Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 68
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ bólusett með Pnc við þriggja, fjögurra, sex og 13 mánaða aldur (mán) og ræktað úr nefkoki barnanna þegar þau voru fjögurra, sjö, 10,14,18 og 24 mánaða. Ræktun úr nefkoki og mótefnamæling var gerð hjá 105 óbólusettum tveggja ára börnum úr sama leikum- hverfi. Niðurstöður: Af 146 bólusettum börnum voru 14 með hjúpgerð 6B, 20 með 19F og 29 með 23F að minnsta kosti einu sinni. Þessi börn höfðu lægra IgG gegn sömu hjúpgerðum við sjö og 14 mánaða aldur en þau sem aldrei báru þær í nefkoki. Bólusett börn höfðu marktækt hærra IgG gegn hjúpgerðum bólu- efnisins við 24 mánaða aldur en óbólusett börn, þó ekki væri munur á beratíðni. Alyktanir: Börn sem svara illa Pnc bóluefni eru líklegri til að bera hjúpgerðir bóluefnisins á slímhúð nefkoksins sem bendir til að IgG hafi hlutverk í vörn slímhúða. Virkt Pnc bóluefni getur minnkað beratíðni og pneumókokkasjúkdóma. V 41 T- og B-frumusvörun fullorðinna gegn ellefugildu próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn pneumókokkum Gunnhildur Ingólt'sdóttir1, Sigurveig Þ. Sigurðardóttiri, Ásbjöm Sigfús- son1+, Jean-Michel Chapsal2, Emmanuelle Trannoy2, Ingileit Jónsdóttir1 lRannsóknastofnun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahiisi, 2Aventis Pasteur, Frakklandi ingileif@landspitali.is +Höfundur lést árið 2001 Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta T-frumusvörun gegn burðarpróteinum (tetanus toxoid, TT og dipteria toxoid, DT) og B-frumusvörun gegn fjölsykrum (PPS), DT og TT, í einstakling- um bólusettum með 11-gildu próteintengdu fjölsykrubóluefni pneumókokka gegn pneumókokkum (PNC). Efniviður ug aðfcrðir: Tíu heilbrigðir fullorðnir einstaklingar voru bólusettir með PNC. Eitilfrumur voru einangraðar úr blóði á degi (D) 0, D7 og D14 og örvaðar með DT, TT, 18C-DT og 19F-TT, og T-frumusvörun metin sem frumufjölgun, fjöldi boðefnamyndandi frumna (ELISPOT) og boðefna í frumufloti (ELISA og CBA). IgG mótefni gegn PPS hjúpgerðum bóluefnisins (1, 3, 4, 5, 6B, 7F, 9V, 14,18C, 19F, 23F) voru mæld (ELISA) á D0, D7 og D14, IgGl og IgG2 gegn 18C og 19F, IgG gegn TT og DT og sækni mótefna, gegn 18C og 19F. Niðurstööur: Frumufjölgun var marktækt hærri á D7 en D0, eftir örvun með öllum mótefnavökum og á D14 gegn DT og 18C-DT. IFNg-, IL-4- og IL-5-myndandi frumur reyndust marktækt fleiri eft- ir örvun með DT, TT, 18C-DT og 19F-TT á D7 og D14 en D0, með örfáum undantekningum, en aukning á boðefnum var sjaldnar marktæk mæld með ELISA og CBA. Aðferðum bar vel saman og var góð fylgni fyrir boðefnin þrjú milli fjölda boðefnamyndandi frumna og boðefnamagns í floti. Frumufjölgun og boðefnamyndun eftir örvun með TT og 19F-TT, DT og 18C-DT var sambærileg. Marktæk hækkun var á mótefn- um gegn öllum hjúpgerðum PPS, TT og DT á D7 og D14 miðað við D0. Alyktanin Niðurstöður sýndu að sterkt T- og B- frumusvar myndaðist eftir einn skammt af PNC. Ekki var fylgni milli T-frumusvörunar á D7 eða D14 og mótefnamagns á D14, eða milli