Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 50
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ ing til aukinnar dagsyfju meðal barna með ADHD kom fram og meðal elstu barnanna var marktækur munur milli hópa. Böm með ADHD sofnuðu fljótar (15,3 á móti 19,3 mínúlur; p=0,007) og þau sofnuðu oftar yfir daginn (2,2 á móti 0,6; p=0,008). Hreyfivirknimæl- ing sýndi að yngstu börnin með ADHD sofnuðu fyrr (p= 0,012) og vöknuðu einnig íyrr (p=0,002) en samanburðarhópur. Foreldrar barna með ADHD töldu svefn barna sinna verri en foreldrar heilbrigðra. Ályktanir: Rannsókn sýndi að dagsyfja var meiri hjá börnum með ADHD sem ekki skýrðist af trufluðum nætursvefni, en gæti bent til þess að örvunarstig í vöku sé ekki nægjanlega hátt og gæti átt þátt í að skýra hegðunarmynstur barna með ADHD. E 83 Athyglisbrestur, ofvirkni og flog. Algengi og tengsl meðal íslenskra barna Pétur Lúðvígsson', Dale Hesdorffer2, Elías Ólafsson2, Ólafur Kjartans- son4, W. Allen Hauser2 'Barnaspítali Hringsins, 2Columbia University NY, 3taugalækningadeild og ‘höntgendeild Landspítala háskólasjúkrahúss peturl@landspitali.is Inngangur: Athyglisbrestur (ADD), ofvirkni (HD) og athyglisbrest- ur með ofvirkni (ADHD) eru algeng einkenni hjá börnum. Ein- kennin sjást oftar hjá börnum með flogaveiki en öðrum og er flog- um eða lyfjameðferð oft kennt um. Hluti rannsóknar okkar á al- gengi og áhættuþáttum floga og flogaveiki á Islandi beindist að því að kanna tengsl floga við athyglisbrest og ofvirkni. Efniviður og aðferðir: Nánasti aðslandandi þeirra barna á íslandi, á aldrinum 3-16 ára, sem greindust með fyrsta flog á 39 mánaða tímabili frá 1. desember 1995 og nánasti aðstandandi tveggja viðmið- unareinstaklinga úr þjóðskrá á sama aldri og kyni, svöruðu stöðluð- um spurningalista í síma um athyglisbrest og ofvirkni samkvæmt skil- greiningu DSMIV. Spurt var eins fljótt og auðið var eftir fyrsta flog. Niðurstöður: Algengi athyglisbrests, ofvirkni og athyglisbrests með ofvirkni var 7%, 6% og 3% hjá börnum við fyrsta flog, en 2%, 3% og 1% hjá viðmiðunarhópi. Saga um athyglisbrest með eða án of- virkni var mun oftar fyrir hendi hjá börnum við fyrsta flog en hjá viðmiðunarhópi. (OR: 2,9; 95% 0=1,3-6,1). Tengslin sáust við at- hyglisbrest eingöngu (OR: 4,3; 95% 0=1,3-15) og athyglisbrest með ofvirkni (OR=3,7; 95% 0=0,59-23), en ekki við ofvirkni eingöngu (OR=l,8; 95% 0=0,57-5,7). Ályktanir: Niðurstöður benda til að athyglisbrestur með eða án of- virkni og flog geti átt sameiginlega orsök. Algengi athyglisbrests, ofvirkni og athyglisbrests með ofvirkni var lægri í viðmiðunarhópi en búast hefði mátt við. E 84 Áhrif reykinga á meðgöngu á þætti sem ákvarða vöxt fósturs Ragnar Freyr Ingvarsson1, Þóröur Pórkelsson1-2, Anton Örn Bjarnason1, Hildur HarðardóttirL2, Guðmundur M. Jóhannesson4, Ásgeir Haralds- son1-2, Atli Dagbjartsson1.2 'Læknadeild HÍ, 2Barnapítali Hringsins, 3kvennadeild og 4rannsóknastofa Land- spítala háskólasjúkrahúss thordth@landspitali.is Inngangur: Reykingar á meðgöngu geta haft ýmsar óæskilegar af- leiðingar fyrir hina verðandi móður og ófætt barn hennar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif reykinga á stærð barna við fæð- ingu og þætti sem ákvarða vöxt fóstursins, það er súrefnisflutning, næringarástand og vaxtarþætti. Efniviður og aðferðir: Rannsökuð voru framskyggnt 28 börn mæðra sem reykt höfðu alla meðgönguna og þau borin saman við börn 45 mæðra sem ekki reyktu. I naflastrengsblóði voru mældir eftirfarandi þættir: 1. Merki um nýlega súrefnisþurrð (sýrustig, mjólkursýra, base excess, erythropoietin, normoblastar). 