Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 54
I ÁGRIP ERINDA / VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ Meðaltal áreiðanleikastuðla undirkvarða foreldramatsins er 0,72 og yfirkvarða 0,88. Samræmi milli svara foreldra og kennara er svipað og í bandarísku frumútgáfunni. Alyktanir: Meginniðurstöður þessarar rannsóknar á íslenskri gerð BASC hegðunarmatskvarðanna eru þær að próffræðilegir eigin- leikar þeirra séu góðir og að þeir séu áreiðanlegt og réttmætt mæli- tæki til að meta hegðun og líðan 6-11 ára íslenskra barna. E 95 Persónuleikaeinkenni sem spá fyrir um hvort fólk, sem hefur farið í áfengismeðferð, kemur í eftirfylgnimat Jón Friörik Sigurðssoni, Gísli H. Guðjónsson2, Kristín Hannesdóttir2, Tómas Þór Agústsson1, Asa Guðmundsdóttir1, Þuríður Þórðardóttir1, Hannes Pétursson1, Þórarinn Tyrfingsson3 'Geðsvið Landspítala háskólasjúkrahúss, 2Institute of Psychiatry, King's College, London, 3SÁÁ jonfsig@landspitali.is Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna þætti sem greina best á milli þeirra sjúklinga sem farið hafa í áfengismeðferð og koma í fyrirfram ákveðið eftirfylgnimat ári síðar og hinna sem ekki koma í slíkt mat. Efniviður og aðferðir: Gert var sálfræðilegt mat á samtals 393 sjúk- lingum í áfengismeðferð á sjúkrahúsum í Reykjavík á fyrstu viku meðferðar þeirra. Ári síðar voru þeir beðnir um að koma í eftir- fylgnimat. Níutíu og átta (25%) sjúklingar komu í eftirfylgnimatið. Þeir sem ekki komu reyndust marktækt yngri en hinir sjúklingarnir, þeir mældust kvíðnari og með truflaðri persónuleika og með minni tilhneigingu til að fegra sig en hinir sem komu í eftirfylgnimatið. Niðurstöður: Alvarleiki áfengisvandamála við komu í meðferð reyndist ekki hafa forspárgildi um komu í eftirfylgnimat. Aðhvarfs- greining sýndi að harðlyndiskvarðinn á persónuleikaprófi Eysencks greindi best á milli hópanna tveggja að þessu leyti. ÁGRIP VEGGSPJALDA V 01 Erfðafræðilegir þættir sem hafa áhrif á legslímuflakk Hreinn Stefánsson1, Reynir Tómas Geirsson2, Valgerður Steinþórsdóttir1, Helgi Jónsson1, Andrei Manolescu1, Augustine Kong1, Guðrún Ingadóttir3, Jeffrey R. Gulcher1, Kári Stefánsson1 •íslensk erfðagreining, 2kvennadeiid Landspítaia Hringbraut, 3Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna reynirg@landspitali.is Inngangur: í legslímuflakki (endometriosis) er fjölskyldulægni til. Ef konur eru spurðar vita 8% um sjúkdóminn í nánum fjölskyldu- meðlimum. Aðstæður á íslandi gera kleift að nota öfluga ættfræði- grunna til að meta betur fjölskyldutengsl í sjúkdómunr. Þetta var notað til að skoða þætti sem hafa áhrif á áhættuna á legslímuflakki. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru upplýsingar um 750 konur sem höfðu fengið sjúkdóminn á 13 ára rannsóknartímabili á sjúkra- húsum í landinu sem höfðu kvensjúkdómadeild. Mat á fjölskyldu- tengslum með tölvugerðri módelaðferð var notað í útreikningi á áhættustuðli (risk ratio), skyldleikastuðli (kinship coefficient) og reikningi á fjölda forfeðra (minimum founder test). Niðurstöður: Konurnar voru mun skyldari er samanburðarþýði sem valið var á sömu grunnskilmerkjum. Áhættustuðull fyrir syslur var 5,2 (p<0,0001) og systkinabörn 1,56 (p<0,003). Skyldleikastuð- ull fyrir konurnar var marktækt hærri en fyrir samanburðarhópa 750 kvenna samkvæmt reiknilíkani, sem valdir voru af handahófi úr ættfræðigrunninum (p<0,0001), jafnvel þegar þær konur sem skyld- ar voru í fyrsta ættlið voru teknar út (p<0,05). Þegar fjöldi forfeðra var borinn saman milli kvenna með legslímuflakk og módelhóp- anna sást að forfeður voru marktækt færri á árabili sem svaraði til þriggja til sex kynslóða aftur í tímann. Erfðir í sjúkdómnum virðast geta verið gegnum bæði karl- og kvenlegg. Ályktanir: Konur með legslímuflakk eru skyldari en almennt er í þjóðfélaginu og áhætta vegna ættlægni er mikil fyrir náskylda ættingja en einnig aukin fyrir annan ættlið. Erfðafræðilegir þættir auka á áhættuna. V 02 Er hætta á endurtekningu háþrýstingssjúkdóms í annarri meðgöngu? Rannsókn á fjölskyldutengdum konum Sigrún Hjartardóttir1, Björn Geir Leifsson2, Reynir Tómas Geirsson1, Val- gerður Steinþórsdótlir3 IKvennadeild og 2skurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 3íslensk erfðagreining sighjart@landspitali.is Tilgangur: Hækkaður blóðþrýstingur á meðgöngu getur haft alvar- legar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir hið ófædda barn og móður. Háþrýstingur getur verið til staðar fyrir meðgöngu eða komið í Ijós á meðgöngu. Einkenni frá öðrum líffærakerfum geta komið fram sem gera sjúkdómsmyndina alvarlegri. Sum birtingarform eru talin algengari í fyrstu meðgöngu. Fjölskyldusaga um blóðþrýstingshækk- un og fyrri hækkun á meðgöngu eykur líkur á endurtekningu. Rann- sökuð var tíðni endurtekins háþrýstingssjúkdóms hjá konum sem höfðu sögu um slíka hækkun í fyrstu meðgöngu og tilheyra fjöl- skyldum þar sem sjúkdómurinn er þekktur og athuguð samsvörun milli mismunandi birtingarforma í fyrstu og annarri meðgöngu. 54 Læknablaðið / FYLCiIRIT 47 2002/88 J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.