Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 78

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 78
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ legar a- og b-bylgjur sjónhimnurits. Mitfmi-vit sýna hrörnun lit- þekju og ljósnema, en Mitfmi-bws/Mitfmi-bws mýs sýna eingöngu hrörnun litþekju og lækkaða c-bylgju. V 69 Vaxtarhvetjandi áhrif kítófásykra á brjóskfrumur í rækt Finnbogi R. Þormóðssoni, Jón M. Einarsson2, Jóhannes Gíslason2, Martin G. Peter3 IRannsóknastofa í líffærafræði, læknadeild HI, 2Primcx ehf., rannsókna- og þróun- ardeild, 3Universitat Potsdam, Institut fiir Organische Chemie und Struktur- analytik, Golm jonme@primex.is Inngangur: Kítófásykrur eru fásykrur sem framleiddar eru úr kítín- efnum. Kítínefni eru stórar fjölsykrur, samsettar úr tveimur ein- sykrum, N-asetýl glúkósamíni (GlcNAc) og glúkósamíni (GlcN). Áhrif kítínefna á brjóskfrumur hafa verið rannsökuð og gefa niður- stöður til kynna bein áhrif á vöxt frumnanna. Efnin sem notuð hafa verið í þessum rannsóknum hafa þó verið illa skilgreind og ekki hefur enn verið rannsakað hvaða form kítínefna er virkast. Fyrir- tækið Primex ehf. (áður Genis ehf.) er að þróa framleiðslu á vatns- leysanlegum fásykrum úr rækjukítíni með aðstoð kítínkljúfandi ensíma. Aðgreining mismunandi fásykra og nákvæm greining á bygg- ingu þeirra hefur opnað áður óþekkta möguleika í athugun á líf- fræðilegri virkni þeirra. Þessi rannsókn er fyrsti áfanginn í þeirri greiningu. Á Rannsóknastofu í líffærafræði hefur verið þróað örplötu- líkan fyrir brjóskfrumur sem notað verður til framhaldsrannsókna á þessu sviði. Efniviður og aðfcrðir: Kítófásykrur voru framleiddar hjá þróunar- deild Primex ehf., Reykjavík. Vatnsleysanlegar kítínfjölsykrur voru framleiddar úr kítíni og klipptar niður í fásykrur með sérhæfðum kítínasa. Sykrurnar voru þurrkaðar í úðaþurrkara og aimennir efna- eiginleikar þeirra mældir. Nákvæm greining á byggingu þeirra (stærð og GlcN-GlcNAc röð) með MALDI-TOF massagreiningu fór fram í Háskólanum í Potsdam. Brjóskfrumur (chondrocytes) úr manni, frá Cell-Lining GmbH í Þýskalandi, voru ræktaðar í sérstöku æti frá sama aðila í 96 brunna örplötu og mismunandi magni kítófásykra bætt við (0, 10, 50,100, 500 og 1000 pg/ml). Eftir fjórar vikur í rækt voru frumurnar hertar við -20°C í metanóli, HE Iitaðar og hver brunnur ljósmyndaður í smásjá. Myndirnar voru notaðar til að telja frumurnar og bera sam- an útlil þeirra. Niðurstööun Fjöldi frumna í brunni fór vaxandi með auknu magni kítófásykra, frá 50 pg/ml upp að 500 pg/ml, og var sú aukning tölfræði- lega marktæk. Hins vegar við 1000 pg/ml fækkaði frumum stórlega og voru þær færri en við 0 pg/ml. Frumurnar í þéttvaxnari brunnunum tóku á sig annan svip og líktust meira frumum í eðlilegu btjóski. Ályktanir: Niðurstöður okkar sýna að kítófásykrur hafa skýr vaxt- arhvetjandi áhrif á brjóskfrumur í rækt. Útlitsbreyting frumnanna getur stafað beint af áhrifum fásykranna eða óbeint vegna aukins þéttleika þeirra frumna sem vaxa hraðast. Við 1000 pg/ml er um vaxtarhindrandi áhrif að ræða af óþekktum ástæðum. Næstu skref verða að aðgreina fásykrublöndu og athuga