Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 49
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I gerðar fyrir MF. Jafnframt sýndi vef'jasýni frá maga breytingar dæmi- gerðar fyrir eililfrumumagabólgu. Gerð var PCR rannsókn fyrir einstofna (clonal) eitilfrumum og DNA raðgreining á öllum vefjasýnununt. Niðurstöður: DNA úr vefjasýnum frá smágirni, maga og húð sýndu öll sams konar einstofna band fyrir T-frumum og með raðgreiningu var sýnt fram á sömu basaröð í öllum sýnum. Alyktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að utan meltingarveg- ar getur coeliac sjúkdómur sem ekki svarar meðferð tekið á sig mynd MF og að eitilfrumumagabólga í tengslum við coeliac sjúk- dóm getur verið einstofna sjúkdómur. Jafnframt eru þessar niður- stöður í samræmi við nýlegar rannsóknir sem hafa sýnt að í sumum tilfellum getur coeliac sjúkdómur sem svarar ekki meðferð stafað af ógreindu T-frumu eitilfrumuæxli í meltingarvegi. E 80 Rannsóknir á E-cadherini, þ-catenini og FHIT í magakrabbameinum Siguröur Ingvarsson1, Chen Huipingl, Jón Gunnlaugur Jónasson2 'J ilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, -Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði siguring@hi.is Inngangun E-cadherin-catenin flókinn er mikilvægur í frumusam- loðun þekjufrumna og viðheldur réttri vefjabyggingu. Truflun á tján- ingu eða starfi flókans veldur tapi á viðloðun milli frumna og jafnvel umbreytingu frumna yfir í illkynja ástand og æxlisframvindu. FFIIT er talið vera æxlisbæligen og breytingar á því gætu átt þátt í æxlis- myndun í maga. Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum breytingar á E-cadherini, (J-catenini og FHIT í 50 magaæxlum með greiningu á tapi á arf- blendni, stökkbreytingargreiningu, greiningu á afbrigðilegum RNA umritum og ónæmislitunum. Niðurstöður: Há tíðni taps á arfblendni greindist á litningasvæði I6q22.1 þar sem E-cadherin genið er staðsett (75%) og innan FHIT gens (84%). Þrjú tilfelli (6%) sýndu sams konar mislestursbreytingu, A592T, í E-cadherin geni. Við greindum sjö æxli (18%) með afbrigði- legt E-cadherin mRNA. Einnig voru 34 af 39 (87%) æxlum með Iága FHIT tjáningu eða afbrigðilegt FHIT mRNA. Minnkuð tjáning E- cadherins, þ-catenins og FHIT greindist í 42%, 28% og 78% tilfella. Ellefu æxli (22%) greindust með (3-catenin umfrymislitun. Alyktanir: Niðurstöður okkar styðja þá tilgátu að breytingar á E- cadherini, p-catenini og Fhit hafi áhrif á tilurð eða framvindu mag/- krabbameina. E 81 Tap á arfblendni innan C3CER1 svæðis á litningi 3p21.3 í æxlum frá tíu mismunandi líffærum Þórgunnur Eyfjörð Pétursdóttir1, Unnur Þorsteinsdóttir2, Valgarður Egils- sonl, Sigurður Ingvarsson3 1 Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 2fslensk erfðagreining, 3Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum thorgep@landspitali.is Inngangun Litningur 3 er sá litningur sem hvað oftast tapast í æxlum. Þó hefur ekki tekist að finna þar vel skilgreint æxlisbæligen. C3CER1 (Chromosome 3 Common eliminated region 1) svæðið á 3p21.3 var skilgreint með notkun svokallaðs elimination test, þróað og fram- kvæmt á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi. Prófið byggir á flutn- ingi á einum