Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 11
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Lokaorð í máli mínu hef ég nýtt mér þrjú sjónarhorn til að benda á þætti sem takmarkað gætu hina raunveru- legu valkosti verðandi foreldra og fagfólks í oft erf- iðri stöðu. Ég hef ekki dregið hina eiginlegu marka- línu, hún verður ávallt háð aðstæðum. Fremur hef ég reynt að undirstrika þá faglegu ábyrgð sem felst í því að greina hvað eru boðlegir valkostir. Ákvarðanir þar sem til greina kemur að binda endi á langt gengna meðgöngu verða og eiga að vera erfiðar fyrir bæði foreldra og fagfólk. í slíkum tilvikum leysir það ekki hinn siðferðislega vanda læknisins að segja að valið sé frjálst og að ákvörðunin sé alfarið í höndum hinna verðandi foreldra. Vitanlega er mikilvægt í vafatilfell- um að ræða ítarlega við foreldra þá möguleika sem upp kunna að koma og stefna að því að taka ákvörð- un sem væntanlegir foreldrar geta verið sáttir við. Einnig er ávallt mikilvægt að styðja foreldra og virða val þeirra. Ég vil á hinn bóginn undirstrika að það verður ávallt í höndum fagfólks að setja fram þá valkosti sem til greina koma og að ráðleggja þeim sem hlut eiga að máli. Ákvörðunin hvílir því ekki og á ekki að hvfla einvörðungu á foreldrum. Hún verður ávallt bæði persónuleg og fagleg. Hafa ber í huga að á komandi árum munu opnast fleiri mögulegir valkostir fyrir verðandi foreldra til að hafa áhrif á eiginleika og heilsu barna sinna. Pó slíkir möguleikar séu á margan hátt heillandi og án efa í mörgum tilfellum til góðs þá getur það líka verið mikilvægt að vera frjáls undan þeim. Við viljum öll að börn okkar verði heilbrigð, en við getum ekki krafist þess að þau verði fullkomin. Ef við gefum þeirri hugsun lausan tauminn þá gæti hún leitt til enda- lausrar samkeppni um að framleiða hinn besta mann, og þá besta í hvaða skilningi? Hér hljóta að vakna spurningar um sannleiksgildi þess mælikvarða sem við setjum á hinn besta mann. Hugmyndir um heim hinna bestu manna eru í algjörri andstöðu við hug- myndir um frumleika, umburðarlyndi, víðsýni, ótta- leysi við hið óþekkta og fjölbreytilegt mannlíf. Það er engan veginn sjálfgefið að í veröld byggðri „ofur- mennum" ríki gott mannlíf. Þvert á móti er ýmislegt sem bendir til að í slíkum heimi ríkti mikil og hörð samkeppni þar sem gildi á borð við vináttu og kær- leika gætu átt erfitt uppdráttar. Markmið okkar hvort sem við erum foreldrar eða fagfólk ætti ekki að vera skapa hinn fullkomna mann heldur fremur að gera mannlífið betra. Ábyrgð Ijósmæðra og lækna við ákvarð- anatöku um hnakkarþykktarmælingar og rannsóknir á meðgöngu Kona hringdi á Miðstöð mæðraverndar til að panta tíma í meðgönguvernd og ráðfæra sig við ljósmóður. Hún var komin rúmar 10 vikur á leið og sagðist vera búin að fá tíma í sónar eftir viku í hnakkaþykktarmælingu. Hún hafði farið á stofu lii kvensjúkdómalæknis og sagði: „Hann vill að ég fari. “ Hér komum við að einu mikilvægasta atrið- inu sem blasir við okkur þegar upplýsa þarf verðandi foreldra um þær rannsóknir/skimanir sem í boði eru á meðgöngu. Hvernig fara ljós- móðir/læknir að því að koma þessum upplýsing- um til foreldra þannig að það sé tryggt að þau, ekki við, taki upplýsta ákvörðun? Ákvörðun sem byggir á þeirra lífssýn og við virðum sem þá einu réttu. Okkur er lagður mikill vandi á herð- ar því öll höfum við okkar sýn á hvað sé eftir- sóknarvert í lífinu og er það hugsanlegt að það hafi áhrif á hvernig við stöndum að upplýsinga- gjöf? Hér á landi er okkur jafnvel enn meiri vandi á höndum en kollegum okkar víða annars stað- ar. Staðreyndin er að hér er enginn starfandi erfðaráðgjafi, sem hægt er að leita til. Mjög brýnt er að bætt verði úr því hið fyrsta og stöðu erfðaráðgjafa komið á fót. Hver á annars að lið- sinna fólki til dæmis þegar niöurstaða úr „óhag- stæðu“ líkindamati í snemmskimun liggur fyrir? Einnig er ekki hægt að horfa fram hjá því að í grunnnámi ljósmæðra og lækna vantar nám- skeið um ráðgjöf. Verði hnakkarþykktarmæling og lífefnavísar tekin upp sem valkostur fyrir alla verðandi foreldra verður að mennta ljósmæður og lækna í ráðgjöf þannig að það heyri sögunni til að verðandi móðir segi að ljósmóðirin eða læknirinn vilji að hún fari í snemmskimun eða einhverjar aðrar rannsóknir á meðgöngu. Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir á Miðstöð mæðraverndar LL Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.