Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 32
■ ÁGRIP ERINDA / XI. VfSINDARÁÐSTEFNA HÍ E 30 Aukin tíðni C4BQ0 í Henoch-Schönlein purpura. Þáttur í meinferli eða sjúkdómsorsök? Ragnhildur kolka1, Valtýr Stefánsson Thors2.3, Sigrún L. Sigurðardóttirl, Helgi Valdimarsson1.3, Guðmundur Jóhann Arason1, Asgeir Haraldsson2-3 1 Rannsóknastofa í ónæmisfræði og 2Barnaspítaii Hringsins Landspítala háskóla- sjúkrahúsi, 3læknadeild HÍ garason@landspitali.is Inngangur: Henoch-Schönlein purpura (HSP) er fjölkerfasjúk- dómur sem einkennist af æðabólgu og greinist einkum hjá börnum. Orsök hans er óþekkt en talið að erfðir komi við sögu þar sem tíðni sjúkdómsins er mishá meðal ólíkra hópa. Mótefnafléttur úr fjölliða IgAl finnast í blóðvökva, gaukulháræðum og húð sjúklinga og út- fellingar á vefjasneiðum benda til að magnakefið eigi þátt í mein- gerðinni. Magnakerfið stuðlar að losun mótefnafléttna og hugsan- legt er að mannanbindilektín (MBL) geti einnig komið við sögu þar sem það binst IgA og ræsir C4. Erfðafræðileg fjölbreytni er mikil á C4. Skráð er fyrir próteininu á tveimur stöðum innan MHC svæðis- ins (C4A og C4B). Otjáð C4 gen sem ekki skrá fyrir afurð kallast C4A*Q0 og C4B*Q0. Afbrigði geta verið arfhrein eða arfblendin. Aukna tíðni slíkra samsæta má sjá í ýmsum sjúkdómum, meðal ann- ars í HSP. Efniviður og aðferðir: Greind voru sýni frá 38 íslenskum sjúkling- um. Styrkur MBL, C4 og C4A var mældur með ELISA aðferð. Svipgerðir C4A/B voru ákvarðaðar með samanburði próteinbanda eftir rafdrátt á blóðvökva. Til viðmiðunar voru 119 heilbrigðir ein- staklingar. Niðurstöður og ályktanir: Ekki fannst munur á styrk MBL milli sjúklinga og viðmiðunarhóps. Tuttugu og fimm af 38 sjúklingum báru ótjáð C4 gen, þar af tveir arfhreint C4BQ0. Tíðni C4B*Q0 var 0,08 í viðmiðunarhópi en 0,22 í sjúklingunum, sem er marktæk aukn- ing (p=0,002 ). Tíðni C4A*Q0 var eðlileg (0,16 miðað við 0,18). Styrkur C4A og C4B var lægri en í viðmiðunarhópi og skýrist það líklega að minnsta kosti að hluta af ótjáðum genum. Niðurstöðurn- ar benda til að gallar í magnakerfinu geti verið meðvirkandi þættir í meingerð HSP. Þessar niðurstöður eru maðal annars áhugaverðar með tilliti til möguleika á nákvæmari greiningu á HSP. E 31 Er skortur á mannósabindilektíni áhættuþáttur fyrir ættlægum rauðum úlfum á íslandi, óháð komplementþætti C4? Sædís Sævarsdóttir1, Helga Kristjánsdóttir2, Gerður Gröndal2, Þóra Víkingsdóttir1, Kristján Steinsson2, Helgi Valdimarsson1 ^Ónæmisfræðideild og 2Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum Landspítala háskóla- sjúkrahúsi saedis@landspitali.is Tilgangur: Mannósabindilektín (mannose binding lectin, MBL) er prótein sem getur virkjað komplementkerfið (C4 og C2) til hreins- unar sýkla og dauðastýrðra frumna (apoptotic cells) og er því mikil- vægur þáttur ósértæks ónæmissvars. MBL-skortur er algengur og hefur ásamt hlutaskorti á C4A eða algerum skorti á C2 og Clq ver- ið tengdur aukinni tíðni á rauðum úlfum (systemic lupus erythem- atosus, SLE). Við höfum því athugað mannósabindilektín og C4 í fjölskyldum með ættlæga rauða úlfa. