Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 52
I ÁGRIP ERINDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ fræðslu og kynheilbrigðisþjónustu eins og gert var í hinum löndun- um.Til að hafa áhrif á þessa þróun þarf að styrkja báða þessa for- varnarþætti. E 89 Tengsl holdafars og lifnaðarhátta níu ára barna í Reykjavík Erlingur Jóhannsson1, Sigurbjörn Arni Arngrímsson1, Brynhildur Briem2, Elín Þorgeirsdóttir3, Þórarinn Sveinsson4, Þórólfur Þórlindsson3 Ifþróttafræðasetur KHÍ að Laugarvatni, 2Kennaraháskóli íslands, 3félagsvísinda- deild HI. 4sjúkraþjálfunarskor læknadeildar HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðarháttum fólks, svo sem offita og hreyfingarleysi, hafa aukist lil mikilla muna á und- anförnum árum. Breyttir þjóðfélagshættir hafa haft mikil áhrif á hreyfingarmynstur fólks, kyrrseta er mun meiri og fólk hreyfir sig minna en áður. Þar eru börn ekki undanskilin. Börn sitja nteira fyrir fram sjónvarp og eru meira í tölvuleikjum og til viðbótar eru börn meira keyrð á milli staða. Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar var að kanna holdafar með því að mæla líkamsþyngdarstuðui og líkamsfitu, íþróttaiðkun og lífsvenjur meðal níu ára barna í Reykjavík. Úrtak rannsóknarinnar var 308 níu ára gömul börn úr fjórum grunnskól- um í Reykjavík, Fellaskóla, Laugarnesskóla, Melaskóla og Selja- skóla. Foreldrar og forráðamenn 237 barna gáfu samþykki fyrir þátttöku barna sinna í rannsókninni og var hún framkvæmd á þeint í september og október. Þátttökuhlutfallið var því 76,9%. Niðurstöður: Marktæk fylgni var á milli líkamsþyngdarstuðuls (LÞS) og þykkt húðfellinga (p<0,01). Þegar börnin eru flokkuð eflir LÞS kom í ljós að 18,4% voru með LÞS frá 19,1-22,8 eða of þung og 5,5% voru með LÞS >22,8. Marktækur munur var á þeim sem voru yfir kjörþyngd og hinna, það er lélegri útkomu úr þrekprófi (p<0,001), hreyfa sig minna (p<0,05), horfa meira á sjónvarp (p<0,05) og stunda íþróttir í minna mæli. Hlutfall barna sem stunda íþróttir með íþróttafélögum var einungis 52%. Alyktanir: Ljóst er út frá þessum niðurstöðum að ofþyngd og offita meðal barna og unglinga á Islandi er mjög mikil og er orðið alvar- legt heilbrigðisvandamál. Einnig er ljóst að lífsvenjur og lifnaðar- hættir barna hafa umtalsverð áhrif á holdafar þeirra og líkams- ástand. Þakkin Rannsóknin var styrkt af Rannís. E 90 Tengsl reykinga og nýbyrjaðrar iktsýki. Framskyggn rannsókn Valdís F. Manfreðsdóttiri, Þóra Víkingsdóttir1, Helgi Valdimarsson1, Sig- rún L. Sigurðardóttir1, Ámi J. Geirsson2, Ólafur Kjartansson3, Ásbjörn Jónsson3, Þorbjörn Jónsson1, Arnór Víkingsson1-2 ^ÓnæmisfræðideiId, 2gigtarskor og 3röntgendeild Landspítala háskólasjúkrahúss valdisfm@landspitali.is Inngangur: Hugsanlegt hlutverk reykinga í tilurð og alvarleika ikt- sýki hefur verið til umræðu á síðustu árum. Afturskyggnar rann- sóknir á sjúklingum með langvarandi iktsýki hafa flestar bent lil þess að reykingar auki liðskemmdir en ýti ekki undir tilurð sjúk- dómsins. Þetta hefur þó verið umdeilt og hefur framskyggnar rann- 52 L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 sóknir þessu til stuðnings vantað. Efniviður og aðferðir: