Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 34
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA Hf (p=0,0002) og aflagaðar (dystrophic) neglur höfðu sterkari gigtar- tengsl en aðrar gerðir naglbreytinga (p=0,02). Af sjúklingunum sem voru arfhreinir fyrir Cw6 fengu 10,5% sjúkdóminn fyrr (p=0,04) og höfðu 2,5-falt hærri hlutfallsáhættu en arfblendnir sjúklingar, en klínísk einkenni þeirra voru svipuð. Alyktanir: Pessar niðurstöður samrýmast því að sóri sé erfðafræði- lega fjölbreyttur sjúkdómur og að erfðaþátturinn HLA-Cw*0602 hafi mikil áhrif á svipgerð sjúkdómsins. E 36 Samanburður á hefðbundinni sjúkraskrá og upplýs- ingum úr RAI- öldrunarmati á bráðadeildum. Niðurstöður úr íslenska hluta samnorrænnar RAI-AC rannsóknar Olafur Samúelssun1, Sigrún Bjartmarz1, Pálmi V. Jónsson12, Anna Birna JensdóttirUr íRannsóknastofa HÍ og Landspítala háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum, 2læknadeild HÍ olafs@landspitali.is Inngangur: Fjöldi aldraðra sem hlutfall af heild þeirra sem leggjast inn fer vaxandi. Þeir eru mjög oft fjölveikir og bráðasjúkdómurinn iðulega aðeins eitt af viðfangsefnum sem sinna þarf. Þættir sem varða færni til athafna daglegs lífs og vitræna getu hafa sýnt sig að vera spáþættir fyrir því hvernig öldruðum reiðir af í og eftir innlögn. Resident Assessment Instrument (RAI) er tæki til heildræns öldr- unarmats og er RAI-AC afbrigði þessa mats hannað til notkunar í bráðaþjónustu sem hefur staðfest gildi og áreiðanleika. í þessari rannsókn er mælitækið nýtt á bráðalyflækningadeildum á fimm Norðurlöndum samlímis. Grunur leikur á að hefðbundin sjúkraskrá skrái ekki nákvæmlega mikilvæg atriði er snerta lífsgæði og færni aldraðra. Hér verða kynntar niðurstöður varðandi samanburð á upplýsingum úr hefðbundinni sjúkraskrá (SS) og RAI matinu við komu á Islandi. Efniviður og aðferðir: Af slembiúrtaki 160 sjúklinga, 75 ára og eldri, sem lögðust brátt á lyflækningadeildir Landspítala Fossvogi á tímabilinu maí til desember 2001, voru valdar 80 sjúkraskrár sem náðu yfir fyrstu þrjá sólarhringana og þær bornar saman við RAI AC skráningu. Matið var notað til að skrá félagslegar aðstæður, andlega og líkamlega líðan og getu. Sjúklingar voru metnir með RAI AC innan sólarhrings frá innlögn. Niðurstöður: Við samanburðurinn sást að RAI-AC skráði minnis- skerðingu í 52% tilvika og skerta ákvarðanatöku í 81% tilvika um- fram SS. Einkenni depurðar voru skráð í 63% tilvika með RAI-AC en aldrei í SS. Varðandi færni til athafna daglegs lífs kom eftirfar- andi fram: skert hæfni til að klæðast (SS: 20%, RAI-AC: 79%), að borða (SS: 10%, RAI-AC: 22%), að hringja (SS: 0%, RAI-AC: 35%). Alyktanir: Hið staðlaða matskerfi RAI-AC greinir heilsufarslega tengdar þarfir og vandamál í bráðaþjónustu betur en hefðbundin sjúkraskrá á lyflækningadeild. