Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 75

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 75
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I og tímalengd ræsingar. Áframhaldandi rannsóknir okkar munu beinast að því að skilgreina frekar þær innanfrumuboðleiðir sem hér um ræðir. V 60 Samanburður á stjórnunaráhrifum TGFþ á T-frumur hjá einstaklingum með eða án sóra Sólrún Melkorka Maggadóttiri, Sigríður Reynisdóttirl, Jóhann Elí Guð- jónsson^, Hekla Sigmundsdóttir2, Helgi Valdimarsson2, Björn Rúnar Lúð- víksson2 ■Læknadeild H1,2Rannsóknastofnun í ónæmisfræöi Landspítala háskólasjúkrahúsi bjornlud@landspitali.is Inngangur: TGF-þl hefur margvísleg áhrif á T-frumu starfsemi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif TGF-þl á T-frumur hjá einstaklingum með eða án sóra. Áhrif TGF-þl voru því metin út frá virkjun T-frumna gegnum T-frumuviðtakann (anti-CD3: bein ræsing) og hins vegar eftir ræsingu með súperantigenum (óbein ræs- ing). Par sem rekja má meingerð sóra til T-frumna og streptókokka þá voru slfk áhrif sérstaklega athuguð hjá rannsóknarþýðinu. Ef'niviður og aðferðin Eitilfrumur voru einangraðar úr heilblóði frá heilbrigðum og einstaklingum með sóra. Frumur voru annaðhvort ræstar með anti-CD3 eða streptókokkasúperantigen C (SPEC) í stórum og litlum skömmtum með eða án TGF-(31(10 ng/mL). Niðurstöður: Ræsing með anti-CD3: Við skammtímaræsingu gætir bæliáhrifa TGF-þl á T-frumufjölgun mest eftir litla ræsingu en ein- ungis við mikla ræsingu eftir langtímaræsingu. Áhrifanna gætti jafnt meðal CD4+ og CD8+ T-frumna eftir skammtímaræsingu (48 klukkustundir). Hins vegar gætti slíkra bæliáhrifa einungis meðal CD8+ T-frumna eftir langtímaræsingu (96 klukkustundir). T-frum- ur einstaklinga með sóra virtust ekki vera jafn næmar fyrir bæli- áhrifum TGF-(31 (bælistuðull: 69,6% á móti 78,7%). Þó svo að T- frumur sórasjúklinga framleiddu meira magn af IFN-y gætti áhrifa TGF-þl jafnt til bælingar á slikri framleiðslu hjá báðum hópum. Ræsing með SPEC: Við óbeina skammtíma- og lágskammtaræsingu eitilfrumna eykur TGF-(31 á virkni og fjölgun bæði CD4+ og CD8+ T-frumna. Ályktanir: Ljóst er að tímalengd og boðleið ræsingar stýrir áhrifum TGF-þl á afdrif T-frumna. Hugsanlegt er að misvægi á slíkum boð- leiðum hafi hlutverki að gegna í meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma eins og sóra vegna viðvarandi ræsingar sjúkdómsvaldandi CD8+ T- frumna. V 61 Aldursháð brottfall C4B*Q0 og aukning í tíðni C4A*Q0 benda til að vantjáning magnaþátta séu valbreytur fyrir langlífi Guöniundiir.Ióhann Arason', Sigurður Böðvarsson2, Guðmundur Þorgeirs- son2, Sveinn Guðmundsson3, Nikulás Sigfússon4, Judit Kramer5, Georg Filst5 1 Rannsóknastofa í ónæmisfræði og 2lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkra- húss, :iRlóðbankiim. 