Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 45
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I tveggja, sex, 12,18 og 24 mánaða aldur, voru 543 F. nucleatum stofn- ar greindir til klóna með AP-PCR og bornir saman við aðra klóna úr sama barni. AP-PCR var framkvæmt með C1 (5’-3’ GAT GAG TTC GTG TCC GTA CAA CTG G), C2 (5’-3’ GGT TAT CGA AAT CAG CCA CAG CGC C), D8635 (5’-3’ GAG CGG CCA AAG GGA GCA GAC), og D11344 (5’-3’ AGT GAA TTC GCG GTG AGA TGC CA) prímerum, sem allir hafa verið notaðir áður við greiningu F. nucleatum. DNA var einangrað með suðu nokkurra kólonía í jónabindiefni í 10 mínútur, þá var það hrist og spunnið í 10 mínútur. PCR-að var í 25 pl rúmmáli í 500 pl PCR glasi með 5 pl af DNA upplausn og 0,8 pM af einum prímer. PCR afurðir voru að- skildar með agarósa rafdrætti, ethidíum brómíði litaðar og myndað- ar stafrænt í UV-ljósi. Niðurstöður: í hverju barni fundust 5-14 (meðaltal 8,4) klónar. Allt að sjö klónar fundust í hverri sýnatöku (meðaltal 3,1) en algengasti fjöldi var tveir eða þrír. í hverju sýni voru einn til tveir klónar ríkj- andi (að minnsta kosti þriðjungur stofna). I 11 börnum héldust klónar í allt að eitt ár. Algengara var að klónar skiptust út fyrir eins árs aldur en héldust í börnunum eftir eins árs aldurinn. Alyktanir: Niðurstöðurnar staðfesta sundurleitni tegundarinnar, allt að sjö klónar finnast í einni sýnatöku. Klónar F. nucleatum geta viðhaldist í börnuni í að minnsta kosti eilt ár. E 69 Breytt notkun tannfyllingaefna á íslandi Svend Richter. Sigfús Þór Elíasson Tannlækningastofnun, tannlækningadeild HI svend@hi.is Inngangur: Upplýsingar um notkun tannfyllinga eru mikilvægar þegar meta á þátttöku hins opinbera í tannlæknisþjónustu, við kennslu tannlæknanema og fyrir tannlækna almennt. Engar rann- sóknir hafa verið gerðar hér á landi hvað þetta varðar, fyrir utan eina rannsókn 1983. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á breytta notkun fyllingaefna á þessu tímabili og ástæðum fyrir gerð og endurgerð fyllinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti stærri rannsóknar á tannfyllingum og endurgerð þeirra. Tannlæknar í almennum praxís voru beðnir að skrá fyrirfram skilgreindar ástæður fyrir gerð tann- fyllinga, vali á tannfyllingaefnum og endingu tannfyllinga, eftir lög- un (klössum) og efnum fyllinga. Þá voru þeir beðnir að áætla núver- andi og fyrrverandi notkun tannfyllingaefna í álagssvæði jaxla. Niðurstöður: í rannsókninni 1983 fengust upplýsingar frá 41 tann- lækni (56% svarhlutfall) um 3077 fyllingar, en í þeirri síðari (2000) fengust upplýsingar frá 91 tannlækni (51 %) um 8395 fyllingar. Nið- urstöður sýna stöðuga aukningu á notkun plastefna í álagssvæði jaxla, mun meiri í I. klassa en II. klassa. Seinni könnunin sýnir að einungis er notað 14,9% amalgam í I. klassa, en var aðalfyllingaefn- ið (55,2%) 1983. Hlutfall upphafsfyllinga og endurfyllinga var nán- ast það sama 2000 og 1983. Sekunder tannáta var aðalástæða fyrir endurgerð allra fyllinga bæði árin, 48,6% 1983, en 43,7% 2000. Að- albreytingar á ástæðum tengjast bættum fyllingaefnum. Þannig fækkar amalgamfyllingum sem brotna við brúnir eða að tennur brotna sem í eru amalgamfyllingar. Hvað kompositfyllingar varðar þá