Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 41
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR í rannsókn Chittys og félaga (7) kom svipað sjón- armið fram hjá foreldrunum sem töldu að ákvörðun- in að halda meðgöngunni áfram hefði komið í veg fyrir sektarkennd og vafa hjá þeim. Móðir lýsti því þannig: „ Við sáum hann. Efég hefðifarið ífóstureyð- ingu hefðum við ekki átt neinar minningar og ég hefði haft þessa fóstureyðingu á samviskunni alla ævi. “ Einn möguleikinn sem lítið hefur verið fjallað um hér á landi er að foreldrar gefi barn með Downs heil- kenni til ættleiðingar. Ein hjón í rannsókn Helms og félaga (10) voru nær ákveðin í að velja fóstureyðingu þegar erfðaráðgjafi sagði þeim að til væru fjölskyldur sem biðu eftir að ættleiða barn með Downs heilkenni. Eftir að þau höfðu rætt það hvers vegna þau teldu sig ekki ráða við aðstæður sem aðrir gætu sett sig í, ákváðu þau að eignast barnið og ala það upp sjálf. Viðbrögð - ákvörðun - stuðningur Rannsókn Helms og félaga (10) byggðist á viðtölum við 10 mæður sem ákváðu að ganga með börnin sem greindust með Downs heilkenni. Þrátt fyrir að reynsl- an væri misjöfn og sumt fagfólk væri jákvætt og hug- hreystandi sögðu allar mæðurnar frá fundum með fagfólki sem þeim fannst ekki styðja þær þegar þær völdu að halda meðgöngunni áfram. Sú neikvæða reynsla sem oftast var nefnd var að tala við lækni sem taldi víst að móðirin myndi fara í fóstureyðingu. Sem dæmi: „ Eg veit að þú sagðir að þú vildir ekki fara í fóstureyðingu. Margir foreldrar segja það, en þegar þeir mœta raunveruleikanum skipta þeir um skoðun. “ Rannsóknarniðurstöður varpa Ijósi á að heilbrigð- isstarfsfólk beitir stundum þrýstingi og virðir ekki alltaf samráðsleiðina sem skyldi (1,7,8,10). í íslensku rannsókninni upplifðu tvennir foreldrar þrýsting frá heilbrigðisstarfsfólki að fara í legvatnspróf og síðar í fóstureyðingu. „ Pað var eins og hann œtlaði að fara að borga kostnaðinn sjálfur að eiga þetta barn. Petta kostar peninga ... Vitið þið hvað þið eruð að gera? hvernig dettur ykkur í hug að taka þessa ákvörðun?" Hins vegar fengu tvíburaforeldrar í sömu rannsókn þar sem annað bamið var heilbrigt önnur viðbrögð en hinir foreldrarnir þegar þeir ákváðu að meðgöngunni yrði haldið áfram. „Ákvarðanatakan var lögð í okkar hendur... efþetta hefði verið eitt barn er ómögulegt að segja hvaða ákvarðanir við hefðum tekið. “(1). Sex mæðranna í rannsókn Helms og félaga (10) fannst það upplýsandi og mikill stuðningur að hitta eða tala við foreldra sem áttu börn með Downs heilkenni. Hinar vildu ekki tala við aðra foreldra fyrr en þær hefðu endanlega ákveðið að ganga með börnin þá fannst þeim gott að tala við foreldra með þessa reynslu. Foreldrar hafa líka nefnt gagnleg og styðjandi við- brögð að greiningu lokinni eins og kom fram í viðtali við íslenska móður sem ákvað að halda meðgöng- unni áfram í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Pað var alveg með ólíkindum hvað hann var natinn við okkur hjónin. Og hann talaði út frá sínu eigin brjósti líka. Pú veist. Hann var ekki bara svona í lœkna- sloppnum heldur fannst okkur að hann skildi okkur sem manneskja, og svona gleymir maður aldrei. “(11). Hlutverk heilbrigðisstarfsfólks er ómetanlegt á slíkum stundum sem önnur móðir lýsir svo: „ Ljósmóð- irin var mér ómetanleg. Hún reyndist mér vel, það hefði enginngetaðgertmeira, nema bara égsjálf.