Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 72
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR þarf að opna hugann, virkja stóriðjuna í kollinum, efla smáiðnað andans. Þannig sé ég menninguna sem forvarnir. Sá sem lifir andlegu lífi þarf ekki að koma ringulreið á skilningarvitin með aðstoð utanaðkom- andi efna. Maðurinn skynjar líf sitt sem sögu. Þegar heimur- inn verður óskiljanlegur rofnar þessi skynjun. Því hefur verið haldið fram að söguleysið sé lífsskilyrði nútímamannsins, skortur hans á yfirsýn. Menningin, til dæmis sagnalist, er leit að innihaldi, barátta gegn hinu sögulega tómi. Miðlum anda bókmennta og sagnalistar. Njótum tónanna og tengjum okkur við andrúmsloftið þar sem orðin flæða einsog regnið í Bítlalaginu. Málið snýst um vaxtarskilyrði hugans. Séu þessi mál sett undir stækkunargler hagspekinnar, sam- kvæmt þeirri formúlu nútímans að allt þurfi að bera sig, felur sú stefna sem hér er imprað á í sér mikinn sparnað í útgjöldum. Hugurinn þarf ekki síður á íþróttum að halda en búkurinn. Hið andlega innihald verður æ mikilvægara. Frjór hugur myndar ónæmis- kerfi og hrindir frá sér bakteríum. Öflug menningar- starfsemi er því þjóðhagslega hagkvæm og sparar til lengri tíma mikil útgjöld í heilbrigðiskerfinu. II Arthur Rimbaud, orðin og stjórnmálin Við þekkjum hinar skálcilegu setningar Arthurs Rimbaud: „Ég er ekki ég, ég er annar.“ og „Ég hugsa ekki, ég er hugsaður. “ Getur verið að orðin, verkfœrin sem við notum til að tjá okkur, ráði í raun hvað við segjum? Erum við hugsuð fremur en að við hugsum? Áður fyrr byggðist vald manna ekki síst á því hve leiknir þeir voru með orðin. Hinn menntaði maður hafði orðin á valdi sínu. Stjórnmálamenn voru rœðu- skörungar, ferskeytlan hvöss sem byssustingur og þar fram eftir götum. Allt snerist um orð. Hann er ekki ýkja merkilegttr náttngi en hann getur þó svarað fyrir sig. Hver kannast ekki við slíkar mœlistikur? Nú á dögum segjum við ekki um stjórnmálamanninn: „Hann er flugmœlskur. “ Pess í stað segjum við: „Hann kemur vel fyrir í sjónvarpi. “ Hvernig hefði Egill Skallagrímsson komið fyrir ísjónvarpi? Hvernig vœri hœgt að markaðssetja liann? Vœru Ijóð hans vinsœl? Hér á árum áður lásu stjórnmálamenn íslend- ingasögurnar og sóttu rœðunámskeið og héldu síðan glaðbeittir út í kosningabaráttuna. Nú fara þeir aftur á rnóli í litgreiningu og mœta fyrir framan upptökuvél- arnar í skrœpóttum skyrtum og jökkttm, einsog glys- gjarnir fornmenn. Geta þeir ekki sagt einsog Arthttr Rimbaud: „ Ég er ekki ég, ég er annar. “ og „ Ég hugsa ekki, ég er hugsaður. “ Ég: Óli hefurðu tekið eftirþvílivað dúfurnar ertt með litla hausa? Heldurðu að þœr sétt ekki með neinn heila? Óli: Nei þœr eru með vœngi. Til hvers œttu þœr að vera með heila? Ég: Meinarðu að það sé betra að vera með vœngi en heila? Óli: Ég held að það vœri best að vera með vœngi á heilanum. Ofangreint samtal er úr skáldsögu minni Vængjaslátt- ur í þakrennum. Ég get sagt að þau viðhorf sem birtast í samræðum drengjanna hér að ofan hafa smám saman orðið mín lífsviðhorf. Viðfangsefnið í skáldskapnum er veruleikinn, en hugblær hans er flugið. Þannig er skáldskapurinn eins konar sendiherra vonarinnar, andspyrnuhreyfing hins mannlega. Menn veslast upp vegna skorts á ljóðlist. Þeir sem hafa tekið sér það hlutverk að kveikja ljóðið í manninum, að virkja ljóðið í manninum eru því eins konar forvarnardeild hjá almættinu og hafa tekið að sér mun stærra hlutverk en oft er látið í veðri vaka. „Seg mér, Sönggyðja, frá hinum víðförla manni, er hraktist mjög víða, eftir að hafa lagt í eyði hina helgu Trójuborg, þeim er sá borgir og þekkti skaplyndi margra manna.“ Það hlutverk frásagnarlistarinnar að varðveita andann og miðla „skaplyndi margra manna“ er hollt að hafa í huga nú á tímum tæknihyggju og fjölmiðla, þegar andinn klæðist skikkju staðreynda og sjálf sönggyðjan birtist sem hlutlaus fréttaskýrandi. A skjánum færir hún okkur ekki lengur fréttir af þeim „víðförla manni er hraktist mjög víða“ heldur er sýn hennar, hin ríkjandi heimsmynd, njörvuð við sam- skipti valdhafanna. í hinum fréttasjúka heimi nútímans eru frásagn- irnar ekki fólgnar í könnun á „skaplyndi margra manna“ heldur í upplýsingum um hagvöxt, bankamál og millinkjasambönd. Þannig birtist hinn opinberi hugsunarháttur, sem einkennist af tæknihyggju, ekki aðeins sem skammsýnn og brotakenndur heldur og án andlegra markmiða. Hann byggist á dýrkun á staðreyndinni, á því tæknilega viðhorfi að heimurinn sé „eins og hann er“. En heimurinn er ekki einsog hann er. Hann er ofinn úr öðrum þráðum en upplýsingar einar segja til um. Hann samanstendur einnig af því sem ekki sést og mælist, er vigtað eða talið, af anda og menningu, því sem frásagnarlistin miðlar. í frásagnarlistinni mætast þræðir sögunnar og and- inn lifir. í þeirri flóknu og verkskiptu veröld sem við búum í er skáldskapurinn ef til vill síðasti stallurinn þar sem hægt er að standa og segja eins og gömlu Grikkirnir: Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi. Ég segi ekki að menningin og skáldskapurinn afstýri bílslysum á götuhornum en þau gera okkur betur í stakk búin að takast á við hina almennu slysahættu mannkyns. 72 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.