennar frá 1992, og samþykkt sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO; proposed international guidelines on ethical issues in medical genetics and genetic services, Geneva Dec. 15-16,1997) ber heilbrigðisstarfsmönnum að upplýsa verðandi foreldra um möguleika á skimun fyrir fóst- urgöllum svo þau geti tekið upplýsta ákvörðun um hvaða prófanir þau telja við hæfi. Inngangur Skimun fyrir fósturgöllum hefur verið framkvæmd með ýmsum hætti síðastliðin 30 ár. í Brellandi var notkun a-fetópróteinmælingar (AFP) til skimunar fyrir heilaleysi og klofnum hrygg fósturs fyrst lýst árið 1972 (1). Síðar tók ómtæknin yfirhöndina við grein- ingu miðtaugakerfisgalla en mæling á AFP og öðrum lífefnavísum þróaðist yfir í skimunaraðferð fyrir litn- ingagöllum fósturs og þá sérstaklega þrístæðu 21. Mæling lífefnavísa hefur einnig á undanförnum árum flust fram á mót fyrsta og annars þriðjungs með- göngu, sem er ótvíræður kostur, þar sem greining fæst fyrr. Þáttur ómskoðunar við greiningu á fóstur- göllum er mikilvægur, en fram að þessu hafa óm- ENGLISH SUMMARY Harðardóttir H Screening for fetal aneuploidy in early pregnancy Læknablaðið 2001; 87/Fylgirit 42: 36-8 In lceland, screening for fetal aneuploidy has been offered to all pregnant woman 35 years and older for the past 23 years. The majority of these expecting mothers have undergone testing with the option of subsequent pregnancy termination if fetal aneuploidy is detected. The method has been exclusively by amniocentesis. No biochemical screening has been available. Screening for fetal aneuploidy has been considered standard care in prenatal medicine in Great Britain, Canada, USA and elsewhere for around 30 years. What started out as screening for women at increased risk, most often due to maternal age, has developed into complex screening programs which can be offered to women of all ages. Most often several biochemical markers are used, either in the late first or early second trimester. Those women who are at increased risk are then offered an amniocentesis or chorionic villous sampling forfinal diagnosis. In the last five to seven years fetal nuchal translucency measure- ments with ultrasound have become available to screen for fetal aneuploidy. By combining biochemical and nuchal translucency measurements at 11 -13 weeks, the majority of fetuses at risk of fetal aneuploidy can be detected with improved efficacy and at a lower rate of invasive ancillary procedures. The author's opinion is that all expecting parents should be counselled regarding fetal aneuploidy screening and offered the informed choice of prenatal testing. This is in accordance with international guidelines from WHO and recommendations from the Committee of Ministers of the Council of Europe. Key words: prenatal diagnosis, fetal anuploidy. Correspondence: Hildur Harðardóttir obstetrician gyne- cologist and perinatologist. E-mail: hhard@landspitali.is skoðanir til greiningar á fósturgöllum aðallega verið framkvæmdar við 18-20 vikna meðgöngu. Með bættri tækni má nú skoða fósturútlit fyrr á meðgöngu og um leið meta líkur á litningagöllum fósturs, sem ekki er unnt að gera við ómskoðun síðar á meðgöngu. Maí- hefti Læknablaðsins 2001 var tileinkað fósturgrein- ingu og til að forðast endurtekningar verður hér aðeins stiklað á stóru. 36 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.