Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 45
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Mynd tekin á fósturgrein- ingardeild kvennadeildar Landspítala. Birt með leyfi viðkomandi. Ljósm.: fósturgreiningardeild. staðsetningu. Meðfædda galla er að finna hjá allt að 2-3% nýfæddra barna en búast má við að í ómskoðun greinist einhver fósturgalli hjá 1% fóstra. Það er því ljóst að ekki greinast allir fósturgallar á meðgöngu og þó að allt líti vel út í ómskoðun þá getur annað komið í ljós eftir fæðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að greina alla fósturgalla með ómskoðun (1). Fósturgall- ar sem greinast við ómskoðun geta verið misalvar- legir, til dæmis snúnir fætur eða heilaleysi (2,3,7), svo dæmi séu tekin. Upplýsingaskyldan liggur hjá mæðra- vemdinni, hjá því fólki sem býður hinum verðandi foreldrum upp á fósturgreiningu og útbýr beiðnina. Mikilvægt er að fólk skilji að með því að fara í ómskoðun er verið að kanna heilbrigði fóstursins og að fólk hefur val hvort það vill nýta sér ómskoðunina eða ekki (8-10). Með öðrum orðum, þá er það ákvörðun verðandi foreldra hvort þau velja fóstur- greiningu með ómskoðun eða ekki. Fólk þarf að vera upplýst um að það geti fengið slæmar fréttir og í framhaldi af því þurft að taka erfiðar ákvarðanir. Mikilvægt er að verðandi foreldrar hafi hugleitt þennan möguleika áður en farið er í ómskoðun (1,2,4,9). Flins vegar má svo benda á að langoftast er 19 vikna ómskoðunin ánægjuleg heimsókn því skoð- unin er oftast eðlileg. Ómskoðun við 12 vikur má gera til að staðfesta þungun í legi, ákveða meðgöngulengd og fjölda fóstra. Auk þess má mæla hnakkaþykkt fósturs, en aukin hnakkaþykkt er vísbending annars vegar um óeðlilega litningagerð fósturs og hins vegar um hjartagalla fósturs (11,12). Ómskoðun á þessum tíma getur því gefið mikilvægar upplýsingar um heilbrigði fóstursins, mun fyrr en hefðbundin ómskoðun við 19 vikur. Hvað vilja íslenskar konur? Fósturgreiningardeild kvennadeildar stóð fyrir könn- un í ágústmánuði árið 2000, þar sem allar konur sem komu á deildina á 10 dögum (N=182) voru beðnar Tafla 1. Spurningar og svör (%) kvenna (N=182) sem voru nýkomnar úr ómskoðun á fósturgreiningardeild kvennadeildar Landspítala vegna mæðraeftirlits í 19. viku þungunar. Spurningar Já Nei Veit ekki Fékkst þú upplýsingar frá þeim aðila sem sendi þig í þessa skoðun um hvert væri markmiðið með ómskoðuninni í dag? 94,5 5,5 Hefur þú leitt hugann að því að fósturgalli gæti greinst hjá þínu fóstri við ómskoðun í dag? 90,6 7,2 2,2 Hefur þú áhuga á að sleppa alveg ómskoðunum á meðgöngu? 0,5 95,6 3,8 Ef þú ættir kost á ómskoðun snemma á meðgöngu þar sem líkur á litningagalla fósturs (svo sem Downs heilkenni) væru metnar, hefðir þú áhuga á slíkri ómskoðun og líkindamati? 93,4 3,3 3,3 um að svara spurningalista varðandi heimsóknina. Spurningalistarnir voru lagðir fyrir konurnar eftir að þær höfðu verið í ómskoðun. I svörum kvennanna (tafla I) kom í ljós að langflestar (94%) töldu sig hafa fengið upplýsingar um markmið skoðunarinnar. Pær voru einnig spurðar hvert þær teldu vera markmið 19 vikna ómskoðunar og tæplega 90% töldu 19 vikna ómun fela í sér að greina fósturgalla, meta með- göngulengd og skoða fylgjustaðsetningu. Rúmlega 90% kvennanna höfðu leitt hugann að því að fóstur- galli gæti greinst hjá fóstri þeirra við ómskoðun. Þegar spurt var hvort viðkomandi hefði gert sér grein fyrir að ómskoðun á meðgöngu væri valkostur en ekki „skylda" töldu 68% sig hafa gert það en athygli vekur að 30% gerðu sér ekki grein fyrir því. Pað vekur upp spurningar um hvernig staðið er að því að bjóða þessa rannsókn í meðgöngu. Hins vegar sögð- ust 96% kvennanna ekki vilja sleppa því að fara í óm- skoðun á meðgöngu. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.