2. Merki um langvarandi súrefnisþurrð (magn blóðrauða). 3. Næringar- ástand (pre-albúmín, albúmín, kólesteról, þríglýseríðar, glúkósi). 4. Vaxtarþættir (insúlín, insúlínlíkur-vaxtarþáttur-I (IGF-I) og IGF- bindiprótein 3 (IGFBP3). Helstu niðurstöður: Börn mæðranna sem reyktu voru léttari, minni og með minna höfuðummál en börnin í samburðarhópnum. Þau voru með hærri þéttni blóðrauða, en ekki merki nýlegrar súrefnis- þurrðar. Ekki var marktækur munur á næringarástandi barnanna. IGF-I og IGFBP3 mældist lægra hjá börnum reykingamæðra en hjá börnum í samanburðarhópnum. Öfug fylgni var á milli þéttni ery- thropoietins og styrks IGF-I. Ályktanir: Reykingar á meðgöngu valda samhverfri vaxtarskerð- ingu hjá fóstrinu, það er að segja minni þyngd, lengd og höfuðum- mál. Þær skerða súrefnisflutning til fóstursins, sem bregst við með aukinni framleiðslu blóðrauða og eykur þannig súrefnisflutnings- getu blóðsins. Reykingar virðast hins vegar ekki auka líkur á súrefn- isþurrð í fæðingu, hugsanlega vegna aukins magns blóðrauða. Nær- ingarástand barnanna skýrir ekki vaxtarskerðinguna. Niðurstöður benda til þess að vaxtarskerðingin geti skýrst af minnkaðri fram- leiðslu IGF-I og IGFBP3, hugsanlega tengt langvarandi súrefnis- þurrð. E 85 Notkun efedríns í boltaíþróttum á íslandi Sigurbjörn Árni Arngrímsson1, Hrönn Ámadóttir1, Margrét Ágústa Þor- valdsdóttir1, Þórarinn Sveinsson2 U’þróttafræðasetur KHÍ að Laugarvatni, 2sjúkraþjálfunarskor læknadeildar HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Efedrín, sem er ólöglegt lyf, er í sumum fæðubótarefn- um og neysla þess, sem og fæðubótarefna almennt, virðist í mikilli tísku um þessar mundir. Ttlgangur þessarar rannsóknar var því að kanna hvort boltaíþróttamenn noti efedrín. Efniviður og aðferðir: Átján lið (þrjú karlalið og þrjú kvennaiið í hverri grein) sem spila í efstu deild í handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik voru valin af handahófi sem úrtak fyrir könnunina. Spurningalisti var notaður til verksins. Allir 255 íþróttamennirnir (133 karlar og 122 konur) sem könnunin var lögð fyrir svöruðu. Niðurstöður: Af þeim sem svöruðu töldu 84% að fæðubótarefni gætu bætt árangur í íþróttum. Hlutfall þeirra sem nota fæðubótar- efni í þessum tilgangi var 56% meðal körfuknattleiksmanna, 35% meðal knattspyrnumanna og 13% meðal handknattleiksmanna. Munurinn á milli allra greina var tölfræðilega marktækur (p<0,003). Einnig notuðu marktækt fleiri karlar fæðubótarefni en konur (p=0,004). I heildina hafði 53% íþróttamannanna verið boðið efe- drín. Um 12% þeirra notaði efedrín og 25% til viðbótar höfðu próf- að efedrín, hlutfallslega flestir í körfubolta. Þá vissu 61 % um ein- hverja í þeirra íþróttagrein sem notuðu efedrín og var algengara að konur hefðu slíka vitneskju (p=0,001). Af þeim sem ekki höfðu próf- að efedrín gátu 18% þeirra hugsað sér að prófa það í framtíðinni. 50 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.