Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 74
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ hafa nú verið bólusettir með HSA-próteini og ónæmisviðbrögð þeirra verða borin saman við próteinbólusettu hestana með Has-of- næmið. V 57 Fjölliða og einliða IgA hjá börnum Corry Weemaesi, Ina Klasen2, Joep Göertz2, Marjo Belthuis-Valkis2, Örn Ólafsson3, Asgeir Haraldsson4 5 IBarnadeild og 2rannsóknastofa í meinefnafræði háskólasjúkrahúsinu í Nijmegen, 3vísinda- og kennsluþjónustudeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 4Barnaspítali Hringsins, Úæknadeild HÍ asgeir@landspitali.is Inngangur: IgA manna er fjölliða (polymeric, plgA), einliða (monomeric, mlgA) eða tvíliða (dlgA). IgA hefur tvo undirflokka, IgAl meginflokkurinn í sermi en IgA2 í munnvatni. IgAl og IgA2 í sermi eru yfirleitt mlgA. IgA í munnvatni er oftast dlgA. IgA er lágt eða ómælanlegt í sermi og munnvatni við fæðingu en hækkar eftir það. Proskun IgA í æsku er nokkuð frábrugðin öðrum immúnóglóbúlínum, til dæmis er IgA k/\ hlutfallið annað en hlul- fall léttu keðjanna fyrir IgG og IgM. Pekking á þroskun einliða og fjölliða IgA er lítil en kann að skipta máli í vörnum ungra barna. Við rannsökuðum magn plgA og mlgA hjá heilbrigðum börnum. Efniviður og aðferðir: Til rannsóknarinnar voru valin 105 íslensk börn á aldrinum 0-12 ára. Munnvatni var safnað í 10 mínútur, þrem- ur mínútum eftir gjöf á sítrónusafa. Sermi og munnvatn var geytnl við -70°C. Mælingar á IgA í sermi voru gerðar með nephelómetríu en í munnvatni með ELISA. Mælingar á mlgA og plgA voru gerðar með hlauplitskiljun (gelfiltration á liquid chromatography). Niðurstöður: Á fyrstu ævimánuðum var plgA hátt í sermi, bæði fyrir IgAl og IgA2. í munnvatni var nánast allt IgA á fjölliðuformi, bæði fyrir IgAl og IgA2 og hélst þannig í æsku. Ályktanir: Mjög athyglisvert er hversu mikið IgA er á fjölliðuformi í æsku. Nokkrar sveiflur voru á magni IgAl og IgA2 en plgA var hátt í báðum flokkum. Einkum var þetta greinilegt meðal barna innan sex ára aldurs. Talið er að sýking hvetji til aukinnar fram- leiðslu á plgA. Þetta plgA víkur fljótlega fyrir sérhæfðara mlgA. Ef þessi tilgáta er rétt gæti það bent til að plgA barna endurspegli mikið magn nýrra mótefnavaka sem börnin eru útsett fyrir í æsku. Niðurstöður okkar geta samrýmst þessari tilgátu. Frávik í þessu þroskaferli geta valdið veikara ónæmissvari ungra barna. V 58 Stuðlar skortur á mannósabindilektíni að sjálfsofnæmi í skjaldkirtli? Sædís Sævarsdóttiri, Kristján Steinsson2.3, Ari Jóhannesson3, Ástiáður B. Hreiðarsson3, Gerður Gröndal2.3, Helgi Valdimarssoni lÓnæmisfræðideild, 2Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum og 3lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss saedis@landspitali.is Tilgangur: Mannósabindilektín (mannose binding lectin, MBL) er prótein sem getur virkjað komplementkerfið til hreinsunar sýkla og dauðastýrðra frumna (apoptotic cells) og er því mikilvægur þáttur ósértæks ónæmissvars. MBL-skortur er algengur, eykur líkur á sýk- ingum og hefur verið tengdur aukinni tíðni eða verri sjúkdómsgangi sumra sjálfsofnæmissjúkdóma, svo sem rauðra úlfa (systemic lupus erythematosus, SLE) og iktsýki (rheumatoid arthritis, RA). Of- og vanstarfsemi skjaldkirtils (thyrotoxicosis, hypothyroidism) er í flest- um tilvikum rakin til myndunar sjálfsofnæmis í skjaldkirtli (Graves, Hashimotos) og eru sýkingar taldar geta ræst meinferlið. