Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 24
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ einnig forsenda fyrir rannsóknum á mismunandi ónæmisviðbrögð- um og gætu nýst við mat á gagnsemi lyfjameðferðar. Samanburðar- rannsóknir eru í gangi til að meta meinhæfni C. albicans og klínískra stofna af C. dubliniensis. E 07 AsaPl, fyrsta bakteríueitrið í fjölskyldu aspzincin peptíðasa Iris Hvanndal1, Valgerður Andrésdóttir1, Ulrich Wagner2, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir1 lTilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Institut fiir Zoologie, Universitat Leipzig iriss@hi.is Inngangur: Aspzincin, fjölskylda zinkháðra innrænna peptíðasa var fyrst lýst 1999. Nú eru 11 peptíðasar í fjölskyldunni samkvæmt próteasa gagnabankanum MEROPS (www.MEROPS.CO.UK /merops/Merops). Vel varðveitt zink bindisvæði, HExxH + GTxDxx- YG, er sameiginlegt öllum aspzincinum. Aðalúteitur Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenes er málmháður innrænn peptíðasi, AsaPl. AsaPl hefur amínósýrusamsvörun við EprAl pró- tein A. hydrophila. Markmið rannsóknarinnar var að skilgreina fyrstastigs byggingu AsaPl og tjá gen þess í E. coli. Ennfremur að kanna útbreiðslu gensins og afurðar þess meðal safns A. salmon- icida stofna. Efniviður og aðferðir: PCR þreifarar voru smíðaðir eftir basaröð epraAl gensins og notaðir við mögnun á asaPl geni úr genamengi A. salmonicida undirtegund acrhomogenes, stofns 265-87. Genið var klónað í pUC18 plasmíð og raðgreint. Próteinþýðandi hluta asaPl var skeytt í pGEX plasmíð og það tjáð í E. coli sem GST- blendingsprótein. Endurraðað AsaPl var einangrað úr E. coli leysi og sprautað í laxaseiði og eituráhrif metin. PCR- og ELISA-próf voru notuð til að kanna útbreiðslu asaPl gensins og afurðar þess. Samanburðarraðgreining á asaPl geninu var gerð milli nokkurra A. salmonicida stofna. Niðurstöður: Mikil samsvörun fékkst við amínósýruröð EprAl próteins (87%). AsaPl tilheyrir fjölskyldu aspzincina. Endurraðað AsaPl er heldur stærra en villigerðin og það veldur sambærilegum vefjabreytingum í laxi. Allir stofnarnir höfðu varðveitt svæði zink bindihlutans, 88% stofnanna höfðu opna lesramma asaPl, en að- eins 40% virtust tjá próteinið. Samanburðarraðgreining sýndi stökk- breytingar í asaPl sem að hluta skýra vöntun á afurð þess. Ályktanir: AsaPl er fyrsta bakteríueitrið sem lýst er í fjölskyldu aspzincina. Gen AsaPl er ekki bundið við tegundina A. salmon- icida. E 08 Bakteríócínvirkni af Streptococcus mutans frá einstaklingum með skemmdar tennur og einstaklingum með engar skemmdar tennur. Framhaldsrannsókn W. Peter Holbrook, Margrét O. Magnúsdóttir Tannlæknadeild HI phol@hi.is Inngangur: Stofnar af Str. mutans eru misskaðlegir tönnum (J Dent Res 1998; 77 [ágrip 2708]). Stofnar frá einstaklingum með skemmd- ar tennur (CA stofnar) úrkalka hýdroxyapatít meira og festast bet- ur á apatít en stofnar frá einstaklingum með engar skemmdar tenn- ur (CF stofnar). Ennfremur hafa CA stofnar meiri hæfileika til að framleiða bakteríócínvirk efni en CF stofnar (Læknablaðið 2000; Fylgirit 40: [ágrip V35]). Bakteríócínvirkni Str. mutans gegn öðrum tegundum tannsýklubakteríu hefur ekki verið könnuð áður en gæti verið mikilvægur þáttur í samsetningu á tannsýklunni og myndun tannátu. Efniviður og aðferðir: Til að athuga bakteríócínvirkni voru 25 stofnar, munnstreptókokkar, pneumókokkar, laktóbacillus og stafýló- kokkar látnir vaxa í Todd-Hewitt broði í 48 klukkustundir. Þá var 0,5 ml af hverri bakteríurækt hellt á petriskálar og blandað saman við hálfhlaupið tryptic-soy-yeast extract agar (indicator stofnar, IS). Þyrping af 14 Str. mutans stofnum (7CA og 7CF, producer stofnum, PS) var síðan stungið ofan í agar og ræktað í 48 klukkustundir í COz. Að þeim tíma liðnum voru skálarnar skoðaðar og athuguð áhrif hvers PS bakteríustofns á IS. Niðurstöður: Allir IS voru næmir fyrir að minnsta kosti fjórum Str. mutans PS en IS sýndu meira næmi fyrir Str. mutans CF stofnum en Str. mutans CA stofnum. Þessir sjö CF stofnar hindruðu vöxt í 88/126 tilfellum en sjö CA stofnar hindruðu vöxt í aðeins 59/126 tilfella (P<0,001). Ályktanir: Samkvæmt fyrri rannsókn getur Str. mutans frá einstak- lingum með skemmdar tennur hindrað vöxt Str. mutans sem eru minna skaðlegir. Á hinn bóginn keppa Str. mutans sem eru ekki eins skaðlegir betur við aðrar bakteríur til að festast í tannsýklunni. Þetta getur að hluta til skýrt mismunandi skaðsemi Slr. mutans fyrir tennur. E 09 Bólusetning sandhverfu (Scophthalmus maximus L.) gegn Moritella viscosa Bryndís Björnsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Bergljót Magnadóttir, Slavko H. Bambir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir Tlraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum bryndisb@hi.is Inngangur: Sýnt hefur verið fram á með tilraunasýkingu að sand- hverfa er nokkuð næm fyrir kuldakæru bakteríunni M. viscosa en hún veldur fisksjúkdómi sem kallast vetrarsár og sýkir einkum lax- fiska á norðurslóð. Bakterían hefur valdið usla í laxeldi og tölu- verðu verðmætatapi á eldisfiski, jafnvel þar sem bólusett hefur ver- ið með markaðssettu bóluefni. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna vörn bólusettrar sandhverfu gegn tilraunasýkingu með M. viscosa, að meta vessabundið ónæmissvar og áhrif bólusetningar á vöxt. Efniviður og aðferðir: Markaðssett bóluefni var notað til að bólu- setja sandhverfur. Til viðmiðunar var notuð saltdúalausn og ónæm- isglæðir. Bólusett var með sprautun í kviðarhol (i.p.) og sýkt með mismunandi þynningum bakteríunnar 13 vikum síðar með sprautun í vöðva (i.m.). Til að meta áhrif bólusetningar á vöxt voru sand- hverfur vegnar á degi bólusetningar og einnig sjö og 11 vikum síðar, ennfremur var framkvæmd athugun á breytingum í kviðarholi vegna ónæmisglæðis og þær metnar á Speilbergskala. Magn mót- efna gegn M. viscosa í blóðvatni var mælt með ELISA-prófi. Vefja- sýni voru tekin úr deyjandi fiski til vefjameinaskoðunar. Ónæmis- vörn var metin út frá hlutfallslegri lifun óbólusettra og bólusettra seiða. 24 LæKNABLADIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.