Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 81
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
mun algengari. Þeir sem sýkjast eftir fæðingu bera sjaldnast nokk-
urn skaða af. CMV getur verið skaðleg ónæmisbældum og fóstrum.
í Bandaríkjunum munu 50-85% fertugra bera merki fyrri CMV-
sýkinga. í Frakklandi eru tæp 50% ófrískra kvenna með merki fyrri
sýkinga. Hjá breskum blóðgjöfum er algengið 45%. í Finnlandi er
70,7% ófrískra kvenna með merki fyrri CMV-sýkinga.
Efniviður og aðferðir: Mæld voru mótefni gegn EBV og CMV úr
sermi 299 sýna úr lífsýnasafni veirufræðideildar. Notuð var ELISA-
tækni við mælingarnar. Til að sýna fram á fyrri EBV-sýkingu voru
notuð aðkeypt sett, Biotest anti EBV viral capsid IgG, framkvæmd
samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda. Til að sýna fram á fyrri
CMV-sýkingu var notuð ELISA-tækni sem þróuð var á veirufræði-
deild og hefur verið notuð til IgG mótefnamælinga.
Niðurstöður: Algengi EBV: Af þeim 299 einstaklingum sem próf-
aðir voru fyrir EBV á aldrinum 19-63 voru aðeins fjórir neikvæðir,
allt ungt fólk. Algengi EBV var 92,5% í aldursflokknum 21-25 ára
og 97,6% í hópnum 31-35 ára. Hjá öllum öðrum aldurshópum var
algengið 100%.
Algengi CMV: Um 60% fólks hér á landi fær CMV fyrir tvítugt
og breytist það lítið fram til þrílugs. Eftir það tekur tíðni CMV
stökk upp á við. Algengið er um 68% hjá 31-35 ára, um 87% hjá 36-
40 ára og yfir 90% hjá 41-45 ára.
Ályktanir: Algengi fyrri CMV sýkinga virðist því vera heldur hærra
hérlendis en víða annars staðar á Vesturlöndum. Mögulegt er að
aukning á algengi CMV eftir aldri sé vegna þess að foreldrar sýkist
af börnum sínum, eða að það dragi úr algengi CMV í þjóðfélaginu
vegna betra hreinlætis, minni fjölskyldna og stærra húsnæðis.
V 78 Stökkbreytitíðni mæði-visnuveirunnar
Hallgrímur Arnarson, Guðmundur Pétursson, Valgerður Andrésdóttir
Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
valand@hi.is
Inngangur: Mæði-visnuveira er retróveira af flokki lentiveira. Allar
retróveirur hafa mjög háa stökkbreytitíðni og er það aðallega vegna
hárrar villutíðni ensímsins reverse transcriptase (víxlrita). Retró-
veirur breytast þó mishratt, þannig breytist alnæmisveiran HIV
hraðar en músaretróveirur. Ýmsar veirur, þar á meðal mæði-visnu-
veira, hafa gen fyrir ensímið dUTPase, en það klýfur dUTP í dUMP
og PPi. Kenningar hafa komið fram um að þetta ensím dragi úr
villutíðni við eftirmyndun með því að minnka framboð á dUTP og
þess vegna hættunni á að dUTP sé sett inn í DNA. í þessari rann-
sókn voru kindur sýktar með klónuðu mæði-visnuveirunni KV1772
og einnig með KV1772DU, þar sem úrfelling hafði verið sett í
dUTPasa gen í KV1772. Veirur voru einangraðar úr blóði úr kind-
unum og einnig þegar kindunum var slátrað eftir sex mánuði þar til
eftir þrjú ár. Veiru DNA var raðgreint og stökkbreytitíðni athuguð.
Efniviður og aðferðir: Fjórar kindur voru sýktar með hvorri veiru-
gerð og slátrað eftir sex mánuði. Veirur voru ræktaðar úr ýmsum líf-
færum og 800 bp bútur úr env geni klónaður og raðgreindur. Einnig
var gert PCR beint úr líffærum kinda sem höfðu gengið með veir-
Una allt upp í þrjú ár og sami bútur klónaður og raðgreindur.
Niðurstöður og ályktanir: Stökkbreytitíðni mæði-visnuveiru var 1-3
x 103 stökkbreytingar/basa/ár. Þetta er aðeins tíundi hluti stökk-
breytitíðni SIV og HIV og skipti ekki máli hvort dUTPasi var virk-
ur eða ekki.