fækkar þeim fyllingum sem þarf að endurgera vegna mislitunar. Góð fylgni er á milli áætlaðrar og raunnotkunar á amalgami og komposit í I. og II. klassa fyllingar. Ályktanir: Notkun komposit í álagsfleti jaxla eykst stöðugt á kostn- að amalgams, sérstaklega í I. klassa fyllingar. Aðalástæður fyrir gerð fyllinga hafa lítið breyst, breytingar tengjast aðallega bættum fyllingaefnum. E 70 Ending tannfyllinga á íslandi Sigfús Þór Elíasson, Svend Richter Tannlækningastofnun, tannlækningadeild HÍ sigfuse@hi.is Inngangur: Upplýsingar um endingu tannfyllinga eru mikilvægur mælikvarði við mat á langtímakostnaði tannviðgerða, en engar slík- ar upplýsingar hafa verið til hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um endingu tannfyllinga á íslandi og bera nið- urstöður saman við sams konar rannsóknir erlendis. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti stærri rannsóknar á tannfyllingum og endurgerð þeirra og vali á fyllingaefnum í al- mennum tannlæknapraxís. Tannlæknar voru beðnir að skrá aldur fyllinga sem voru endurgerðar, ef upplýsingar voru fáanlegar úr sjúkraskrám. Voru þeir beðnir að skrá hefðbundna lögun fyllinga eftir klössum (I.-VI.), auk „öðruvísi" fyllinga, þar sem til dæmis allir fletir væru viðgerðir. Einnig voru tannlæknar beðnir að skrá hvort tannfyllingaefnið sem var fjarlægt væri amalgam, komposit, glerjon- omer, plast/glerjonomer eða annað efni. Aldur fyllinga var reiknað- ur bæði sem meðaltal og miðgildi. f niðurstöðum er miðgildi aldurs notað, þar sem efri og neðri 25% kvartel eru ekki tekin með. Niðurstöður: Aldur 1917 bilaðra fyllinga í fullorðinstönnum var skráður. Miðgildi aldurs amalgamfyllinga var 10 ár, átta ár fyrir komposit, fjögur ár fyrir glerjonomerfyllingar og þrjú ár fyrir resin- /glerjonomerfyllingar. Miðgildi aldurs fyrir „aðrar“ fyllingar, sem aðallega voru gullinnlegg, var mun hærra, eða 16 ár. Miðgildi aldurs amalgam- og kompositfyllinga borið saman við lögun (klassa) fyll- inga var alltaf hærra fyrir amalgamfyllingar, eða 13,5 ár á móti fimm árum fyrir composit í I. klassa, 10 ár á móti sjö árum í II. klassa, 15,5 ár á móti 10 árum í III. klassa, 10 ár á móti átta árum í V. klassa og 11 ár á móti fimm árum í stærri fyllingar. Séu niðurstöður flokkaðar eftir aldri kom í Ijós að í yngsta hópnum var miðgildi aldurs kom- positfyllinga fjögur ár, en næstum helmingi hærra, eða 7,5 ár, fyrir amalgamfyllingar. Ekki var munur á aldri amalgamfyllinga eftir kynferði, en miðgildi aldurs kompositfyllinga var nokkuð lægra hjá körlum en konum. Ályktanir: Amalgamfyllingar endast lengur en kompositfyllingar. Glerjonomer- og plast-/glerjonomerfyllingar endast skemur. Gull- fyllingar endast lengst. E 71 Áhrif munnvatnsmengunar á bindistyrk milli plastlaga Siguröur Örn Eiríksson1, Patricia N.R. Percira2, Edward J. Swift Jr.2, Har- ald O. Heymann2, Ásgeir Sigurðsson?- iTannlækningastofnun tannlæknadeildar HÍ, 2University of North Carolina al Chapel Hill, NC sigeir@hi.is Inngangur: Mælt hefur verið með að setja plastfyllingar í tennur í nokkrum lögum og Ijósherða á milli. Lengri tíma tekur að gera slík- ar fyllingar og aukin hætta er á mengun. Tilgangur þessarar rann- LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.