Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 76
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ notaðar eru rauðfrumur úr nautgripum og mótefni gegn þeim. Virkni VCP er mæld sem hindrun rauðfrumurofs. Útbúin voru mótefni gegn VCP í kjúklingum og kanínum og þau notuð til að þróa ELISA-próf til styrkmælinga. Húðað er með kjúklinga-IgY en framkallað með kanínu-IgG og ensímtengdu kindamótefni gegn kanínu-IgG. VCP hverfur afar hratt úr blóði sprautaðra músa. Hins vegar benda niður- stöður til þess að það safnist fyrir í æðavegg. Eftir þessa aðferðaþróun er hægt að hefja tilraunir þar sem áhrif VCP á framvindu kransæða- sjúkdóms eru könnuð með því að framkalla sjúkdóm í 30 músum og helmingurinn sprautaður með VCP á tveggja vikna fresti en hinn helmingurinn með saltvatni. Músunum verður fómað eftir 12 vikur og flatarmál æðaskemmda skoðað með fitulitun. V 63 Sjúklingar með insúlínháða sykursýki, skjaldkirtils- sjúkdóm og glútenóþol hafa aukna tíðni C4A*Q0 en eðlilega meðhöndlun mótefnafléttna Guftimindur Júliunn Arason1, Astráður Hreiðarsson2, Ragnhildur KolkaL Helgi Valdimarsson1, Alfreð Árnason3 1 Rannsóknastofa í ónæmisfræði og 2lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkra- húss, 3Blóðbankinn gudmundj@landspitali.is Inngangur: Við höfum áður greint galla í meðhöndlun mótefna- fléttna í sjúklingum með bandvefssjúkdóma og samband milli gall- ans og vantjáningar C4A prólcinsins. Til að prófa hvort þetta sam- band vísaði á orsakatengsl mældum við hindrun fléttuútfellingar í sjúklingum með aðra C4A*Q0-tengda sjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin beindist að sjúklingum með insúlínháða sykursýki (22), skjaldkirtilsjúkdóm Graves (32) og glút- enóþol (46). Arfgerðir C4A og C4B voru greindar með rafdrætti, og styrkur C4A, C4B og Clq-mótefna með ELISA-prófi. Niðurstöður: Tíðni C4A*Q0 var aukin í sjúklingahópunum og styrkur C4A var lækkaður. Nokkrir sjúklingar greindust með galla í hindrun fléttuútfellingar, en í heildina var meðhöndlun mótefna- fléttna eðlileg, og fylgni milli þeirrar útkomu og styrks C4B en ekki C4A. Mótefni gegn Clq fundust í nokkrum sjúklinganna og niður- stöðurnar styðja að þau geti átt þátt í gallaðri fléttumeðhöndlun. Ályktanir: Hindrun fléttuútfellingar getur verið eðlileg þótt C4A próteinið sé vantjáð eða vanti jafnvel alveg. Fylgni milli gallans og styrks C4A í bandvefssjúkdómum á sér því aðrar orsakir. Niður- stöðurnar styðja að mótefni gegn Clq geti haft áhrif á hindrun fléttuútfellingar. V 64 Mótefni gegn Clq í sjúklingum með fjölkerfa helluroða og gallaða meðhöndlun mótefnafléttna Guðmundur Júhiinn ArasonL Ragnhildur Kolka1, Kristján Steinsson2, Johan Rönnelid1 1 Rnnnsóknastofa í ónæmisfræði og 2lyflækningadcild Landspítala háskólasjúkra- húss, 3ónæmisdeild Háskólans í Uppsölum gudmundj@landspitali.is Inngangur: Við höfum áður greint galla í fléttumeðhöndlun í band- vefssjúkdómum sem ekki er unnt að skýra út frá styrk eða virkni magnasameinda. Markmiðið var að kanna undirrót gallans. Efniviður og aðferðir: Sýni voru dregin úr 45 sjúklingum með fjöl- kerfa helluroða sem höfðu lítt virkan sjúkdóm. Arfgerðir C4 voru greindar með rafdrætti, hindrun fléttuútfellingar með EIAprófi og C4A, C4B, C3d og