lífvirkni mismunandi sykra. I'akkin Verkefnið var styrkt af Rannís. V 70 Samanburður á sléttvöðvafrumum ræktuðum úr heilaæðum sjúklinga með arfgenga heilablæðingu og úr frumum úr heilbrigðum heilaæðum Finnbogi R. Þormóðsson, Daði Þór Vilhjálmsson, Hannes Blöndal Rannsóknastofa í líffærafræði, læknadeild Háskóla íslands finnbogi@hi.is Inngangur: Arfgeng heilablæðing á Island (hereditary cystatin C amyloidosis, HCCA) er ákaflega sjaldgæfur en skæður sjúkdómur sem erfist ríkjandi og ókynbundið. Erfðabreyting í próteasahemlin- um cystatíni C veldur því að hann safnast sem mýlildi (amyloid) í ýmsa vefi líkamans en einkum í heilaæðar. Æðarnar bila síðan oft- ast snemma á lífsleiðinni og sjúklingarnir deyja langt unr aldur fram sökum síendurtekinna heilablæðinga. Mótefnalitaðar vefjasneiðar fyrir cystatíni C sýna þessa uppsöfnun og hrörnun og eyðingu slétt- vöðvafrumna í veggjum æðanna. Við höfum sýnt að sléttvöðvafrum- ur ræktaðar úr heilaæðum manna veslast upp og deyja á skömmum tíma þegar einangrað uppleyst cystatín C mýlildi er sett út í ræktina. Hér sýnum við rannsóknir okkar á sléttvöðvafrumum úr heilaæðum HCCA sjúklinga og heilbrigðra þar sem skoðuð er dreifing cysta- tíns C innan sléttvöðvafrumna. Jafnframt er reynt að meta uppsöfn- un cystatíns C í frumunum. Efniviður og aðferðin Sléttvöðvafrumur voru einangraðar og rækt- aðar úr heilaæðum HCCA sjúklinga annars vegar og hins vegar úr heilbrigðum æðum. Frumurnar voru síðan hertar í -20°C metanóli og litaðar með mótefnum fyrir cystatíni C, sléttvöðvasérhæfðu alfa aktíni ásamt flúrljómandi annar stigs mótefnum. Frumurnar voru síðan skoðaðar í smásjá. Niðursföður: Greinilegur munur sést á mynstri dreifingar cystatíns C í HCCA frumum í samanburði við eðlilegar frumur. Sléttvöðva- frumur úr heilbrigðum æðum sýna eingöngu cystatín C litun við kjarnann, sem gjaman er póllæg og gæti bent til staðsetningar í Golgi kerfi frumunnar. Hins vegar er litun HCCA frumna mun sterkari og dreifðari í umfryminu sem bendir sterklega til uppsöfn- unar. Þrátt fyrir þessa uppsöfnun sjáum við engan bilbug á HCCA frumum í rækt. Ályktanir: Uppsöfnun á cystatín C á sér stað innan HCCA heila- æðafrumna í rækt og svo virðist sem þær eigi í erfiðleikum með að seyta próteininu. Hugsanlega veldur þetta auknu álagi á frumurnar og gæti drepið þær á löngum tíma, þó að þær spjari sig í ræktinni síst verr en eðlilegar frumur. Einnig er hægt að hugsa sér að dánarorsök frumnanna sé utanáliggjandi (extracellular) mýlildi, sem eykst að magni eftir því sem fleiri vöðvafrumur eyðast og úr þeim losnar uppsafnað hráefni í mýlildi. bakkir: Styrkt af Heilavernd. V 71 Áhrif hjartaendurhæfingar á öndunarmynstur við áreynslu hjá sjúklingum með hjartabilun Marta Guðjónsdóttiri, Arna E. Karlsdóttiri, Stefán B. Sigurðsson2, Magnús B. Einarsson1 1 Reykjalundur Endurhæfingarmiöstöð, 2Lífeðlisfræöistofnun HÍ Marta@REYKJALUNDUR.is Inngangur: Sjúklingar með hjartabilun þjást af mæði og þreytu við áreynslu (Coats, et al. Br Heart 1994). Á Reykjalundi er boðið upp á endurhæfingu fyrir hjartasjúklinga þar sem lögð er áhersla á þol- 78 LæKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.