Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Blaðsíða 13
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR eykst með aldri og þessi aldursmörk hafa verið notuð sem viðmiðun fyrir áhættuþungun. Heilbrigðiskerfinu hefur einkum verið ætlað að sinna forvarnarstarfi sem beinist að fólki í áhættu. Sérgreinar læknisfræðinnar hafa þróast þannig að hver sérgrein á sér sína „uppáhalds“-sjúkdóma og áhættuþætti á því svæði sem afmarkað er í reit á mynd 1B. Læknar í klínísku starfi og fræðimenn á hinum ýmsu sérsviðum hafa að jafnaði átt fruntkvæði að framförum á sínu sviði, oftast óáreittar af öðrum sérgreinum. Heilsugæslan sérhæfir sig í að sinna fólki sem er í lítilli áhættu (low risk population), sem að jafnaði er meirihluti þjóðarinnar (mynd 1C). Að auki er veitt frumheilsugæsla fyrir þá sem teljast í áhættu- hópum. Ef við beinum athyglinni aftur að með- göngueftirliti þá hefur starfsfólk heilsugæslunnar séð um þungaðar konur sem að jafnaði eru í lítilli áhættu (mynd 1C). Séu konur taldar í áhættu vegna þungun- arinnar, til dæmis þær sem eru orðnar 35 ára og eldri (mynd 1B), eru þær oftast í nánara eftirlit hjá kven- sjúkdómalæknum. Undanfarinn áratug hefur þróun læknisfræðinnar verið sú að leggja ofuráherslu á hversu hættulegt það er að lifa. Þetta hefur leitt til þess að áhættuþáttum fjölgar, skilgreind áhættumörk lækka og ýmis áföll eða lífsstíll eru skilgreind sem sjúkdómar (2-5). Af- leiðingin verður sú að fleiri og fleiri verða eyrna- merktir með „sjúkdóm“ (disease labeling) og fara smám saman að upplifa sig sem sjúklinga, hafi þeir ekki verið það áður (fólki í áhættu í reit 1B fjölgar). Þessi þróun hefur verið nefnd „sjúkdómsvæðing“ eða læknisfræðileg súrsun (medicalization) (6,7). Aukin sjúkdómsvæðing á meðal annars rætur að rekja til þess að „sjúkdóms“-greining er lykill að ýmiss konar heilbrigðis- og félagslegri þjónustu eða bótum, enda þótt vandamálið sé oft á tíðum ekki ein- staklingurinn sjálfur heldur tengt umhverfi hans og samfélaginu. Þetta leiðir til þess að einstaklingurinn verður háður heilbrigðiskerfinu, sem leiðir til síauk- inna þarfa fyrir þjónustu. Ymsir hafa bent á þessa uggvænlegu þróun og reynt að sporna við henni en orðið lítið ágengt vegna þess að tækniþróun og mark- aðsöfl hafa oftar stýrt þróun læknisfræðinnar fremur en skilgreind þörf eða mannleg viðhorf. Siðfræði, viðhorf og vinnulag á gráa svæðinu Þegar lækningar og forvarnarstarf færist meir og meir yfir á hópa í lítilli áhættu eiga viðhorf og vinnubrögð að vera þverfagleg og læknisfræðin vegur ekki alltaf eins þungt og áður. Siðfræðilegar spurningar geta einnig orðið áleitnar og um leið flóknar þar eð oft er verið að vinna á svokölluðu „gráu“ svæði. Þetta á til dæmis við í þeim tilvikum þegar heilbrigðisstarfs- menn eiga frumkvæði að heilsuvernd, hvort sem um er að ræða innköllun hópa í kerfisbundna kembileit eða tilfellaleit (case finding; það er til dæmis í þeim tilvikum þegar læknir hefur frumkvæði að því að at- Mass strategy a High risk strategy Everyone defined „at risk“ huga annan sjúkdóm eða áhættuþátt en þann sem beinlínis tengdist komuástæðu sjúklingsins). Hug- myndir um læknisfræðilega nálgun í þessum tilvikum mótuðust þegar fyrir 30 til 40 árum og hafa lítið breyst síðan. Benda má á samantekt Cochrane og Holland frá 1971, en þar segir (8); „ We believe there is an ethical difference between everyday medical prac- tice and screening. If a patient asks a medical practi- tioner for help, the doctor does the best he can. He is not responsible for defects in medical knowledge. If however, the practitioner initiates screening proce- dures, he is in a very different position. “ Að taka upp kerfisbundna kembileit eða ekki, er að hluta til spurning um siðfræðilegt mat (9). Svar læknisfræðinnar var á þeim tíma að setja ákveðin skil- nterki (criteria) fyrir kembileit sem aðferð til að meta hvort maður geri meira gagn en ógagn. Til eru margar útgáfur af slíkum skilmerkjum, en þau eru í meginat- riðum samhljóma. Nefna má skilmerki Frame og Carlson frá 1971, sem eru eftirfarandi (10); 1. Sjúkdómurinn (eða ástandið) sem leitað er að verð- ur að hafa umtalsverð áhrif á lífsgæði og lífslengd. Figure 1. Different strate- gies in public heallh. Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.