mannalitningi, litningi 3 í þessu tilfelli, í æxlisfrumulínu frá manni eða mús með örfrumu samruna. Svæðið hefur verið þrengt niður í um það bil 1,4 Mb og 19 gen verið skilgreind á því. Efniviður og aðferðir: Efniviður okkar samanstendur af 575 frum- æxlum frá 10 mismunandi líffærum og samsvarandi eðlilegum vef fyrir hvert æxli: 159 brjóstaæxli, 115 ristil- og endaþarmsæxli, 67 nýrna- æxli, 70 lungnaæxli, 38 magaæxli, 42 eggjastokkaæxli, 31 eistnaæxli, 24 legslímhúðaræxli, 14 skjaldkirtilsæxli og 15 sarkmein. Við höfum rannsakað tíðnitap á arfblendni (Loss of Heterozygosity, LOH) í þessum æxlum með fimm microsatellite erfðamörkum sem dreifð eru innan C3CER1 svæðis. Samanburður var gerður á LOH á C3CER1 svæði í æxlum frá mismunandi líffærum. í þeim æxlum sem sýndu LOH var kannað hvort að stökkbreytingar væru til staðar í LIMDl (LIM domain containing 1) geni á C3CER1 með SSCP (single stranded conformation polymorphism) og DNA raðgreiningu. Niðurstöður: SSCP greining á brjóstaæxlum er lokið og erfða- breytileiki kom í ljós í útröðum 1,2 og 3 í LIMDl geninu. DNA rað- greining mun sýna hvort um raunverulegar stökkbreytingar er að ræða. Oftast var tíðni LOH í kringum 70-90% í þeim æxlum sem gáfu niðurstöður, hæst var tíðnin í lungnaæxlum (92%) en lægst í sarkmeinum (40%). Ályktanir: Það er því há tíðni LOH á C3CER1 svæðinu í flestum æxlisgerðum sem rannsakaðar voru, en LOH í æxlum finnst oft í tengslum við æxlisbæligen. E 82 Svefn ofvirkra barna Björg Þorleifsdóttir. Bryndís Benediktsdóttir Læknadeild HÍ bryndisb51@hotmail.com Inngangur: Tilgátur um að svefn barna með athyglisbrest og/eða ofvirkni (attention-deficit/hyperactivity disorder: ADHD) sé trufl- aður og skýri meðal annars eirðarleysi, einbeitingar- og athyglisbrest sem einkennir þau í vöku hafa ekki verið staðfestar. Niðurstöður fyrri rannsókna eru ekki samhljóða. Markmið þessarar rannsóknar, sem gerð var í samvinnu við barna- og unglingageðdeild Landspít- alans (BUGL), var að bera saman svefnmynstur, nætursvefn og dagsyfju barna með ADHD annars vegar og frískra jafnaldra þeirra hins vegar. Efniviður og aðferðir: Öllum börn á aldrinum 6-12 ára, sem vísað var til ofvirknigreiningar á BUGL veturinn 1997 til 1998, var boðin þátttaka í rannsókninni. I ADHD hópnum voru 58 börn (kynja- hlutfall: ein stúlka á móti 4,8 drengjum; meðalaldur 8,8 ára). Vetur- inn eftir voru valin í samanburðarhóp 27 börn úr einum grunnskóla borgarinnar (kynjahlutfall: 4,4:1; meðalaldur: 9,1 árs). Hreyfivirkni var mæld (actigraph) í viku og á sama tíma héldu foreldrar einnig svefnskrá. í lok þeirrar viku var svefnmæling gerð eina nótt heima, en daginn eftir var dagsyfja mæld á rannsóknarstofu. Foreldrar svöruðu spurningalistum um svefnvenjur og börnin svöruðu einnig sjálf spurningum. Við úrvinnslu var börnunum skipt í þrjá aldurs- hópa (6-7,8-9,10-12 ára) vegna aldursáhrifa á svefnlengd. Niðurstöðun Nætursvefnmæling sýndi að heildaruppbygging svefns var mjög svipuð hjá báðum hópunum. Hjá sex til sjö ára börnum með ADHD kom þó fram aukið hlutfall svefnstigs 1 (p=0,03), hjá átta til níu ára börnum með ADHD var svefnstig 4 aukið (p=0,04). Ttlhneig- LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.