Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 3

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 3
Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL Ellefta ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild Háskóla íslands Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands hefur verið haldin frá árinu 1981 og er nú í fyrsta sinn haldin sameiginlega af læknadeild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild. Nýskipuð Vís- indanefnd þessara þriggja deilda sér um fram- kvæmd ráðstefnunnar. Fjöldi framlaga sem barst að þessu sinni er til marks um mikla grósku í rannsóknum í lífvísind- um. Aukin áhersla á rannsóknatengt nám innan Háskóla íslands eykur rannsóknavirkni deilda og á eftir að auka hana enn frekar ef tekst að fjár- magna þessa starfsemi. Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna þær rannsóknir sem unnið er að í þessum deildum eða í tengslum við þær og einnig að gefa ungum vís- indamönnum tækifæri til að kynna rannsóknaverk- efni sín. Ráðstefnan spannar fjölmörg svið en fram- lög eru mismörg í ólíkum greinum. Þetta skýrist auðvitað að hluta af mismikilli rannsóknavirkni á einstökum sviðum. Virkir rannsóknahópar, þar sem margir nemar í framhaldsnámi eru við störf, senda að sjálfsögðu inn mörg framlög. Að hluta má þó rekja ójafnvægi milli greina til mismikils áhuga á þátttöku. Markmið deildanna og Vísinda- nefndar er hins vegar að höfða til sem flestra þannig að ráðstefnan endurspegli vísindastarf- semi á þessum sviðum hér á landi sem best. Fyrirkomulag ráðstefnunnar er með svipuðu sniði og síðast. Viðhorfskönnun sem gerð var í lok ráðstefnunnar 2001 benti ekki til að þátttakendur teldu annan tíma en janúarbyrjun henta betur og einnig virtist nokkur sátt um tímalengd erinda. Alltaf má þó betrumbæta og eru ábendingar og tillögur um það sem betur mætti fara í fram- kvæmd eða kynningu á ráðstefnunni vel þegnar. Fjöldi erinda sem flutt verða markast af því að ráðstefnan stendur aðeins í tvo daga. Nokkur fjöldi framlaga sem höfundar höfðu óskað að kynna með erindi verða því kynnt sem vegg- spjöld. Veggspjöld verða hins vegar uppi báða ráðstefnudagana og ættu því að gefast næg tæki- færi til að skoða þau. Birna Þórðardóttir sér nú um framkvæmd ráðstefnunnar í þriðja sinn. Hennar þáttur er mjög stór, sérstaklega þar sem ný Vísindanefnd var ekki skipuð fyrr en á miðju haustmisseri. Þakkar Vísindanefnd Birnu frábær störf. Ég vona að ráðstefnugestir hafi bæði gagn og ánægju af því sem kynnt verður á þessum ráð- stefnudögum og kynni sér ekki aðeins það sem er að gerast á sínu sérsviði heldur einnig hvað er að gerast í öðrum greinum. Jórunn Erla Eyljörð formaður Vísindanefndar læknadeildar, tannlæknadeildar og lyfjafræðideildar Vísindanefnd læknadeildar, tannlæknadeildar og lyfjafreeðideildar Háskóla íslands Elín Soffía Ólafsdóttir lyfjafrseðideild HÍ Gísli H. Sigurðsson læknadeild HÍ Jórunn Erla Eyfjörð læknadeild HÍ, formaður nefndarinnar Sigfús Þór Elíasson tannlæknadeild HÍ Svandís J. Sigurðardóttir sjúkraþjálfunarskor, læknadeild HÍ Þór Eysteinsson læknadeild HÍ Framkvæmdastjóri ráðstefnunnar Birna Þórðardóttir Dómnefnd vegna verðlauna Menntamálaráðuneytisins til ungs og efnilegs vísindamanns Guðmundur Þorgeirsson Ingileif Jónsdóttir, formaður dómnefndar Þórunn Rafnar Fylgirit 47 88. árg. Desember 2002 Aðsetur Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag fslands Læknafélag Reykjavíkur Símar Læknafélög: 564 4100 Læknablaðið: 564 4104 Bréfsími (fax): 564 4106 Læknablaðið á netinu http://lb.icemed.is Ritstjórn Emil Sigurðsson Hannes Petersen Jóhannes Björnsson Karl Andersen Ragnhildur Inga Bjarnadóttir Vilhjálmur Rafnsson ábm. Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@icemed.is Auglýsingastjóri og ritari Ragnheiður K. Thorarensen ragnh@icemed.is Blaðamennska/umbrot Pröstur Haraldsson umbrot@icemed.is Upplag þessa heftis 1.850 Áskrift 6.840,- m.vsk. Lausasala 684,- m.vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentvinnsla Prentmet ehf;, Skeifunni 6 108 Reykjavík Pökkun Plastpökkun, Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið / FYLGIRIT 47 2 0 02/8 8 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.