Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 21
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR hvað hann er lítið þroskaheftur.“ Til þess að eyða öllum misskilningi vil ég taka fram að það er bara alls ekki rétt. Miðað við jafnaldra sína með Downs heil- kenni er Atli töluvert á eftir, sérstaklega í málþroska. Samkvæmt skólamati Greiningar- og ráðgjafarstöðv- ar ríkisins var hann talinn vera með meðalgreindar- vísitölu (IQ) 45-50. Til þess að við getum byrjað á hreinu borði eru nokkur atriði sem ég tel að rétt að komi fram: • Fatlaðir eru fólk: Réttur fatlaðra er skýr og í engu minni en annarra. Fötluðum er tryggður jafn rétt- ur samanber sáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskrána og lög um málefni fatlaðra. • Fœst börn fœðast fullkomin: Fæstir eru reyndar fullkomnir. • Flestir eru með einhverja fordóma: Oft erum við með fordóma án þess að gera okkur grein fyrir því, oft vegna þekkingarleysis. Hvað ef ég segði: „Ég er ekki með kynþáttafordóma, ég hef ekkert á móti lituðu fólki, bara ekki hleypa þeim inn í landið,“ er ég þá með fordóma? Hvað ef Downs heilkennum fylgdu aukin líkindi á hjartagöllum, Iokun í meltingarvegi og svo framvegis en auk þess greind- araukning, segjum meðalgreindarvísitala (IQ) 120? Værum við þá stödd hér í dag? Hversu mörg- um tilvonandi foreldrum er boðið upp á fóstureyð- ingu eingöngu vegna þess að fóstur er greint með hjartagalla eða lokun í meltingarvegi? • Tilvist fósturgreiningar er móðgun við fatlað fólk: Samfélagið er að leggja blessun sína yfir að lífi þeirra sé eytt á fósturstigi. Tökum sem dæmi fóstur- greiningu og fóstureyðingu á kvenfóstrum í Ind- landi og Kína. Ég á mjög erfitt með að sjá að það sé ekki móðgun við jafnréttishreyfinguna og kven- þjóðina í heild. Þar er leitað til læknavísindanna til að reyna að leysa samfélagslegt vandamál og eltast við kröfur foreldra um betri börn (stráka í þessu tilviki) og losa foreldra við annars flokks börn sem eru stúlkubörn. Þar er reynt að nota læknavísindin til að fóstra þráhyggju foreldra um barn sem á að standast væntingar þeirra. Fósturgreining Hver er tilgangur fósturgreiningar? Hann er marg- þættur. Greining frávika til • lækninga eða meðferðar, • til undirbúnings fyrir foreldra eða fagfólks eða • til að hægt sé að grípa til fóstureyðingar. Ég geri skýran greinamun á þessum þáttum. Ég held að flestir geti verið sammála um ágæti fóstur- greiningar til lækninga eða undirbúnings, en um fósturgreiningu gilda allt aðrir hlutir þar sem leitað er að fóstrum með ákveðin einkenni með það eitt fyrir augum að bjóða upp á fóstureyðingu. Sem tölvunarfræðingur vinn ég við það daginn út og daginn inn að leysa vandamál. I gegnum tíðina hef ég Iært að spyrja mig spurninga eins og: • Hverl er vandamálið? Er þetta raunverulegt vandamál eða einhver misskilningur? • Hvers er vandamálið? Hver á að leysa þetta vandamál? Er þetta okkar vandamál? • Hvernig er hægt að leysa það? • Hver ber kostnað við lausn þess? • Er kostnaðurinn réttlætanlegur? Hvert er hið raunverulega vandamál sem verið er að leysa? Ég hef lengi leitað eftir svari við þessari spurningu en ekki fengið neitt. Hvaða vandamál skapast við það að eignast fatlað barn? Nefna má nokkur möguleg atriði: Mikill kostnaður: Erum við að tala um beinharða peninga? Vel getur verið að það sé ekki opinber ástæða, það getur verið viðkvæmt að ræða slíkt. En ef raunveruleg ástæða er kostnaður ríkisins verðum við að gera vel ígrundaða kostnaðargreiningu. Það þýðir ekki að kasta fram einhverjum staðhæfingum um að fatlaður einstaklingur kosti þjóðfélagið ómælda fjár- muni og/eða valdi ómældum þjáningum. Ef við ætl- um að beita þessum staðhæfingum verðum við að mæla þessar stærðir. Pjáning einstaklingsins: Hvers konar þjáning? Líkamleg, andleg, samfélagsleg? Væri einstaklingur betur settur ófæddur? Hvað með einstaklinga með Downs heilkenni, þjást þeir? Er sjálfsmorðstíðni hærri hjá einstaklingum með Downs heilkenni en öðrum? Eru þeir þunglyndari er aðrir? Þrátt fyrir töluverða leit hef ég ekki fundið neinar rannsóknir sem styðja slíkt, enda á ég mjög erfitt með að trúa að slíkt sé rétt. Þeir einstaklingar sem ég hef kynnst hafa venju fremur verið mjög glaðir og ánægðir með lífið (É2). Pjáning aðstandenda: Er þjáning raunveruleg? Hvað með foreldra barna með Downs heilkenni? Eru þau óhamingjusamari en aðrir foreldrar? Það Feðgarnir Atli Már og Indriði í dýragarðinum Slakka. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (01.10.2001)
https://timarit.is/issue/379546

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Kerfisbundin leit að fósturgöllum snemma í meðgöngu
https://timarit.is/gegnir/991007606839706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (01.10.2001)

Aðgerðir: