Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Síða 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Síða 49
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR fyrir að taka þátt í þessum rannsóknum. Vilhjálmur Árnason segir að til þess að geta gefið óþvingað og upplýst samþykki þurfi að uppfylla nokkur skilyrði sem lúta að skilningi og sjálfræði þess sem samþykkið veitir. Þessi skilyrði tekur hann saman í nokkur atriði sem eru (20): 1. „Að skjólstæðingi séu veittar nægilegar upplýsing- ar til að hann geti gert upp hug sinn. 2. Að gengið sé úr skugga um að skjólstæðingur hafi skilið upplýsingarnar og geti tekið upplýsta ákvörðun. 3. Að samþykki skjólstæðings sé óþvingað og sjálf- viljugt. 4. Að skjólstæðingur sé sjálfur hæfur til að gefa samþykki.“ Af hverju upplýst val eða samþykki við ómskoðun þar sem ekki er um neina sýnatöku að ræða, og hún hefur ekki í för með sér áhættu eins og auknar líkur á fósturláti? Jú, vegna þess að skoðunin getur haft það í för með sér að sumar konur verða að ákveða hvort þær ætla að hætta eða halda áfram þungun sem óskað var eftir (18). Slík ákvarðanataka er ekki bara sið- ferðislega mjög flókin, hún felur í sér samfélagslegar afleiðingar, sem snerta viðhorf og gildi. Þekking og áhrif fagstétta Fagstéttir, eins og ljósmæður og læknar, njóta mikils trausts og trúnaðar almennings sem byggist meðal annars á því að fagstéttirnar hafa þekkingu sem al- menningur hefur ekki. Flestir skjólstæðingar fag- stétta eru ekki í stakk búnir til að meta gæði sérfræði- þekkingarinnar og verða því að treysta því að hún sé til staðar (21,22). En það er ekki bara almenningur sem treystir sérfræðiþekkingunni, finnsk rannsókn sem nýlega var birt um viðhorf finnskra lækna (barnalækna, kvensjúkdóma- og fæðingarlækna og heimilislækna) til fósturgreininga og fósturskimana sýnir meðal annars að þeir líta þannig á að ákvörðun- in um að taka upp fósturskimanir sé tekin á grund- velli sérfrœðikunnáttu og því hafa flestir þeirra ekki séð ástæðu til að meta gildi skimunarinnar hvað varð- ar tæknileg atriði eða áhrif á lýðheilsu (23). Ef konur eiga að geta valið og tekið upplýsta ákvörðun um fósturskimun eins og ómskoðun er, verða þær að gera sér grein fyrir tilgangi skoðunar- innar, vita af hverju hún er gerð og áhrif hennar á upplifun þeirra af þunguninni. Þær þurfa að vita um hlutfall þeirra fóstra sem finnast með einhver frávik, líkurnar á jákvæðu svari og hvað það getur þýtt fyrir þær sjálfar. Það er skylda starfsfólks í mæðravernd að gefa konum upplýsingar um þetta (18,24,25). Rann- sókn í Bandaríkjunum sýndi að konur virtust þiggja eða samþykkja skimun án þess að hafa verið hvattar til að hugsa mikið um hana eða hvað hún innibæri og töluðu sjálfar um prófið við aðra á sama hátt og það hafði verið kynnt fyrir þeim (26). Erlendar rannsókn- ir hafa sýnt að starfsfólk í mæðravernd gefur oft litlar upplýsingar um efnið og foreldrar almennt tjá sig um að þeir vilji meiri upplýsingar en þeir fá. Konur eru hugsanlega tregar við að spyrja spurninga og eru „þægir“ skjólstæðingar sem þiggja öll próf af skyldu, eða „hlýðni“ við kerfið (27). Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur skilja ekki alltaf hvað prófin og skim- anirnar hafa í för með sér, né heldur finnst þeim þær vera vel upplýstar um þau (25). Sadler (25) segir að slíkar niðurstöður geti verið vegna þess að heilbrigðisstarfsmenn vanti þekkingu og hæfni til að veita konum viðeigandi ráðgjöf (sjá ennfremur (24)) og segir að um það bil 40% ljós- mæðra í einni könnun töldu sig ekki vera nógu vel í stakk búin til að veita konum fræðslu um fósturskim- anir. Hann segir einnig að önnur rannsókn í Bret- landi hafi sýnt að rúmlega 40% ljósmæðra og tæplega 15% fæðingalækna hafi svarað innan við helmingi þeirra krossaspuminga rétt, sem lagðar voru fyrir þessar stéttir á sex mæðraverndarstöðvum. Sjálfur gerði hann rannsókn meðal allra heilbrigðisstarfs- manna sem líklegt væri að kæmust í snertingu við þungaðar konur í einu héraði í Bretlandi. Sú rann- sókn (N= 434, svarshlutfall 84%) sýndi að meirihlut- inn taldi að ljósmæður í heilsugæslu bæru fyrst og fremst ábyrgð á að veita konum ráðgjöf vegna fóstur- skimana og fósturgreininga. Tæplega 60% aðspurðra svöruðu rétt helmingi eða færri spurningum sem fjölluðu um staðreyndir. Spurningum sem fjölluðu um næmni, sérhæfni og jákvætt forspárgildi rann- sóknanna var sérstaklega illa svarað. Höfundur ályktar í lok greinarinnar að það sé hans skoðun að endurskoða þurfi þjálfun og kennslu fagfólks varð- andi þennan þátt. Mér vitanlega hafa engar rannsóknir verið gerðar hérlendis á þekkingu heilbrigðisstarfsmanna sem starfa við mæðravernd um fósturgreiningar og fóstur- skimanir. Ég tek undir þau orð Vilhjálms Árnasonar í bók hans Siðfrœði lífs og dauða (20) að erfiðasti þátturinn við upplýst samþykki og val skjólstæðinga, í þessu tilviki þungaðar konur, sé sú staðreynd að fagmaðurinn hefur jafnan í hendi sér hvað þær fá að vita og hvað ekki. Hvert stefnum við? Ég held að það sé lærdómsríkt fyrir heilbrigðisstarfs- fólk að líta aðeins til fortíðar þegar um er að ræða ákvarðanatöku um jafn mikilvægan þátt og að bjóða öllum konum fósturskimun með ómskoðun snemma í meðgöngu. Það eru allir sammála um að upplýst val sé nauðsynlegt fyrir ómskoðun, en minnumst þess að 18-20 vikna ómskoðun varð að venjubundinni skoð- un, án þess að nokkrar rannsóknir lægju fyrir um það hvort hún væri gagnleg eða ekki fyrir konu og barn. Það að ómskoðun þykir í dag sjálfsagður hluti af mæðravernd og hvað hún hefur jákvæða mynd í þjóðarsálinni gefur tilefni til að ætla að ómskoðun við 11-14 vikna meðgöngu sem hér er rætt um að bjóða Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 49

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.