Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 47
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I samskipti, gætu því komið að miklum notum. Fyrri rannsóknir hafa aðallega notast við æðaþelsfrumur frá naflastreng. Þetta stafar af því hversu gott aðgengi er að þessum frumum. Hins vegar er það vel þekkt að æðaþelsfrumur frá hinum ýmsum líffærum búa yfir ólíkum eiginleikum. Markmið þessarar rannsóknar var að búa lil og skil- greina æðaþelsfrumulínu úr fituvef brjóstkirtils, sem hægt væri að nota í samræktum með brjóstakrabbameinsfrumum í framtíðinni. Efniviður og aðferðir: Fituvefur var einangraður úr brjóstvef eftir brjóstaminnkunaraðgerð og meltur með kollagenasa og trypsíni. Þar sem fituvefurinn inniheldur nær eingöngu fitufrumur og háræð- ar fékkst tiltölulega mikið magn af nokkuð hreinum æðaþelsvefja- bútum. Vefjalausnin var því næst inkúberuð með Dynabeads segul- kúlum, sem húðaðar voru með mótefni gegn CD31 (PECAM), til þess að fá enn hreinni lausn af æðaþelsvefjabútum. Einangruðum háræðavefjabútum var síðan sáð á kollagenhúðaðar ræktunarflösk- ur og þeir ræktaðir á sértæku æðaþelsfrumuæti. Eftir að góður frumu- vöxtur hafði fengisl í ræktunarflöskunum voru æðaþelsfrumurnar gerðar ódauðlegar með innskoti á retrógenaferju, sem skráir fyrir human papilloma veiru-16 æxlisgenunum E6 og E7. Niðurstöðun Nýja brjóstaæðaþelsfrumulínan sýnir kúlulaga (cobble- stone) svipgerð og snertitálmun í tvívíðum ræktum. Við ræktun ofan á grunnhimnuefni myndast æðalíkir strúktúrar. Mótefnalitanir staðfesta tjáningu á hefðbundnum kennipróteinum fyrir æðaþels- frumur, eins og CD31, von Willebrand Factor og CD105. Alyktanir: Þessi nýja háræðaþelsfrumulína mun vonandi koma að góðum notum í in vitro frumuræktunarlíkönum, er endurspegla þau samskipti sem eiga sér stað milli brjóstaæðaþelsfrumna og eðlilegra og illkynja brjóstakrabbameinsfrumna við nýmyndun æða. Þær rannsóknir eru í gangi núna. E 75 Arfberar BRCA2 stökkbreytingar. Áhrif fæðinga og brjóstagjafar á brjóstakrabbameinsáhættu Laufey Tryggvadóttiri, Sigfríður Guðlaugsdóttir2, Elínborg J. Ólafsdóttiri, Sigrún Stefánsdóttir2, Hólmfríður Hilmarsdóttir2, Hafdís Hafsteinsdóttir2, Jón G. Jónassoni.3-4, Hrafn Tulinius1, Jórunn E. Eyfjörð2.3 'Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 2Rannsóknarstofa Krabbameins- félags íslands í sameinda- og frumulr'ffræði, 3Háskóli íslands, 4Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði laufeyt@krabb.is Inngangur: Meðfæddar stökkbreytingar í BRCA genum auka áhættu á brjóstakrabbameini. Á íslandi bera 7-8% kvenna með brjóstakrabbamein eina tiltekna stökkbreytingu, 999del5, í BRCA2 geninu. Fæðingar og brjóstagjöf draga úr brjóstakrabbameins- áhættu. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna tilgátu um að áhrif þessara þátta séu önnur á brjóstvef í arfberum BRCA2 stökk- breytingar en hjá öðrum konum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var tilfellaviðmiðarannsókn innan ferilrannsóknar. Tveir hópar tilfella voru skoðaðir. í öðrum voru 100 arfberar íslensku stökkbreytingarinnar sem höfðu gefið svar í ferilrannsókn Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins fyrir grein- ingu. Meðalaldur við greiningu var 48 ár (30-77 ár). í hinum tilfella- hópnum var 361 tilfelli