4Hjartavernd, 5National Institute of Haematology, Blood Transfusion and Immunology, Búdapest gudmundj@landspitali.is Inngangur: Kransæðasjúkdómur er talinn mikilvægasti sjúkdómur Vesturlanda bæði hvað varðar dánartíðni og kostnað. Orsakir hans eru ókunnar en meðal áhættuþátta eru háþrýstingur, reykingar, syk- ursýki og blóðfitumisvægi. Við höfum vísbendingar um að ákveðn- ar arfgerðir bólgumiðilsins C4B myndi nýjan áhættuþátt þar sem brottfall verður á C4B!i:Q0 með vaxandi aldri hjá Ungverjum og tíðni C4B:i:O0 er hækkuð í kransæðasjúkdómi þarlendis. Markmið- ið var að staðfesta þessar niðurstöður og fá úr því skorið hvort áhættu- genið er C4B*Q0 eða gen í tengslamisvægi við það með því að skoða þýði með allt annan genabakgrunn. Efniviður og aðferðir: Arfgerðir C4, C3 og Bf voru greindar með samanburði próteinbanda eftir rafdrátt blóðvökvasýna. Rannsókn- in beindist að 462 heilbrigðum íslendingum á aldrinum 17-74 ára. Til að fá nægan fjölda eldri einstaklinga var bætt við 130 sýnum frá Hjartavernd úr einstaklingum um og yfir sextugt sem ekki höfðu kransæðasjúkdóm. Niðurstöður: Dreifing C4 arfgerða hélst óbreytt með vaxandi aldri þar til um sextugt, þá snarminnkaði tíðni C4B*Q0 (p=0,04) en í slaðinn jóksl tíðni C4B*1 og C4B*3. Tíðni C4A*Q0 jóksl hins veg- ar marktækt, en C4A*2 nánast þurrkaðist út. Niðurstöður C4B*Q0 samanburðarins komu ekki fram í sýnum frá Hjartavernd en á hinn bóginn byggðist niðurstaða C4A*Q0 samanburðar alfarið á Hjarta- verndarsýnum. Þar áttu í hlut einstaklingar sem ekki höfðu krans- æðasjúkdóm en gátu haft aðra sjúkdóma. Ályktanir: Arfgerðirnar C4B*Q0 og C4A2 eru greinilega áhættu- gen en C4A*Q0 (og hugsanlega C4B1 og B3 líka) eru verndandi. Áhætta vegna C4B*Q0 virðist takmarkast við kransæðasjúkdóm, en áhætta vegna C4A*2 eða verndun C4A*Q0 kemur ekki í ljós nema hjartasjúklingar séu útilokaðir og virðist því eiga allt aðra orsök. Frekari rannsókna er þörf til að skýra þau ferli sem valda áhrifum C4 arfgerða á lifun. V 62 Uppsetning aðferða til að greina áhrif magnakerfis á kransæðasjúkdóm í músum Perla Þorbjörnsdúttir1, Sveinn Haukur Magnússon1, Margrét Ösp Stefáns- dóttir1, Ragnhildur Kolka1, Eggert Gunnarsson2, Guðmundur Georgsson2, Guðmundur Jóhann Arason1 ^Rannsóknastofa í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi, 2Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum gudmundj@landspitali.is Inngangur: Við höfum sterkar vísbendingar um að magnakerfið skipti máli fyrir framvindu kransæðasjúkdóms. Markmiðið var að kanna það nánar með því að koma upp músamódeli og skoða hvaða áhrif það hefði á framvindu sjúkdóms að sprauta mýsnar með magnahindranum VCP (vaccinia complement control protein). Efniviður og aðferðir: C57BL/6 mýs voru aldar á fituríku fæði og fórnað eftir fjórar, sex, átta, 10 og 12 vikur og umfang sjúkdóms skoðað með fitulitun ósæðasneiða. Reynt var að hraða sjúkdóms- ferlinu með geislun eða sprautun með methyl-colanchrene (3-MC). Þróuð voru sérstök próf til að mæla virkni og magn VCP, og þau síðan notuð til að fylgjast með brotthvarfi VCP úr blóði eftir spraut- un. Einnig var upptaka þess í æðavegg skoðuð með mótefnalitun vefjasneiða. Niðurstöður og umræða: Geislun og sprautun með 3-MC fram- kallaði marktæka fitusöfnun í ósæðaveggi strax á átta vikum. Eftir 12 vikur var flatarmál æðaskemmda þó orðið mest í þeim músum sem einungis voru aldar á fituríku fæði, þar sem þær tóku meira til sín af fæðu, en hún er ráðandi þáttur í framköllun sjúkdómsins. Til að mæla virkni magnakerfis í músum var þróuð aðferð (CH50) þar sem LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.