Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 51
ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Tultugu og einu af hundraði fannst að leyfa ætti notkun sumra lyfja án eftirlits og var sú skoðun algengari hjá þeim sem notuðu eða höfðu nolað efedrín (r=0,38; p<0,001). Alyktanir: Pessar niðurstöður gefa til kynna að notkun ólöglegra lyfja hafi aukist nokkuð frá 1998 og að tæplega 40% íþróttamann- anna hafa notað efedrín. Notkunin er einnig mun algengari á meðal körfuknattleiksmanna en hinna tveggja boltagreinanna. E 86 Áhættuþættir sortuæxla í húð meðal flugáhafna og úrtaks þjóðarinnar Villijálmnr Rafnsson1, Jón Hrafnkelsson2, Hrafn Tuliniusl.3, Bárður Sigur- geirsson4, Jón Hjaltalín Ólafsson4 'Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði HÍ, 2krabbameinsdeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss, -^Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 4húð- og kynsjúkdóma- deild Landspítala háskólasjúkrahúss vilraf@hi.is Tilgangur: Að meta hvort munur á algengi áhættuþálla sortuæxla hjá úrtaki þjóðarinnar og flugáhafna gæti skýrt aukið nýgengi sortu- æxla, sem í fyrri rannsóknum hefur fundist meðal flugáhafna. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var notaður til að afla upp- lýsinga um háralit, augnlit, freknur, fæðingarbletti, húðgerð, sögu um sólbruna, notkun sólarvarnar, notkun sólarlampa/-bekkja og fjölda sólarlandaferða. Reiknað var spágildi fyrir sortuæxli út frá algengi áhættuþáttanna í hópunum. Niðurstöður: í rannsókninni tóku þátt 239 flugmenn (karlar) og 856 flugfreyjur sem voru borin saman við 454 karla og 1464 konur, sem valin voru af hendingu úr þjóðskrá. Það var ekki mikill munur á eðlislægum eða hegðunarbundnum áhætluþátlum fyrir sortuæxli milli hópanna. Áhafnirnar höfðu oftar notað sólvörn og oftar farið í sólarlandaferðir en karlar og konur í úrtakinu. Spágildi vegna notkunar á sólvörn var 0,88 fyrir flugmenn en 0,84 fyrir flugfreyjur; og spágildi vegna sólarlandaferða var 1,36 og 1,34 fyrir hvorn hóp. Umræða: Pað var ekki áberandi munur á algengi áhættuþáttanna milli hópanna. Það er því ólíklegt að sú aukna áhætta sortuæxla sem fundist hefur hjá flugmönnum (SIR 10,0) og flugfreyjum (SIR 3,0) skýrist eingöngu af því að þau verði fyrir mikilli mengun sólarljóss í frítímanum. Það er því nauðsynlegt að rannsaka frekar þýðingu geimgeislamengunar sem flugáhafnir verða fyrir. E 87 Eitranir á íslandi. Bráðabirgðaniðurstöður fram- skyggnrar rannsóknar sem fór fram á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum 2001-2002 Jakob Kristinssoni, Curtis P. Snook2, Guðborg A. Guðjónsdóttir2, Hulda M. Einarsdóttir3, Margrét Blöndal2, Runólfur Pálsson3, Sigurður Guðmunds- son4 'Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 2Eitrunarmiðstöð Landspítala Fossvogi, 3lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, 4Landlæknisembættið jakobk@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að afla sem áreiðanleg- astra upplýsinga um bráðar eitranir og meintar eitranir, sem koma til meðferðar eða umfjöllunar lækna og annarra heilbrigðisstétta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum landsins. Hér er greint frá frumniðurstöðum þessarar rannsóknar. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var aflað á framskyggnan hátt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum landsins. Rannsóknin hófst 1. apríl 2001 og henni lauk 31. mars 2002. Niðurstööur: Svör bárust frá 30 sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um 1125 eitranir eða meintar eitranir. Átta hundruð sjötíu og fimm þeirra (77,8%) komu af höfuðborgarsvæð- inu. Meðalaldur hópsins var 31 ár, aldursbil 0-92 ár. Börn yngri en 18 ára voru 224 (19,9%). Konur voru 624 og karlar 501. Algengustu ástæður eitrunar voru sjálfsvígstilraunir (36%) og misnotkun lyfja eða ávana- og fíkniefna (23%). Slysaeitranir voru 21% allra eitrana og eitranir tengdar atvinnu 10%. í 804 tilvikum (71,5%) voru áfengi og/eða lyf aðal eitrunarvaldarnir. Algengastar voru eitranir af völd- um áfengis, benzódíazepínsambanda, verkjadeyfandi og hitalækk- andi lyfja og geðdeyfðarlyfja. Olögleg ávana- og fíkniefni komu við sögu í 8,7% tilvika. Af öðrum algengum eitrunum má telja innönd- un reyks eða eitraðra lofttegunda og eitranir af völdum ýmiss konar hreinsiefna og lífrænna leysiefna. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að svipaður fjöldi einstaklinga leiti sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum vegna eitrana og vegna áverka af völdum um- ferðarslysa. Þrátt fyrir að flestar eitranirnar tengist sjálfsvígstilraun- um og lyfjamisnotkun (59%) varð drjúgur hluti þeirra vegna óhappa í leik og starfi (32%). E 88 Tíðni þungana, fóstureyðinga og fæðinga meðal unglingsstúlkna i aldarfjórðung Sóley S. Bender Hjúkrunarfræðideild HÍ, læknadeild HÍ ssb@hi.is Inngangur: Þungun á unglingsþroskaskeiði getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir móður og barn. Á þessum árum er einstaklingurinn að takast á við mörg þroskaverkefni og litið er á það sem tvöfalda kreppu að eignast barn á þeim tíma, einkum fyrir þær sem yngri eru. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða tíðni þungana, fæðinga og fóstureyðinga á íslandi meðal unglingsstúlkna, borið saman við Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóð, á tímabilinu 1976-1999 og greina hvað er líkt og ólíkt með þessum löndum. Efniviður og aðferðir: Stuðst var við skráningu þungana, fóstur- eyðinga og fæðinga frá Hagstofu íslands og öðrum hagstofum á Norðurlöndum fyrir aldurshópinn 15-19 ára og skráning borin sam- an. Valið var tímabilið eftir að lög um fóstureyðingar tóku gildi (1975) hér á landi. Niðurstöður: Fæðinga- og þungunartíðni í þessum fimm löndum lækkaði um 57-67% og 31-50% á þessu tímabili en á Islandi hélst þessi tíðni mun hærri en á öðrum Norðurlöndum. Hér á landi hefur tíðni fóstureyðinga meðal unglingstúlkna aukist frá því að vera 5,8/1000 árið 1976 í 21,5/1000 árið 1999. Á hinum Norðurlöndunum varð hins vegar almenn lækkun um 20-41 % á tíðni fóstureyðinga á þessu tímabili. Á árunum 1996-1999 er tíðni fóstureyðinga meðal unglingsstúlkna hér á landi orðin hærri en á hinum Norðurlöndun- um. Ályktanir: Hærri tíðni þungana hér á landi má líklega tengja við viðhorf til barneigna í íslensku samfélagi. Það er hátt metið í sam- félaginu að eiga mörg börn. Það sem líklega greinir ísland frá hin- um Norðurlöndunum er að hér á landi hafi í kjölfar gildistöku fóst- ureyðingarlaganna ekki verið lögð rík áhersla á forvarnir í formi kyn- LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 0 2/88 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.