Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 63

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 63
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I Ályktanir: Rannsóknin sýnir að einkennalaus þarmabólga er al- geng hjá aðstandendum sjúklinga með Crohns sjúkdóm. V 27 Öryggi rabeprazóls og ómeprazóls í viðhaldsmeðferð á vélindabakflæði. Áhrif fimm ára meðferðar á magaslímhúð Einar Oddsson1, Bjarni Þjóðleifsson1, Hallgrímur GuðjónssonL Roberto Fiocca2 'Rannsóknastofu í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, 2Hisai Ltd, London bjarnit@landspitali.is Inngangur: Langtímameðferð með prótonpumpuhemjuni (PPH) er oft nauðsynleg og það er því mikilvægt að rannsaka vel öryggi þessarar meðferðar. Það er vel þekkt að sýrulækkandi meðferð hjá rottum veldur carcinoid æxlum en þessi fylgikvilli hefur ekki fundist hjá mönnum. Það er einnig þekkt að langtímameðferð með sýru- lækkandi lyfjum veldur rýrnun á magaslímhúð hjá mönnum og stundum fylgja breytingar sem flokkast sem forstig magakrabba- meins. Það er hins vegar ekki Ijóst hvort þessar breytingar stafa af sýrulækkandi meðferð einni saman eða hvort þær koma fyrst og fremst hjá þeim sem eru sýktir af Helicobacter pylorí. Tilgangur: Að kanna áhrif fimm ára meðferðar með ómeprazóli 20 mg eða rabeprazóli 10 eða 20 mg á magaslímhúð hjá mönnum. Efniviöur og aöferðir: Skilyrði fyrir þátttöku var vélindabakflæði með bólgu, sem hafði gróið á meðferð með prótonpumpuhemjum, hvort tveggja staðfest með speglun. Tvö hundruð fjörutíu og þrír sjúklingar fengu síðan meðferð með ómeprazóli 20 mg eða rabepra- zóli 10 eða 20 mg, sem var ákveðin með tvíblindu slembivali og 123 luku fimm ára meðferð. Áhrif á magaslímhúð voru metin með sýn- um frá antrum og corpus maga, sem tekin voru eftir 13,26 og 52 vik- ur og síðan árlega eftir það. ECL forstigsbreytingar voru metnar á Solcia kvarða. Niðurstöður: Við upphaf rannsóknar voru um 40% sjúklinga sýktir í antrum og corpus af H. pylorí, jafnt í öllum meðferðarhópum. Við lok rannsóknar hafði sýkingartíðni fallið í antrum í öllum meðferð- arhópum en sýkingartíðni í corpus féll aðeins í hópnum sem tók rabeprazól 10 mg (niður í 20%). Magabólga og rýrnun á magaslím- húð voru mun algengari hjá sjúklingum með H. pylorí sýkingu. Bólga í antrum var minni í lok meðferðar í öllum meðferðarhópum en bólga í corpus minnkaði aðeins í hópnum sem tók rabeprazól 10 mg. Rýrnun á magaslímhúð jókst við meðferð í öllum meðferðar- hópum en forstigsbreytingar fyrir magakrabbamein sáust ekki. Of- vöxtur á argyrophyl ECL frumum var vægur í upphafi meðferðar og hafði minnkað í lok meðferðar hjá rabeprazólhópunum en auk- ist hjá ómeprazólhópnum. Carcinoid forstigsbreytingar sáust ekki hjá neinum sjúklingi, hvorki í upphafi né við lok meðferðar. Ályktanir: Langtímameðferð með ómeprazóli 20 mg og rabepra- zóli 10 og 20 mg hefur engar alvarlegar aukaverkanir á slímhúð maga. Þær breytingar sem sáust voru mest tengdar sýkingu með Helicobacter pylori. Ráðlegt er að uppræta sýkilinn hjá sjúklingum sem eiga að fá langtímameðferð með prótonpumpuhemjum. V 28 Tengsl serum tartrat ónæms súrs fosfatasa við aldur, beinþéttni og aðra beinumsetningarvísa Olafur S. Indriöason, Leifur Franzson, Díana Óskarsdóttir, Guðrún Krist- insdóttir, Edda Halldórsdóttir, Gunnar Sigurðsson Landspítali háskólasjúkrahús osi@tv.is Inngangur: Tartrat ónæmur súr fosfatasi (TÓSF) er nýr beinum- setningarvísir sem hægt er að mæla í sermi og endurspeglar virkni osteoclasta. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna fýlgni hans við beinþéttni og beinumsetningarvísa sem áður hafa verið rann- sakaðir. Efniviður og aðferðir: Þýðið samanstóð af slembiúrtaki 40-85 ára einstaklinga af höfuðborgarsvæðinu sem komu til beinþéttnimæl- ingar (DEXA), svöruðu spurningalistum um heilsufar og lyfja- notkun og gáfu blóðsýni. Tartrat ónæmur súr fosfatasi var mældur með ELISA og önnur efni með hefðbundnum aðferðum. Fyrir þessa rannsókn útilokuðum við sjúklinga með sjúkdóma eða á lyfj- um er áhrif hafa á bein- og kalkefnaskipti. Við notuðum fylgnistuð- ul Spearmans til að kanna fylgni milli TÓSF og annarra breyta. Einnig könnuðum við fylgni milli beinþéttni og TÓSF leiðrétt fyrir aldur með hlutafylgni og fjölþátta aðhvarfsgreiningu. Konur og karlar voru athuguð sérstaklega. Niðurstöður: Af 747 einstaklingum sem komu til rannsóknarinnar uppfylltu 244 konur og 210 karlar skilyrði fyrir þessa rannsókn. Serum TÓSF var 4,7±1,1 hjá konum og 4,7±1,0 hjá körlum, en hækkaði marktækt með aldri meðal kvenna en ekki meðal karla. Meðal kvenna fannst marktæk fylgni milli TÓSF og beinþéttni í hrygg (r=-0,43; p<0,001) og mjöðm (r=-0,41; p<0,001), en leiðrétt fyrir aldur var fylgnin minni, við beinþéttni í hrygg (r=-0,18; p<0,005) og mjöðm (r=-0,14; p<0,04). Meðal karla var fylgni milli TÓSF og beinþéttni í hrygg (r=-0,19; p<0,006) og mjöðm (r=-0,26; p<0,001) og leiðrétt fyrir aldur var fylgnin við beinþéttni í hrygg (r=-0,16; p<0,02) og mjöðm (r=-0,26; p<0,001). Fylgnin milli TÓSF og beinþéttni var ekki betri en milli beinþéttni og osteókalsíns eða kollagen krosstengja, hvort heldur sem leiðrétt var fyrir aldur eða ekki. Sterk fylgni fannst milli TÓSF og annarra beinumsetningar- vísa. Forspárgildi TÓSF á beinþéttni var ekki marktæk við fjölþátta aðhvarfsgreiningu. Ályktanir: Tartrat ónæmur súr fosfatasi sýnir sterka fylgni við beinþéttni sem þó er ekki betri en fyrir aðra beinumsetningarvísa. Þessi fylgni er til staðar þó aldursbundnar breytingar á beinþéttni séu teknar til greina, sem bendir til að TÓSF geti haft nokkurt gildi við greiningu eða meðferð beinþynningar. Slíkt gildi er ef lil vill mest til að meta líkur á breytingu á beinþéttni en þörf er á fram- skyggnri rannsókn til að kanna það. V 29 Spáir styrkur vascular endothelial growth factors í plasma sjúklinga með nýgreinda iktsýki fyrir um liðskemmdir? Brynja GunnlaugsdóttirL Arnór Víkingsson2.3, Ólafur Kjartansson4, Þóra Víkingsdóttir2, Árni J. Geirsson2, Björn Guðbjörnsson1 Rannsóknastofurnar í Igigtarsjúkdómum og 2ónæmisfræði, 3gigtlækningadeild og 4myndgreiningardeild Landspítala háskólasjúkrahúsi bjorngu@landspitali.is Inngangur: Vascular endothelial growth factors (VEGF) er æða- vaxtarþáttur sem talinn er hafa þýðingu í meingerð iktsýki. Styrkur L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.