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta mikilvægi slíkrar skráningar. E 37 ADHOC. Samevrópsk rannsókn á heimaþjónustu í níu löndum Pálmi V. Jónsson12 3, Anna Bima Jensdóttir3, Rakel Þórisdóttir4, Guðrún ReykdaÞ, Fanney Friðbjörnsdóttir4, Lúðvík Ólafsson4, Þórunn Ólafsdótt- ir4, Þórdís Lóa Þórhallsdóttip og ADHOC rannsóknarhópurinn ^Landspítali háskólasjúkrahús, ^læknadeild HÍ, 3Rannsóknastofa HI og Landspít- ala háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum, 4Heilsugæslan í Reykjavík, SFélagsþjón- ustan í Reykjavík palmivj@landspitali.is Inngangur: Öldruðum fjölgar jafn og þétt og með vaxandi aldri aukast líkurnar á veikindum og færnitapi. Til þess að mæta þörfum sjúkra aldraðra hefur heimaþjónustu vaxið fiskur um hrygg. Erfitt hefur verið fram til þessa að bera saman heimaþjónustu milli landa vegna þess hversu ólíkt skipulag er á heilbrigðis- og félagsþjónustu í mismunandi löndum. Staðlað og áreiðanlegt mælitæki, MDS HC, hefur verið þróað til þess að lýsa öldruðum einstaklingum í heima- þjónustu og opnar það möguleikann á alþjóðlegum samanburði. Efniviður og aöferðir: Metnir voru 400 einstaklingar, 65 ára og eldri, í níu Evrópulöndum, þar á meðal á íslandi og Ítalíu. Valdir voru 300 einstaklingar frá þremur heilsugæslustöðvum á Reykjavík- ursvæðinu og 100 einstaklingar á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík á sama svæði. Erlendis voru sambærilegir hópar metnir. Hinir öldruðu voru metnir með MDS AC mælitækinu og saman- burður gerður á gögnum landanna með SPSS forritinu. Niðurstöður: í fyrstu niðurstöðum er lögð áhersla á samanburð milli íslands og Ítalíu. Á íslandi (IS) bjuggu 68,2% einir en 12,8% á Ítalíu (IT). Borin er saman færni til athafna daglegs lífs (ADL) (IS: 0,6%; IT: 12,5%) og vitræn geta (IS: 0,6%; IT: 1,8%). Munur var á því hversu hinir öldruðu voru sjálfstæðir (IS: 45,6%; IT: 3,8%), ein- mana (IS: 19,2%; IT: 7,5%). álag á aðstandendur var (IS: 4,7%; IT: 20,8%) og formleg þjónusta, mæld í klukkustundum (IS: 2,8%; IT: 3,9%). Mun stærri hluti aldraðra var metinn í þörf fyrir varanlega vistun á íslandi en Ítalíu (IS: 18%; IT: 3,4%) Ályktanir: Aldraðir einstaklingar í heimaþjónustu á Ítalíu hafa bæði meiri vitræna skerðingu og færnitap og speglast það í umtals- vert meira álagi á aðstandendur. Aldraðir Italir eru líklegri til að búa með fjölskyldu sinni, höfðu lægra algengi á einmanakennd og ítalir voru ólíklegri til þess að vilja vista hina öldruðu á stofnun. E 38 Áhrif sýnatökutíma á styrk boðefnanna IL-6, TNFa og IL-10 í blóði sjúklinga með iktsýki og í frumufloti eftir fjörutíu og átta tíma ræktun Kristín Jóhannsdóttir, Brynja Gunnlaugsdóttir, Bjöm Guðbjörnsson Rannsóknastofa í gigtarsjúkdómum Landspítala háskólasjúkrahúsi bjorngu@landspitali.is Inngangur: Iktsýki einkennist af morgunstirðleika og samhverfum liðbólgum í smáliðum handa og fóta. Rannsóknir sýna hækkun á bólgumiðlandi boðefnum og að styrkur IL-6 sé breytilegur yfir dag- inn. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna þýðingu sýnatöku- tíma á styrk IL-6, TNFa og IL-10 í sermi sjúklinga með virka iktsýki og að athuga áhrif sýnatökutíma á framleiðslu einkjarna blóðkorna af sömu boðefnum in vitro. Efniviöur «g aðferðir: Níu sjúklingum, þrem körlum og sex kon- um, með virka iktsýki var boðin þátttaka í rannsókninni. Sjúkdóms- 34 Læknablaðið / FYLGIRIT 47 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.