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga MBL-magn skjaldkirlilssjúklinga án gigtsjúkdóma, annars vegar í ættum með >2 tilfelli rauðra úlfa eða iktsýki og hins vegar með Graves án þekktrar ættarsögu. Eíniviður og aöferöir: Átta skjaldkirtilssjúklingar í ættum með rauða úlfa og 27 í ættum með iktsýki auk 47 Gravessjúklinga án þekktrar ættarsögu. Til samanburðar var 470 manna viðmiðunar- hópur. MBL var mælt með samloku-ELISA. Upplýsinga var aflað með spurningalistum, viðtölum og/eða úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður benda til að skjaldkirtilssjúklingar í gigtarættum hafi lægra MBL-magn en ættingjar þeirra og viðmið, einkum ef um ofstarfsemi er að ræða. Gravessjúklingar án þekktrar ættarsögu reyndust í heild hafa svipað MBL-magn og viðmið, en hins vegar höfðu þeir sem reyndust hafa ættarsögu um iktsýki (eng- inn með ættarsögu um rauða úlfa) lægra MBL-magn en hinir. Ályktanir: MBL-magn einstaklinga með ofstarfsemi skjaldkirtils virðist vera lágt ef þeir hafa ættarsögu um iktsýki eða rauða úlfa. MBL-skortur kann því að vera einn af orsakaþáttum sjálfsofnæmis í skjaldkirtli ef það tengist öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum. V 59 Áhrif TGF-þl á óþroskaðar CD45RA+ T-frumur úr naflastrengsblóði Brynja Gunnlaugsdóttir1.2, Björn Rúnar Lúðvíksson2 ^Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum og 2Rannsóknastofnun í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi bjornlud@landspitali.is Inngangur: TGF-þl er boðefni sem getur ýmist haft ónæmisbæl- andi eða ónæmishvetjandi áhrif eftir aðstæðum hverju sinni. Til þess að skilja verkun TGF-þl er nauðsynlegt að skoða áhrifin á af- markaðar frumugerðir við staðlaðar aðstæður. Markmið verkefnis- ins var að rannsaka áhrif TGF-þl á þroskun T-frumna. Efniviður og aðferðir: Óþroskaðar T-frumur (CD3+ CD45RA+) voru einangraðar úr naflastrengsblóði. Skoðaðar voru bæði hjálpar- T-frumur (CD4+) og drápsfrumur (CD8+). Frumurnar voru ræstar beint í gegnum T-frumuviðtakann (CD3) með lágum og háum styrk mótefna gegn CD3, með og án TGF-þl í æti. Frumurnar voru ræst- ar í tvo og fjóra daga. Áhrif TGF-þl voru metin út frá frumufjölgun, stýrðum frumudauða, nekrósu og framleiðslu IFN-y og IL-4. Niðurstöður: TGF-þl hafði almennt bælandi áhrif á T-frumu- þroskun við allar prófaðar aðstæður. T-frumum af báðum gerðum fækkaði þar sem TGF-þl var til staðar. CD8+ T-frumum fækkaði meira og þá mest við ræsingu með lágum mótefnastyrk í fjóra daga. Þessi munur orsakaðist af áhrifum TGF-þl á frumufjölgun þar sem mestur munur var á fjölda CD8+ frumna var sömuleiðis mest nei- kvæð áhrif á fjölgun CD8+ frumna. TGF-þl vemdar hins vegar CD8+ frumur fyrir frumudauða en veldur auknum frumudauða meðal CD4+ frumna. TGF-þl hafði eingöngu áhrif á stýrðan frumudauða en ekki nekrósu T-frumna. Niðurstöður okkar benda til þess að TGF-bl geti örvað IFN-y framleiðslu við væga ræsingu en dregið úr henni við háa ræsingu. Ályktanir: TGF-þl hefur breylileg áhrif á þroskun T-frumna. Áhrifin eru mest á CD8+ T-frumur, auk þess eru þau háð styrkleika 74 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.