I framskyggnri rannsókn á nýgreindum sjúklingum með samhverfar fjölliðabólgur voru þátttakendurnir skoðaðir fjórum sinnum á tveim árum, tekin sjúkrasaga og nákvæm reykingasaga, gerð líkamsskoðun og liðamat. Röntgenmyndir af höndum og fótum voru teknar. Við samanburð á reykingavenjum sjúklinganna og þjóðarinnar var stuðst við upplýsingar úr skrám Tóbaksvarnarnefndar. Niðurstöður: Eitt hundrað sjúklingar tóku þátt í rannsókninni. Meðalaldur þeirra var 53 ár og hlutfall kvenna 56%. Af 100 sjúk- lingum höfðu 28 manns aldrei reykt, 34 voru núverandi reykinga- ntenn og 38 höfðu hætt fyrir upphaf liðagigtareinkenna. Núverandi reykingamenn höfðu marktækt virkari sjúkdóm við fyrstu komu samanborið við þá sem höfðu aldrei reykt (liðbólgur 16,3 á móti 9,8; p=0,024; liðeymsli 19,0 á móti 13,6; p=0,017). Sjúkdómurinn hélst virkari í núverandi reykingamönnum við sex mánaða mat þrátt fyrir lyfjameðferð (liðbólgur 6,2 á móti 2,5; p=0,038; liðeymsli 10,4 á móti 6,1; p=0,049). Upplýsingar um liðskemmdir samkvæmt röntgen- greiningu munu liggja fyrir bráðlega. Reykingar voru algengari meðal sjúklinga heldur en almennt gerist hjá þjóðinni (36% á móti 26%; p=0,023). Alyktanir: Hér er í fyrsta sinn sýnt fram á með framskyggnri rann- sókn að tíðni iktsýki er aukin hjá reykingamönnum. Jafnframt benda niðurstöðurnar til að reykingamenn hafi virkari sjúkdóm við upphaf einkenna og að liðagigtin haldist virkari að minnsta kosti fyrstu sex ntánuðina eftir að meðferð hefst. E 91 Vinnuvernd. Árangur heilsueflingar í leikskólum Reykjavíkur Kristinn Tómasson. Berglind Helgadóttir, Hólmfríöur K. Gunnarsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Vinnueftirlit ríkisins kristinn@ver.is Inngangur: Mikilvægt er að rannsaka árangur heilsueflingar og vinnuverndaraðgerða. Fyrsti liður í slíkum aðgerðum er könnun á núverandi ástandi, þá koma tillögur til úrbóta byggðar á þeim niðurstöðum og síðan að hóflegum tíma liðnum mát á árangri. Efniviður og aðferðir: I maí árið 2000 var tekið úrtak 16 leikskóla hjá Leikskólum Reykjavíkur og þeir beðnir um að svara ítarlegum spurningalista og vinnustaðir skoðaðir. Þar var spurt um persónu- lega hagi, svo sem hjúskaparstöðu, heimilisaðstæður, menntun og stöðu, líkamlegt álag og líkamsbeitingu, félagslega og andlega álags- þætti. í framhaldi voru gerðar ákveðnar úrbætur og í maí 2002 var sami spurningalisti lagður fyrir starfsfólk. Niðurstöður: Árið 2000 voru starfsmenn 320 og svöruðu 90% en árið 2002 voru starfsmenn 302 og svöruðu 88%. Algengi stoðkerfis- vandamála var mjög hátt svo og kvartanir vegna hávaða. Einnig voru ýmis sálfélagsleg vandamál tíð en hins vegar var almenn starfs- ánægja og starfmenn ánægðir með sína líðan. Byggt á þessu var ákveðið að efla mjög kennslu í líkamsbeitingu og réttum vinnustell- ingu en einnig var tryggt að aðbúnaður, svo sem borð, stólar og svo framvegis, væri sem bestur og bætt úr þar sem þess þurfti. Einnig voru gerðar aðgerðir til að draga úr hávaða. Hlutfall þeirra sem unnu í mjög eða oft í álútum stellingum fór úr 71% í 45%, og hlutfall þeirra sem unnu oft á hækjum sér lækkaði úr 71% í 51% og J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.