“( 1). Efnisskil Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga (nr. 74/1997) eiga foreldrar rétt á upplýsingum um mögulega val- kosti sem ber að veita á faglegan og hlutlausan hátt þannig að þeir geti veitt upplýst samþykki. Þegar þeir hafa tekið ákvörðun ber að virða hana sem þá einu réttu. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk hafi innsýn í viðbrögð og þarfir foreldra í þessum aðstæðum og hve einstaklingsbundin reynslan er. En vert er að hafa í huga að aðstaða heilbrigðisstarfsfólks er oft mjög erfið og við mikið álag getur það haft þörf fyrir handleiðslu. Foreldrar sem búa yfir þessari reynslu hafa bent á atriði í þjónustunni sem þyrfti að bæta, þar á meðal samskiptaþætli, að sýna virðingu, skilning og hrein- skilni, beita virkri hlustun, nauðsyn þess að koma á áfallahjálp og stuðningshópi fyrir foreldra þegar barn þeirra greinist með fósturgalla og mikilvægi sam- felldrar þjónustu og eftirfylgni (1,7,8,10). Mig langar að gera orð íslenskrar móður að loka- orðum en foreldrarnir áttu stuttan tíma með barni sínu. Tilvitnunin lýsir mikilvægi þess að foreldrar upplifi stuðning við ákvörðun sína. „Auðvitað vildum við eign- ast með þessu barni þann tíma sem það hefði. Eg held að þetta sé það sem stendur upp úr eftir alla martröðina, að getafengið að hafa þetta eins og þú vildir. “(1). Heimildir 1. Haraldsdóttir S, Guðmundsdóttir GH, Steindórsdóttir IÞ. Reynsla foreldra af greiningu barns með alvarlegan fósturgalla og ákvarðanataka í kjölfar þess [B.Sc. rannsókn]. Reykjavík: Námsbraut í hjúkrunarfræði, Háskóla íslands; 2000. 2. Himes P. Early pregnancy prenatal diagnostic testing: risks asso- ciated with chorion villus sampling and early amniocentesis and screening options. J Perinat Neonatal Nurs 1999; 13(2): 1-13. 3. Press N, Browner CH. Risk, autonomy and responsibility: Informed consent for prenatal testing. Special Supplement, Hastings Center Report 1995; 25(3): 9-12. 4. Proud J. Understanding obstetric ultrasound: a guide for midwives and other health professionals. England: Books for Midwifes Press; 1994: 1-25. 5. Santalahti P, Aro AR, Hemminki E, Helenius H, Ryynanen M. On what grounds do women participate in prenatal screen- ing? Prenat Diagn 1998; 18:153-65. 6. Sandelowski M, Jones LC. Couples' evaluations of foreknow- ledge of fetal impairment. Clin Nurs Res 1996; 5(1): 81-96. 7. Chitty LS, Barnes CA, Berry C. Continuing with pregnancy after a diagnosis of lethal abnormality: experience of five couples and recommendations for management. BMJ 1996; 313: 478-80. 8. Edwins J. From a different planet: women who choose to con- tinue their pregnancy after a diagnosis of Down's syndrome. Pract Midwife 2000; 3(4): 21-4. 9. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. Reykjavík: Háskólaútgáf- an; 1993. 10. Helm DT, Miranda S, Chedd NA. Prenatal diagnosis of Down syndrome: mothers' reflections on supports needed from diag- nosis to birth. Ment Retard 1998; 36(1): 55-61. 11. Haraldsdóttir S. Barnið sem ég gekk með var með fósturgalla. Reynsla móður [óbirt ritgerð byggð á djúpviðtali]. Reykjavfk: Námsbraut í hjúkrunarfræði Háskóla íslands; 1999. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.