Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 67
AGRIP VEGGS-PJALDA / XI. VÍSINDARAÐSTEFNA HÍ I ára samkvæmt skilmerkjum MONICA rannsóknarinnar. Byggt hef- ur verið á sjúkraskýrslum allra spítala landsins, niðurstöðum krufn- inga og dánarvottorða. Poisson aðhvarfsgreining var notuð. Niðurstööur: Alls fengu 378 einstaklingar kransæðastíflu árið 1999 (293 karlar og 85 konur), af þeim lést 141 einstaklingur, 109 karlar og 32 konur. Ef allar tíðnitölur (nýgengi, endurtekin tilfelli og dán- artíðni) hefðu haldist óbreyttar frá 1981 hefðu 738 fengið kransæða- stíflu árið 1999 og 316 látist, 252 karlar og 64 konur. í staðinn Iést 141 og heildarlækkun því um 55,4%. Af heildarlækkuninni má reikna út að 73 færri einstaklingar létust vegna færri nýrra tilfella (23,1%), 72 færri einstaklingar létust vegna færri endurtekinna kransæðastíflutilfella (22,8%) og 30 færri létust vegna færri dauðs- falla meðal þeirra sem fengu kransæðastíflu (9,5%). Ályktanir: Um 40% af heildarlækkun dauðsfalla af völdum krans- æðastíflu má rekja til fækkandi nýrra tilfella, 40% vegna færri end- urtekinna kransæðastíflutilfella og 20% vegna lækkunar á dánar- tíðni þeirra sem fengu kransæðastíflu. Væntanlega endurspeglar þetta árangur bæði forvarna og bættrar meðferðar. Meirihluti þeirra sem dóu af völdum kransæðastíflu náðu ekki að komast á sjúkrahús og það hlutfall kransæðastíflusjúklinga hefur lítið breyst á tímabil- inu. Því er mikilvægt að fræða almenning um fyrstu einkenni krans- æðastíflu og rétt viðbrögð. V 38 T-frumuræsing í bráðu hjartadrepi Emil Árni V'ilhergsson1, Óskar Ragnarsson2, Guðmundur Þorgeirsson2, Björn Rúnar Lúðvíksson3 'Læknadeild HÍ, 2lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, 3Rannsóknastofnun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi bjornlud@landspitali.is Inngangur: Brátt hjartadrep er lífshættulegt ástand sem krefst skjótrar og réttrar meðferðar. Meðferð felst í því að opna lokaðar kransæðar með segaleysandi lyfjameðferð eða blásningu (percuta- neous transluminal coronary angioblasty, PTCA). Nýlegar rann- sóknir hafa bent til að vefjaskaða hjartadreps megi að hluta til rekja til ræsingar á bólgusvari ónæmiskerfisins. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort finna mætti merki um ræsingu ónæmissvars við brátt hjartadrep. Efniviður og aðferðir: Öllum einstaklingum með brátt hjartadrep er komu á bráðamóttöku Landspítala háskólasjúkrahúss frá og með janúar 2002 var boðin þátttaka. Einstaklingunum var skipt í fjóra hópa eftir því hvaða meðferðarúrræði voru veitt: A) engin meðferð, B) lýtísk meðferð er leiðir lil opnunar æðar, C) lýtísk meðferð er opnar ekki og D) æð er opnuð með blásningu. Blóðsýni voru fengin á fjórum tímapunktum á fyrsta sólarhring eftir komu. Ræsing kom- plementkerfisins var metin með mælingum á CH50, C4, C3, virkni styttri ferilsins, C3d, Factor B og CR-1 á rauðum blóðkornum. Einnig var ræsing hvítra blóðkorna metin með mótefnalitun og frumutalningu í frumuflæðisjá. