Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 17
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Börnum og unglingum með Downs heilkenni er hættara við ofl'itu en öðrum. Astæður þessa eru með- al annars hreyfingarleysi og hægari efnaskipti en al- mennt gerist (6). Umfangsmikil rannsókn sem náði til 730 barna og unglinga 18 ára og yngri með Downs heilkenni sýndi að þyngd tæplega 50% stúlknanna þegar við þriggja ára aldur var í eða ofan við 85. hundraðsröð miðað við börn almennt og nokkrum árum seinna hafði þyngd helmings drengjanna einnig náð þessum mörkum (11). Sama rannsókn sýndi að börn með Downs heilkenni eru einnig töluvert lág- vaxnari en jafnaldrar þeirra og vaxtarkippur ung- lingsáranna er minni. Þetta veldur því að fullvaxið er fólk með Downs heilkenni að meðaltali tveimur til fjórum staðalfrávikum neðan meðalhæðar. Piltarnir eru að meðaltali um 20 cm lægri en almennt gerist og stúlkurnar um 15 cm lægri. Utbúin hafa verið vaxtar- línurit fyrir börn og unglinga með Downs heilkenni út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar og eru þessi línurit víða notuð til viðmiðunar (1,11). Vitanlega er hægt að hafa áhrif á þyngdina með réttu matarræði og aukinni hreyfingu til dæmis með iðkun íþrótta, sem hefur aukist mikið almennt meðal fatlaðra á seinustu árum. Líkamlegir sjúkdómar: Downs heilkenni fylgja marg- víslegir meðfæddir gallar á líffærum og aukin tíðni ýmissa sjúkdóma. Reglubundið læknisfræðilegt eftir- lit er mjög mikilvægt því snemmgreining, meðferð og forvarnir eru lykilatriði. Börnunum hættir meðal annars til sjón- og heyrnarskerðingar, næringarvanda- mála (vanþrifa í bernsku en offitu þegar þau eldast), vandamála tengdum tönnum og tannholdi og tíðra sýkinga meðal annars vegna ónæmisbælingar. Onæm- isbælingin er yfirleitt væg en tekur bæði til frumu- bundins ónæmis og mótefnamyndunar (6). Minnst var á heyrnarskerðingu hér að framan en 5% barn- anna eru alvarlega sjónskert frá fæðingu vegna skýs á augasteini en það er töluvert algengara en almennt gerist (1,6). Oft eru veikindin mest á fyrstu mánuðun- um og er álag á foreldra og systkini þá mikið. Börnin styrkjast hins vegar yfirleitt með tímanum, foreldrar aðlagast breyttum aðstæðum og gleðjast yfir framför- um og sérhverjum þroskaáfanga þeirra. Flestar rannsóknir sýna að 40-50% barna með Downs heilkenni greinast með meðfædda galla á hjarta samanborið við um 1% barna almennt (1,6,12). í meirihluta tilfella eru hjartagallarnir alvar- legir og þarfnast meðferðar fyrr eða síðar. Ohljóð frá hjarta heyrist ekki alltaf og einkenni geta verið óljós fyrstu vikurnar. Þess vegna er mælt með ómskoðun af hjarta sem allra fyrst, helst fyrir útskrift af sjúkra- húsi. Op á milli slegla og gátta (atrioventricular septal defect) eða lokuvísagalli (endocardial cushion defect) er algengasti meðfæddi hjartagallinn í börn- um með Downs heilkenni eða allt að 60%. Þessi galli er mjög sjaldgæfur í börnum almennt. Op á milli slegla (VSD), op á milli gátta (ASD) og opin fóstur- æð (PDA) eru samanlagt um 30%. Ferna Fallots (op á milli slegla ásamt þrengslum eða lokun á lungna- stofni, hægri ósæðartilfærslu og ofstækkun hægri sleg- ils) er alvarlegur hjartagalli sem greinist í um það bil 7% barna með Downs heilkenni (13). Börnum með Downs heilkenni hættir til aukins viðnáms og há- þrýstings í lungnablóðrás og fara horfur mikið eftir því hvenær meðferð hefst. Bati eftir hjartaskurðað- gerðir hjá börnum með Downs heilkenni er yfirleitt svipaður og hjá öðrum börnum (14). Þrátt fyrir fram- farir í greiningu og meðferð hjartagalla, bæði skurð- aðgerðir og lyfjameðferð, eru þeir enn aðaldánaror- sök ungra barna með Downs heilkenni (1,6). Ymsir meðfæddir gallar á meltingarfærum eru al- gengari hjá börnum með Downs heilkenni en öðrum. Algengustu gallarnir eru lokun á vélinda með fistli milli barka og vélinda, þrengsli eða lokun á skeifu- görn og Hirschsprungs sjúkdómur. Maga-/vélinda- bakflæði er einnig algengt og getur verið orsök óværðar og vanþrifa (1,3,6). Flogaveiki greinist hjá um það bil einum af hverjum 10 með Downs heil- kenni sem er um 10 sinnum hærri tíðni en hjá fólki almennt. Fólk með Downs heilkenni fær yfirleitt ekki flog fyrr en á fullorðinsárum (6). Nokkrar rannsóknir hafa þó sýnt háa tíðni kippafloga ungbarna (infantile spasms) hjá börnum á fyrsta ári með Downs heil- kenni. Yfirleitt eru horfur í þessum krampasjúkdómi slæmar en þær eru betri hjá börnum með Downs heil- kenni en almennt gerist (6,15). Af öðrum alvarlegum en sjaldgæfum kvillum má nefna að hvítblæði er mun algengara í ungum börnum með Downs heilkenni en öðrum. Búast má við að eitt barn af hverjum 150 (0,6%) greinist með hvítblæði sem er 10-15 sinnum hærra en hjá börnum almennt. Börn með Downs heilkenni fá oftar en önnur börn óalgengt form bráðahvítblæðis (ANLL), en horfur þeirra í þessum sjúkdómi eru betri en almennt gerist. Þegar brátt eitilfrumuhvítblæði (ALL) greinist eru horfur barna með Downs heilkenni svipaðar og hjá öðrum (6). Ýmsir innkirtlasjúkdómar eru algengari hjá börn- um og fullorðnum með Downs heilkenni en öðrum. Má þar nefna röskun á starfsemi skjaldkirtils og sykur- sýki. Hjá börnum er tíðni vanstarfsemi skjaldkirtils 15-20% en 15-50% hjá fullorðnum (1,16). Mikilvægt er að hafa þennan kvilla í huga við mismunagrein- ingu vanvirkni og þunglyndiseinkenna, einkenna er svipar til elliglapa, þyngdaraukningar, breytinga í húð og fleira. Mælt er með að fylgst sé reglulega með gildi skjaldkirtilshormóna í blóði því auðveldlega er hægt að meðhöndla sjúkdóminn og halda einkennum í skefjum. Sykursýki greinist oftar hjá ungum börnum með Downs heilkenni en öðrum. Meðan börn al- mennt greinast flest með sykursýki snemma á ung- lingsárum greinast börn með Downs heilkenni flest nokkrum árum fyrr eða í kringum átta ára aldur (6). Geðram vandamál: Rannsóknir sýna að 15-25% barna og unglinga með Downs heilkenni greinast Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.