Clq-mótefni með ELISAprófi. Niðurstööur: Hindrun flétluútfellingar var gölluð í sjúklingunum en hefðbundin próf greindu ekki galla í styrk eða virkni magnakerf- is. Sjúklingar höfðu aukna tíðni C4A*Q0 og lágan styrk C4A, og fylgni var á milli C4A styrks og hindrunar fléttuútfellingar. Blóð- vökvi úr sjúklingi með vanvirkni í hindrun fléttuútfellingar hafði hindrunaráhrif á heilbrigðan blóðvökva. Þessi blóðvökvi reyndist hafa háan styrk mótefna gegn Clq. Nánari athugun sýndi að slík mótefni fundust í 22 sjúklinganna og einkenndu sérstaklega sjúk- linga með gallaða fléttumeðhöndlun. Marktæk fylgni (öfug) var milli hindrunar fléttuútfellingar og styrks Clq mótefna í blóðvökva- sýnum. Mótefni sem einangruð voru úr blóði sjúklings með háan styrk Clq-mótefna reyndust hafa marktæk hindrunaráhrif á fléttu- meðhöndlun þegar þeim var blandað út í heilbrigðan blóðvökva. Eðlissvipting C2 og C1 með hitun hækkaði mæligildi fyrir Clq-mót- efni. Ályktanir: Gölluð fléttumeðhöndlun hjá sjúklingum með fjölkerfa helluroða skýrist ekki af lágum styrk magnaþátta þar sem mæligildi allra prófa nema C4A mælinga eru eðlileg og gallinn kemur ekki fram í sjúklingum með aðra C4A*Q0-tengda sjúkdóma og lág gildi C4A. Niðurstöðurnar sýna að mótefni gegn Clq geta átt þátt í að skýra gallann. Við teljum að sh'k mótefni geti krossbundið áthúðað- ar fléttur og fellt þær út, en það mundi skýra bæði þann galla sem greinist í prófi fyrir hindrun fléttuútfellingar og hækkun á mældum styrk Clq mótefna eftir hitun. V 65 Lyf sem valda helluroða hafa bein áhrif á meðhöndlun mótefnafléttna Ragnhildur Kolka, Guöniiindiir Jóliann Arason Rannsóknastofa í ónæmisfræði Landspítala háskólasjúkrahúsi gudmundj@landspitali.is Inngangur: Orsakir fjölkerfa helluroða eru óþekktar en stungið hefur verið upp á því að þær gætu tengst gallaðri fléttumeðhöndlun. Ttl eru lyf sem geta valdið einkennum sem minna á fjölkerfa hellu- roða (DILE, drug-induced lupus erythematosus) og sett hefur verið fram tilgáta um að ástæðan tengist áhrifum lyfjanna á magnakerfið. Markmiðið var að prófa þessa tilgátu. Efniviður og aöferöir: Hindrun fléttuútfellingar var mæld með sér- stöku prófi sem við höfum þróað. Áhrif lyfja á þessa hindrun var mæld með íblöndun þeirra í heilbrigðan blóðvökva. Prófuð voru öll þau lyf sem hafa verið sterklega bendluð við lyfjamiðlaðan hellu- roða. Til viðmiðunar voru prófuð lyf með svipaða virkni en sem ekki eru grunuð um að valda helluroða. Niðurstöður: Hindrun lléttumeðhöndlunar minnkaði marktækt og skammtaháð þegar isoniazid, hydralazine, penicillamine, chlorpro- mazine og quinidine var bætt út í heilbrigðan blóðvökva. Af þessum lyfjum var penicillamine virkast þar sem áhrif komu fram við 1-2 mM styrk. Áhrif hinna lyfjanna komu fram við 15-25 mM styrk, nema 25-50 mM hjá chlorpromazine. Þrjú af viðmiðunarlyfjunum, cyclophosphamide, perpherazine og amiodarone höfðu engin áhrif. Hins vegar höfðu rifampicin og nitroprusside áhrif í 10 mM styrk. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að lyf sem geta valdið helluroðaein- kennum hafa það sameiginlegt að geta hindrað eðlilega meðhöndl- 76 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 02/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.