án stökkbreytingarinnar, sambærilegt við arfberana varðandi greiningarár, fæðingarár og aldur við svar. I við- miðunarhópnum voru 1000 heilbrigðar konur. Við útreikninga var notuð fjölbreytugreining (conditional logistic regression) þar sem tekið var tillit til annarra áhættuþátta. Niðurstöður: Aukinn fjöldi fæðinga hafði marklækt ólík áhrif hjá arfberum og konum án stökkbreytingarinnar. Hlutfallsleg áhætta fyrir hverja nýja fæðingu var 1,15 (95% öryggisbil: 0,96-1,38) þegar arfberar voru bornir saman við heilbrigð viðmið, en 0,88 (95% ör- yggisbil: 0,79-0,99) þegar óvalinn sjúklingahópur var borinn saman við heilbrigðu konurnar. Einnig var tímalengd brjóstagjafar styttri hjá arfberum en sjúklingum án stökkbreytingarinnar. Ályktanir: Skort hefur rannsóknir sem gefa skýr svör varðandi hugsanleg ólík áhrif fæðinga hjá arfberum BRCA stökkbreytingar og öðrum konum. Niðurstöður okkar benda sterklega til þess að áhrifin séu ólík. Erfiðara er að túlka áhrif brjóstagjafar, því styttri brjóstagjöf hjá arfberum getur verið til marks um erfiðleika við mjólkurframleiðslu. Önnur hugsanleg skýring er að brjóstagjöfin veiti arfberum sterkari vernd gegn brjóstakrabbameini en öðrum konum. E 76 Tíðni stökkbreytinga í BRCAl og BRCA2 genunum í eggjastokkakrabbameini á íslandi Þórunn RufnarJ Steinunn Thorlacius1, Þorgeir Gestsson2, Hafsteinn Sæ- mundsson3, Karl Olafsson1, Anna Salvarsdóttir’, Kristrún R. Benedikts- dóttir2-4 HJrður, Verðandi, Skuld, 2iæknadeild HÍ, -’kvcnnadcild Landspítala háskólasjúkrahúss, 4Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði thorunnr@uvs.is Inngangur: Stökkbreytingar í BRCAl og BRCA2 genunum tengj- ast aukinni áhættu á krabbameini í brjósti, eggjastokkum og öðrum líffærum. Ein stökkbreyting í hvoru geni er þekkt á íslandi, BRCAl G5193A sem er mjög sjaldgæf og BRCA2 999del5 sem finnst í0,5% Islendinga. Markmið rannsóknarinnar var að meta tíðni þessara stökkbreytinga í eggjastokkakrabbameini á Islandi og kanna hvort tengsl væru við meinafræðilega greiningu og/eða horfur. Efniviður og aðferðir: DNA var einangrað úr blóði 188 núlifandi einstaklinga og úr vefjasýnum frá 118 af þeim 124 einstaklingum sem greinst höfðu með eggjastokkakrabbamein árin 1991-2000 og eru látnir. BRCAl G5193A breytingin var greind með dHPLC tækni og stökkbreytingar staðfestar með raðgreiningu. BRCA2 999del5 greining var gerð með PCR og aðskilnaði samsæta með rafdrætti. Upplýsingar um greiningaraldur voru fengnar hjá Krabbameins- skrá. Niðurstöður: Stökkbreytingin BRCAl G5193A fannst í einu sýni úr hópi 188 núlifandi sjúklinga og einu sýni úr hópi 118 látinna ein- staklinga. Báðir einstaklingarnir höfðu æxli af serous gerð. BRCA 999del5 breytingin fannst í sex af 164 núlifandi einstaklingum (3,7%, OR: 6,2, CI: 1,96-) og sex af 109 látnum einstaklingum (5,5%, OR: 12,64, CI: 1,96-). Tíu af 12 BRCA2 jákvæðum æxlum, eða 83%, voru af serous gerð á móti 44% stakra æxla. Meðalaldur við grein- ingu var lægri hjá konum með BRCA2 stökkbreytingu en meðal þjóðarinnar. Ályktanir: Stökkbreyting í BRCA2 er sterkur áhættuþáttur fyrir eggjastokkakrabbameini á íslandi. BRCAl stökkbreytingin virðist ekki vera sterkur áhrifaþáttur í eggjastokkakrabbameini hér á landi. LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.