Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 80

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 80
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VlSINDARÁÐSTEFNA HÍ Efniviður «g aðferðir: Áhrif SPH á hjartsláttartíðni í lifandi svæfð- um rottum og á samdráttartíðni í ræktuðum hjartavöðvafrumum úr rottu voru mæld. Ennfremur var mældur innanfrumustyrkur cAMP í hjartavöðvafrumum sem örvaðar voru með isoproterenóli (ISO) (sem örvar beta adrenerga viðtaka) eða forskolini (sem örvar adenylcýklasa) og í óörvuðum hjartavöðvafrumum í öllum tilfellum eftir forhitun í næringaræti með SPH eða án. Niðurstöður: a) I svæfðu rottunum olli SPH gjöf í bláæð talsverðri lækkun á hjartsláttartíðni og var lækkunin háð skammtastærð SPH. Tíðnin komst í fyrra horf á <60 mínútum eftir gjöf. b) Tíðni sam- drátta í ræktuðu hjartavöðvafrumunum minnkaði og tíðniaukning eftir örvun með ISO varð líka minni ef frumurnar voru forhitaðar með SPH samanborið við kontrólsýni. c) SPH hindraði einnig fram- leiðslu cAMP í frumunum eftir örvun með ISO og var hindrunin háð skammtastærð SPH. Grunnstyrkur cAMP í frumunum lækkaði einnig í návist SPH. Örvun á cAMP framleiðslu með forskolini varð ekki fyrir neinum áhrifum frá SPH og má því útiloka að lækkun á cAMP styrk í návist SPH stafi af áhrifum þess á adenylcýklasa. Fosfódíesterasa inhibitor (IBMX) var settur í ræktunarætið í öllum lilraununum, en það kemur í veg fyrir truflanir niðurstaðna vegna breytinga á virkni fosfódíesterasa (sem hefði þýtt breytingar á niðurbroti cAMP). Álykfanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda lil þess að SPH taki þátt í stjórnun á starfsemi hjarlans með því að minnka hana og draga úr áhrifum örvunar á beta adrenergum viðtökum. Verkun SPH á beta-adrenerga örvun beinist að þáttum sem eru á undan adenylcýklasa á boðleið viðtakanna. V 75 Stjórnun orkuefnaskipta, fæðutöku og líkamsþunga Logi Jónsson1, Guðrún V. Skúladóttiri, Helgi B. Schiöth2, Pálmi Þ. Atla- son1, Védís H. Eiríksdóttir1, Jón Ó. Skarphéðinsson1 1 Lífeðlisfræúistofnun HÍ, 2taugal(ffræðideild Háskólans í Uppsölum logi@hi.is Inngangur: Viðtakar fyrir melanókortín (MC), eins og MSH (mel- anocyte stimulating hormone) og ACTH (adrenocorticotropic hor- mone), eru víða í taugakerfinu. MC viðtakarnir greinast í fimm undirflokka (MCl-5) og hefur MC4 viðtakinn einungis fundist í miðtaugakerfinu. Rannsóknir benda til þess að MC4 viðtaki sé mikilvægur í stjórn fæðutöku, viðhaldi líkamsþyngd og hafi einnig áhrif á orkuefnaskipti. Markmið þessarar tilraunar er að kanna langtímaáhrif MC kerfisins á fæðutöku, orkuefnaskipti og líkams- þyngd. Efniviöur og aðferðir: Wistar rottum var skipt í þrjá tilraunahópa í tveimur tilraunum. Einn hópur í hvorri tilraun fékk sérhæfða MC4 hindrann HS024, annar fékk MC3 og MC4 örvarann MT-II og við- miðunarhóparnir fengu tilbúinn mænuvökva. Lyfin og lyfleysan voru gefin inn í heilahol með osmótískum ördælum sem komið var fyrir undir húð við herðakamb. Lyfjagjöf stóð yfir í 28 daga í fyrri tilrauninni en átta daga í þeirri síðari. í 28 daga tilrauninni voru dýrin vegin vikulega og fæðutaka þeirra skráð. I átta daga tilraun- inni voru dýrin vegin og fæðutaka þeirra skráð annan hvern dag. Auk