V 79 Stökkbreytingagreining á vaxtarhindrandi væki mæði-
visnuveiru
Benedikta S. Hafliðadóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Guðrún Agnarsdóttir,
Valgerður Andrésdóttir
Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
valand@hi.is
Inngangur: Mæði-visnuveira (MVV) tilheyrir lentiveirum og er því
náskyld alnæmisveirunni (HIV). Þó að amínósýrusamsetning hjúp-
próteina lentiveira sé mjög mismunandi, er bygging próteinanna
lík. Það skiptast á vel varðveitt og breytileg svæði og þrívíddarbygg-
ingin er mynduð með brennisteinsbrúm og sykrun. Við höfum kort-
lagt ríkjandi vaxtarhindrandi væki MVV á breytilegu svæði í hjúp-
próteini veirunnar. Tilgangur tilraunarinnar var að greina hlutverk
og byggingu þessa vækis. Varðveittu cysteini var breytt í serín og
einnig var gerð stökkbreyting á sykrunarseti, og kannað hvort þess-
ar stökkbreytingar hefðu áhrif á vöxt veiranna og hvort mótefna-
svarið hefði breyst.
Efniviður og aðferðir: Stökkbreytingar voru gerðar á klónuðu
veirunni KV1772 með PCR aðferð. Hnattkjarna átfrumur voru
sýktar með stökkbreyttu veirunum og sýni tekin daglega til víxlrita-
mælinga, en virkni víxlrita í frumufloti var notuð sem mælikvarði á
veirumagn. Einnig var athugað hvort mótefnasermi gegn KV1772
hindraði vöxt veiranna.
Niðurstöður og ályktanir: I ljós kom að stökkbreyting á cysteini
hafði engin áhrif á vöxt, en breytti hins vegar vækinu þannig að sér-
hæft mótefnasermi gegn KV1772 stöðvaði ekki vöxt veiranna. Breyt-
ing á sykrunarseti hafði engin áhrif, en ef auka sykrunarseti var bætt
við komst veiran undan mótefnasvari. Þessar niðurstöður benda til
þess að þetta cystein gegni hlutverki í þrívíddarbyggingu vækisins,
og að auka sykrun feli vækið fyrir mótefnum.
V 80 Stökkbreytingagreining á Vif próteini mæði-visnu veiru
Sigríður Rut Franzdóttir, Valgerður Andrésdóttir, Ólafur S. Andrésson
Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
Netfang: sigrifr@mail.hi.is
Inngangur: Tvö klón af mæði-visnuveirunni (MVV) hafa afar ólíka
svipgerð í frumuræktum og kindum þrátt fyrir að aðeins sé 1%
munur á amínósýruröð þeirra. KV1772 er afar sýkingarhæf en KSl
vex vel í æðaflækjufrumum en ekki í öðrum frumugerðum. Muninn
má rekja til samspils tveggja amínósýrubreytinga í KSl, annarrar í
Vif og hinnar í hylkispróteini (CA). Talið er að hlutverk Vif pró-
teins lentiveira sé að vinna gegn hindrandi frumuþætti en við teljum
að Vif gegni fleiri hlutverkum. Gerðar voru tvær stökkbreytingar á
Vif til að kanna betur samskipti Vif og CA og þær prófaðar með
mismunandi hylkisgerðum. Serl73 Gly breyting var gerð á varð-
veittu röðinni SLQXLA. Þetta Ser er nauðsynlegt í HIV en ekki í
geitaveirunni CAEV. Hin breytingin var Trp98 Arg sem reynst
hafði nauðsynlegt fyrir virkni Vif í CAEV.
Efniviður og aðferðir: Stökkbreytingar voru gerðar með PCR.
Stökkbreyttu raðirnar voru klónaðar inn í erfðamengi veirunnar og
raðgreindar. Nýjar veiruagnir fengust með DNA-leiðslu á fósturlið-
þelsfrumum. Hnattkjarnaátfrumur, fósturliðþelsfrumur og æða-
flækjufrumur voru sýktar með veirunum og vaxtarkúrfur fengnar
með virknimælingum á víxlrita veiranna.
Niðurstöður og ályktanir: Serl73 breyting hefur engin áhrif á
L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 81