Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 24
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Er fólk með Downs heilkenni heilbrigðisvandamál eða hluti af menningarlegum margbreytileika? Friðrik Sigurðsson Höfundur er framkvæmda- stjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Friðrik Sigurðs- son, Landssamtökunum Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22,108 Reykjavík. Sími: 588 9390; netfang: framkvaemda stjori@throskahjalp.is Ly kil o rð: fóstu rgreining, skimun, Downs heilkenni, fötlun, siðfrœði. Inngangur Síðastliðna þrjá áratugi hef ég starfað meira eða minna við að þjóna fólki með fötlun á einn eða annan hátt og sem stendur er ég framkvæmdastjóri hjá Landssamtökunum Proskahjálp. Þær skoðanir sem ég set hér fram eru þó einvörðungu mínar eigin. Það er að mínu mati löngu orðið tímabært að taka siðferði skimunar á Downs heilkennum til umfjöllun- ar. Ég álít að nú þurfum við fyrst og fremst að átta okkur á því hvaða spurninga þarf að spyrja í þessu samhengi, fremur en að þykjast vera gáfuð og hafa nú þegar öll svör á reiðum höndum. Hvers vegna kaupir fólk frímerki með prentgalla fyrir svimandi uþphœðir, en telur sérstœðar manneskjur verðlausar? Þegar við flöggum skoðunum frjálslyndis og víð- sýni tölum við gjarnan um hvaða ávinninga er að sækja í margbreytileika mannlífsins. Fyrir nokkru sá ég í sjónvarpsþættinum 60 mínútur að í sumum amerískum háskólum er viðhaft punktakerfi við inn- töku nýnema í skólana. Tekið var fram að í þessu kerfi fái fólk af öðrum kynþáttum en þeim hvíta fleiri punkta vegna kynþáttar síns en þeir hvítu. Stjórnend- ur háskólanna réttlættu þetta með þeim rökum, að þetta væri til að tryggja fjölbreytileikann í nemenda- hópnum sem kæmi öllum stúdentum til góða, ekki síst þeim hvítu, sem þannig fengju dýrmætt tækifæri til að kynnast skoðunum og menningu fólks af öðrum kynþáttum en þeirra eigin. Það gerði þá bæði að betri námsmönnum og þroskaðri einstaklingum en ella. Innan okkar heimsálfu eru víðtækar áætlanir um samvinnu milli landa, sem hafa sömu markmið og nefnd eru hér að ofan, það er að miðla upplýsingum um margbreytileika þjóðanna til hverrar annarrar í því skyni að auka víðsýni og skilning á milli ólíkra menningarheima og einstaklinga. Umgengni við fólk með fötlun eykur á sama hátt víðsýni og skilning milli ólíkra einstaklinga og menn- ingarheima, það get ég staðfest. Sérstaklega á þetta að sjálfsögðu við um nánustu ætlingja fatlaðra og þar er ekki farið í manngreiningarálit. Ég hef meðal ann- ars heyrt fyrrverandi forsætisráðherra Norðmanna Káre Willoch lýsa því yfir, að það að verða afi stráks með Downs heilkenni hefði haft víðtæk áhrif á sam- félagssýn hans. Vissulega getur reynsla af þessum toga verið sársaukafull en úrvinnslan og það hvernig ENGLISH SUMMARY Sigurðsson F Should people with Down's syndrome be considered a medical problem or as part of a culturally diverse society? Læknablaðið 2001; 87/Fylgirit 42: 24-6 This opinion paper discusses prenatal testing for Downs syndrome (DS) based on my 30 years of professional experience with disabled people. Many prestigious educational institutions in Western countries emphasise the importance of cultural diversity and human variation among their students, as personal acquaintance among individuals belonging to different ethnic as well as minority groups appear to result in more mature and successful students. In contrast, reviewing the history of disabled people, we encounter a number of systematic attempts to "solve the problem of" or "hide" their existence. We now face the issue of whether to offer all pregnant women prenatal screening for DS by early ultrasound in order to offer expectant parents the option of terminating affected pregnancies. Is such a development based on scientific knowledge about the life of individuals with DS and their families, or on medical tradition along with prejudice? It is a fact that the life of individuals with DS has changed a lot during the approximately 30 years that have passed since the tradition of prenatal testing for DS became established. Life expectancy of individuals with DS has increased to a mean of 57 years (in Sweden), and ■development of educational methods now enable 50% of DS individuals to become literate. Many people with DS express satisfaction with their lives if allowed to measure quality of life by their own premises. Is it possible that health personnel focuses too much on health problems not seeing people with DS own satisfaction with quality of life? The National Federation for People with Learning Disability has been in close co-operation with the Scandinavian and other international handicap- organisations who all express scepticism in relation to the current development in relation to prenatal testing for DS. Key words: prenatal testing, screening, Down's syndrome, disability, ethics. Correspondence: Friðrik Sigurðsson manager, The National Federation for Aid of the Handicapped in lceland. E-mail: framkvaemdastjori@throskahjalp.is úr rætist er ekki síst undir því komið hvernig sam- félagið bregst við þessum einstaklingum. Ef litið er yfir sögu fólks með þroskahamlanir í aldanna rás, má glöggt sjá að hún er vörðuð mis- 24 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.