þess var súrefnisupptaka dýranna mæld. Niðurstöður: Dýrin í HS024 hópunum átu meira og eftir 28 daga voru þau um 30% þyngri en viðmiðunardýrin. Dýrin í MT-II hópn- um átu ekki marktækt minna en viðmiðunardýrin en engu að síður léttust þau um nærri 10% á fyrstu viku lyfjagjafarinnar. Við nánari skoðun í 8 daga tilrauninni kom í ljós að efnaskiptahraði MT-II hópsins var hærri en hjá hinum tveimur hópunum á öðrum degi lyfjagjafar. Auk þess léttust dýrin í MT-II hópnum sem rekja má til minnkaðs áts ásamt auknum efnaskiptahraða miðað við viðmiðun- ardýrin. HS024 dýrin þyngdust miðað við viðmiðunardýrin. Ályktanir: Langtímahindrun MC4 viðtaka eykur át. MC3 og MC4 örvun eykur efnaskiptahraða tímabundið. V 76 Lifrarbólguveiru C arfgerðargreining meðal sýktra íslendinga Barbara Stanzeit, Arthur Löve Veirufræöideild Landspítala háskólasjúkrahúss barbara@landspitali.is Inngangur: Lifrarbólguveira C (HCV) er af flavívírídeætt. Hún er talin orsakavaldur flestra lifrarbólgutilfella sem komu í kjölfar blóð- eða blóðhlutagjafa og voru ekki af völdum lifrarbólguveira A eða B (nonA- nonB). Smitleið hérlendis er fyrst og fremst nær eingöngu meðal fíkniefnaneytenda sem nota sameiginlegar nálar. HCV RNA genómið sýnir nokkurn breytileika, einkum á svæði sem kóðar fyrir hjúpprótein veirunnar. Önnur svæði sýna mismikinn breytileika. Gerir þetta mögulegl að greina hina ýmsu veirustofna frá sjúklingum í mismunandi arfgerðir (genotypes) sem eru taldar vera um 11 talsins og undirgerðir miklu fleiri. Pessi rannsókn beinist að því að ákvarða hvaða arfgerðir HCV-veirunnar finnast í sýktum einstaklingum á ís- landi. Efniviður og aðferðir: Til rannsóknanna voru notuð aðsend sýni frá HCV sýktum einstaklingum á tímabilinu 2000-2002 sem reynst höfðu vera með HCV-RNA með kjarnsýrumögnunaraðferð (PCR). HCV-RNA var ákvarðað með efnum frá Hoffmann La Roche. Arfgerðargreining var gerð með INNO-LiPA™ HCV II aðferð frá Innogenetics. Hún byggist á mismun sem finnst í 5' ólesnu svæði (5' NCR) hinna ýmsu arfgerða. Niðurstöður og ályktanir: I Ijós kom að algengasta arfgerð HCV á Islandi nú er 3a (56%) en la (12%) og lb (12%) eru einnig áberandi. Niðurstöður þessarar athugunar sýna að arfgerð 3a er langalgengust hérlendis og svo hefur einnig verið í nágrannalöndunum. Algengi hennar þar virðist fara vaxandi miðað við aðrar arfgerðir veirunnar. Ef sú þróun á sér einnig stað hérlendis má telja það jákvætt þar sem arfgerð 3a er vænlegri til meðferðar en ýmsar aðrar arfgerðir. V 77 Algengi Epstein-Barr veiru og cýtómegalóveiru meðal íslendinga Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, Auður Antonsdóttir, Arthur Löve Veirufræöideild Landspítala háskólasjúkrahúss audura@landspitali.is Inngangur: Epstein-Barr veira (EBV) er útbreidd um allan heim. Flestir sýkjast af EBV í bernsku. Unglingar og fullorðnir sem sýkj- ast fá oft einkirningasótt (infectious mononucleosis). í Bandaríkj- unum eru allt að 95% 35-40 ára með merki fyrri EBV sýkinga en í Bretlandi 80%. í fátækari löndum er EBV mun algengara. Cýtó- megalóveira (CMV) er einnig algeng um allan heim. Á Vesturlönd- um eru 24-75% með merki fyrri sýkinga. í fátækari löndum er hún 80 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.