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru meðlimir úr 11 fjölskyldum með rauða úlí'a, með 30 sjúklinga með rauða úlfa, 115 fyrsta stigs (1°) og 31 annars stigs (2°) ættingjar án rauðra úlfa, auk 30 venslamanna (maka og inngiftra). MBL var mælt í sermi (samloku-ELISA), C4 samsætur ákvarðaðar með próteinrafdrætti og sjálfsmótefni mæld. Niðurstöður: Enginn munur var á MBL-styrk sjúklinga og ættingja þegar allar fjölskyldur voru athugaðar saman. I sex af 11 fjölskyldum (n=120) höfðu sjúklingar hins vegar lægra MBL en ættingjar (429 á móti 1229ng/ml; p=0,015), og 1° ættingjar lægra MBL en 2° ættingjar (690 á móti 2194ng/ml; p<0,0001). Ennfremur höfðu 1° og2° ættingj- ar sem uppfylltu eitt til þrjú SLE-skilmerki (þarf fjögur) lægra MBL en ættingjar án skilmerkja (690 á móti 1848ng/ml; p=0,2). Því fleiri SLE-skilmerki sem sjúklingar og ættingjar uppfylltu því lægra var MBL (r=-0,3; p=0,004). í hinum fimm fjölskyldunum var MBL-magn eðlilegt eða aukið. Tíðni C4A skorts (C4AQ0) var aukin bæði í sjúk- lingum og 1° ættingum miðað við 2° ættingja og venslafólk, en ekki var munur á tíðni C4BQ0. MBL-þéttni sjúklinga og ættingja var óháð C4A (C4AQ0) og innan þess hóps sem var með C4A skort voru sjúklingar einnig með lægra MBL en ættingjar. Ályktanir: MBL-magn er breytilegt í fjölskyldum með ættlæga rauða úlfa, en MBL-skortur kann að auka áhættu á sjúkdómsein- kennum rauðra úlfa óháð C4 skorti. E 32 Ótjáðar C4 arfgerðir auka áhættu á kransæðasjúkdómi meðal reykingafólks Guómundur Jóhunn Arason1, Sigurður Böðvarsson2, Sigurður Þór Sig- urðsson2, Garðar Sigurðsson2, Guðmundur Þorgeirsson2, Judit Kramer-3, Georg Fiist3 1 Rannsóknastofa í ónæmisfræði og 2lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkra- húss, 3National Institute of Haematology, Blood Transfusion and Immunology, Búdapest garason@landspitali.is Inngangur: C4 arfgerðir skipta máli í framvindu kransæðasjúkdóms. Markmiðið var að skoða samband þeirra við aðra áhættuþætti sjúk- dómsins. Efniviður og aðferðir: Safnað var sýnum úr 406 sjúklingum sem komu á bráðamótttöku Landspítala háskólasjúkrahúss með brjóst- verk sem aðalkvörtun. Af þeim voru 280 með kransæðasjúkdóm en afgangurinn myndar viðmiðunarhóp. Arfgerðir C4A, C4B, fB og C3 voru greindar með rafdrætti. Niðurstöður: Verndunaráhrif C4A*Q0 voru bundin við þá sem ekki reykja; tíðnin er því hærri sem reykingasagan er lengri. Nánari skipting efniviðs eftir sjúkdómssögu sýnir að við greiningu sjúk- dóms er tíðnin hæst hjá fólki með langa reykingasögu (yfir 25 pakkaár) og samanburður við samsvarandi hóp með sögu um hjartadrep sýnir brottfall á C4A*Q0. Tíðnin er mun minni í hópi ný- greindra sjúklinga með 10-25 pakkaár að baki en þar má þó greina brottfall með tímanum. Minnst er tíðnin hjá þeim sem reykja ekki eða eru hættir og í stað brottfalls vex tíðni C4A*Q0 í þessum hópi. Tíðni C4B*Q0 var aukin í þeim sem fengu hjartadrep eftir mikla reykingasögu og arfgerðin sýndi einnig nokkra fylgni við háþrýst- ing, sykursýki og hækkaðar blóðfitur. Aukin tíðni C4B*Q0 í sjúk- lingum með sögu um kransæðasjúkdóm var bundin við sjúklinga sem reyktu ekki eða voru hættir, hjá reykingahópnum sýndi saman- burður á hópi sjúklinga með brátt hjartadrep og hópi sjúklinga sem hafði lifað af hjartadrep verulegt brottfall á C4B*Q0. 32 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.