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fengust 16 einstaklingar til þátttöku í rannsókninni. Hjá 10 af 16 tókst að enduropna kransæð. Hlutfall CD4+/CD25+ T-frumna var aukið hjá öllu rannsóknarþýð- inu við komu. Auk þess virðist enduropnun kransæða með blásn- ■ngu auka enn frekar á hlutfall þessara T-frumna. Hjá sama hópi fylgdi óveruleg hækkun á C3d opnun kransæða. Ályktanir: Þrátt fyrir niðurstöður dýratilrauna og post-mortem meinafræðilegar rannsókna um ræsingu komplementkerfisins við brátt hjartadrep, sjáum við einungis óveruleg merki um slíka ræs- ingu í heilblóði. Hins vegar benda bráðabirgðaniðurstöður okkar til að T-frumuræsing fylgi blóðflæði til blóðþurrðarsvæða hjartans. V 39 Stjórnun á fosfórun próteinkínasans Akt og Forkhead umritunarþátta í æðaþeli Haraldur Halldórssonh Brynhildur 'Thors1, Guðmundur ÞorgeirssonW ■Rannsóknastofa Hf ílyfjafræði, 2lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss brynhit@hi.is Inngangur: Nýlega var sýnt að próteinkínasinn Akt fosfórar umrit- unarþættina FOX04, FOXOl og FOX03 en þeir eru meðlimir Forkhead fjölskyldunnar (einnig kallaðir AFX, FKHR og FKHRLl). Hjá spendýrum samsvara þessir umritunarþættir DAF-16, sem gegn- ir veigamiklu hlutverki í stjórnun lífsferlis Caenorhabditis elegans. Ófosfóruð form FOXO umritunarþáttanna eru staðsett í kjarna frumna þar sem þau gegna hlutverki umritunarþátta. Við fosfórun á tveimur til þremur serín eða treonín amínósýrum af völdum Akt, fyrir tilstilli lifunarþátta, tengjast FOXO umritunarþættirnir 14-3-3 próteinum. Þeir haldast í kjölfar þess í umfrymi og markgen þeirra eru því ekki tjáð. í fjarveru lifunarþátta eru þessir umritunarþættir ekki fosfóraðir, þeir komast þá inn í kjarna og virkja umritun stýri- gena sinna. Akt hefur þannig neikvæð stjórnunaráhrif á FOXOl, F0X04 og FOX03 með fosfórun. Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur úr bláæðum naflastrengja voru ræktaðar uns þær náðu samfellu á ræktunarskálum. Eftir með- höndlun með áverkunarefnum og/eða hindrum var fosfórun á FOXOl á seríni 256 metin með sérhæfðu mótefni sem var greint með rafljómun. Niðurstöðun Eftir örvun með EGF fosfórast Akt, eNOS og FOXO1. Wortmannin (Wm) hindrar í öllum tilvikum. Trombín og histamín hindruðu fosfórun á Akt og er sú hindrun háð PKC. Hins vegar örv- uðu bæði áverkunarefnin fosfórun á FOXOl og eNOS og Wm hafði þar engin áhrif. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda þannig til að þó að trombín og histamín hindri Akt í æðaþeli valdi þau samt fosfórun á Forkhead umritunarþættinum FOXOl og haldi honum þar með frá kjarnan- um. Þessu hefur ekki verið áður lýst og boðleiðin er enn óþekkt. V 40 Mótefni gegn pneumókokkum hindra bólfestu pneumókokka í nefkoki Sigurveig Þ. Sigurðardóttiri, Karl G. Kristinsson2, Gunnhildur Ingólfsdótt- ir>, Þórólfur Guðnason3, Katrín Davíðsdóttir4, Sveinn Kjartansson34, Man- sour Yaich5, Ingileif Jónsdóttiri IRannsóknastofnun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúss, 2sýkladeild og •3barnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 4Miðstöð heilsuverndar barna, SAventis Pasteur, Frakklandi ingileif@landspitali.is Inngangur: Ellefugildu Pnc, (hjúpgerðir 1, 3, 4, 5, 6B, 7F, 9V, 14, 18C, 19F og 23F tengd tetanus próteini eða diphtheria toxoid ) eru örugg og mótefnavekjandi í ungbörnum. Athugað var IgG ónæmis- svar Pnc bólusettra barna sem báru pneumókokka af hjúpgerðum bóluefnisins í nefkoki og borið saman við IgG svar þeirra sem aldrei báru sömu hjúpgerðir í nefkoki. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað fjörutíu og sex ungbörn voru L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.