IL-4,11-5, IFNy og IgGl, IgG2. Skortur á fylgni milli T- og B- frumusvörunar og Thl/Th2 svörunar og IgG undirflokka gæti skýrst af breytilegri svörun ein- staklinga, sem voru fáir og fyrri kynnum þeirra af mótefnavökunum. V 42 Bólusetning þungaðra músa til verndunar afkvæma gegn sýkingum fjölsykruhjúpaðra baktería Margrét Y. Richter1, Hávard Jakobsen1, Alda Birgisdóttir1, Jean-Frangois Haeuw2, Ultan F. Power2, Ingileif Jónsdóttir1 ^Rannsóknastofnun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2Centre d’Immunologie Pierre-Fabre, St. Julien en Genevois, Frakklandi ingileif@landspitali.is Inngangur: Vegna óþroska í ónæmiskerfi nýbura reynist erfitt að fá fram verndandi ónæmi við bólusetningu snemma á ævinni. Bólu- setning kvenna á meðgöngu gegn sýkingum af völdum hjúpaðra baklería gæti verið sérstaklega ákjósanleg þar sem ungabörn mynda ekki ónæmissvör gegn hreinum fjölsykrum (PPS). Efniviður og aöfcrðir: Flutningur sértækra móðurmótefna yfir fylgju og/eða með móðurmjólk og vernd afkvæma gegn sýkingum af völdum pneumókokka var athuguð í músamódeli gegn hlóðsýk- ingu og lungnabólgu af völdum pneumókokka. Fullorðnar kven- mýs voru bólusettar með PPS af hjúpgerð 1, 6B og 19F eða með próteintengdum fjölsykrum (Pnc-TT) og hjúpgerðarsértæk PPS- mótefni voru mæld með ELISA í mæðrum og afkvæmum þeirra. Niðurstöðun Styrkur PPS-sértækra IgG mótefna í þriggja vikna gömlum ungum bólusettra mæðra var 73-137% af mótefnum í blóði mæðranna einni viku eftir fæðingu. Einnig var marktæk fylgni milli mótefnamagns í blóði mæðra og afkvæma. Þetta sýnir fram á virkan flutning mótefna frá móður til afkvæma á meðgöngu/með móður- mjólk. PPS-sértæk mótefni héldust í að minnsta kosti sex vikur í af- kvæmum en lækkuðu lítillega á tímabilinu. Einnig var sýnt fram á virkan flutning móðurmótefna til afkvæma fullorðinna kvenmúsa bólusettra með próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn meningókokk- um af hjúpgerð C (MenC-CRM). Afkvæmi Pnc-TT bólusettra mæðra voru vernduð gegn pneumókokkasýkingum og í samræmi við lágt mótefnamagn í PPS bólusettum kvenmúsum veittu móðurmótefnin afkvæmum þeirra litla vernd. Ekki var unnt að meta vernd MenC mótefna í afkvæmum bólusettra mæðra þar sem meningókokkar sýkja ekki mýs, en drápsvirkni mótefnanna in vitro verður mæld. Ályktanin Niðurstöðumar sýna að þetta músamódel er vel til þess fallið að rannsaka móðurbólusetningar til vemdunar afkvæmum gegn hjúpuð- um bakteríum og áhrif móðurmótefiia á ónæmissvör afkvæmanna. Tafla. Vegið meðaltal í gg/ml hjá börnum með jákvæða ræktun að minnsta kosti einu sinni (>1), oftar (>2) eða aldrei (-). Samanburður vargerður meö t-prófi. Hjúpgerð 6B 6B 6B 19F 19F 19F 23F 23F 23F + ræktun - >1 £2 - >1 >2 - >1 >2 N 132 14 5 126 20 8 117 29 9 7 mán GMC 1,01 0,37 0,14 5,83 1,93 0,98 1,63 0,55 0,14 P-gildi 0,01 0,002 <0,001 <0,001 0,002 <0,001 14 mán GMC 5,22 1,11 0,62 29,97 9,59 3,71 5,62 2,23 0,56 P-gildi <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 <0,001 68 LæKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.