Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 84

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 84
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ alvarleg sjóslys, svo sem eldsvoði í skipi, árekstur milli skipa, brot- sjór, að skipi hvolfi og strand, hefðu á þá sjómenn sem í slíku lenda og lifa það af. Efniviöur og aöferöir: Alls var rannsakaður 171 sjómaður af 30 skipum. Eitt hundrað og tólf höfðu lent í slysum og 59 voru í saman- burðarhópi. Slysin voru öll valin úr skýrslum Rannsóknarnefndar sjóslysa. Flest viðtöl voru tekin í heimabæ viðkomandi sjómanns og voru þau því dreifð um alll land. Rannsóknin fólst í því að tekið var við þá staðlað greiningarviðlal (CIDI), lagður fyrir þá sérsniðinn spurningalisti ásamt eftirfarandi spurningalistum: IES, PTSS-10, GHQ, PTSD hlular DIS. Meðalald- ur þátttakenda var 38 ár. Meðaltímalengd frá slysinu var átta ár. Hluli niðurstaðanna er kynnlur hér. Ein aðferðin við samanburð gagna var eftirfarandi: Þátttakendum sem lent höfðu í sjóslysum var skipt í tvo hópa. Hópur 1 samanstóð af þeim sem höfðu lent í mann- skæðu sjóslysi (fjöldi, 24) og hópur 2 samanstóð af þeim sem höfðu lent í sjóslysi þar sem enginn lést (fjöldi, 88). Niðurstöður: Peir sem lentu í alvarlegustu slysunum þar sem mannskaði varð (hópur 1) fengu flest einkenni síðar. Peir sem voru með einhver sálfræðileg einkenni eftir slysið voru með þau í 18 mánuði að meðaltali. Þó voru 33% þeirra einstaklinga sem lentu í alvarlegu mannskæðu slysi enn með einkenni áfallastreitu (post- traumatic stress) átta árum eftir slysið. Umræöa: Rannsóknin rennir stoðum undir það að nauðsynlegt sé að athuga hvort ekki sé rétt að grípa til ákveðinnar meðferðar og aðgerða í því augnamiði að bæta líðan og að koma í veg fyrir langvinna andlega vanlíðan hjá þeim áhöfnum sem lenda í mannskæðuni sjóslysum. Þakkin Eftirtaldir aðilar styrktu rannsóknina: Rannsóknarnefnd sjóslysa, Siglingamála- stofnun, Rannís, VÍS, Tryggingamiðstöðin, SVFÍ og Samgöngumálaráðuneytið. V 88 Forvörn þunglyndis meðal unglinga á íslandi Eiríkur Örn Arnarsun1-2 3, Inga Hrefna Jónsdóttir4, Hulda Guðmundsdótt- ir5, Margrét Ólafsdóttir6, Jóhanna Lilja Birgisdóttir1, W.Ed Craighead7 'Sálfræðiþjónusta vefrænna deilda og 2endurhæfingarsvið Landspítala háskóla- sjúkrahúss, -hæknadeid HÍ. 4Reykjalundur, 5skólaskrifstofa Mosfellsbæjar, 6skóla- skrifstofa Seltjarnarness, 7Dept. of Psychology, University of Colorado at Boulder eirikur@landspitali.is Inngangur: Rannsakendur hafa þróað forvarnarnámskeið sem miðar að því að koma í veg fyrir þróun meiriháttar þunglyndis (MDE) meðal ungmenna sem talin voru í áhættu að þróa MDE. í áhættu eru þeir taldir sem aldrei hafa greinst með MDE, en eru með talsverð þunglyndiseinkenni og skýringarstíl sem einkennist af döprum þankagangi. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeð- ferð (HAM) sem þróuð hefur verið til meðferðar á MDE. Það er sniðið til að koma í veg fyrir þróun þunglyndis hjá þeim sem enn hafa ekki upplifað MDE. Markmið rannsóknarinnar er að koma í veg fyrir fyrsta þunglyndiskast og þróa árangursríka meðferð við þunglyndi sem fyrirbyggir að þunglyndi taki sig upp. Fylgst verður með geðslagi nema. Depurð og skýringarstíll melinn hálfu ári síðar og árlega eftir það í fjögur ár. Efniviður og aðferðir: Kvarðarnir CDI og CASQ voru lagðir fyrir nema í níunda bekk í grunnskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þeir sem ekki höfðu fengið MDE, en voru með talsvert mörg ein- kenni á CDI og skoruðu hátt á neikvæðum skýringarstíl á CASQ voru metnir á CAS. Þeir sem uppfylltu skilyrðin tóku þátt í nám- skeiði sem sálfræðingar stýrðu í 14 skipti. Þátttakendur hittust í hóp tvisvar í viku í þrjár vikur og síðan vikulega í átta vikur. Þátttakend- um (N=53, 29 stúlkur og 24 drengir) var dreift af handahófi í til- rauna- og viðmiðunarhóp. Niöurstöður: Niðurstöður hafa leitt í Ijós marktækan mun á skori tilraunahóps á CDI fyrir og eftir meðferð miðað við F(l,55) =6,150; p<0,05. Einnig var marktækur munur á tilraunahópi á jákvæðum skýringarstíl fýrir og eftir meðferð miðað við F(l,49) =5,464: p<0,05. Alyktanir: Rannsókn mun svara spurningum um 1) skammtíma- og langtímaárangur CBT við meðhöndlun ungmenna sem greinast með mörg einkenni þunglyndis og 2) fylgni þunglyndiseinkenna og annarra fylgibreyta, svo sem skýringarstíl, innibyrgða reiði, félags- hæfni og röskun á atferli. V 89 Meðferð á geðklofasjúklingi með þráhyggju og áráttu Guðrún Iris Þórsdóttir Landspítali Kleppi giristh@landspitali.is Inngangur: Þráhyggja og árátta er alvarleg kvíðaröskun. Þráhyggja einkennist af óboðnum og áleitnum hugsunum sem eru óviðeig- andi. Áráttan er síendurtekið atferli eða hugsanir sem þjóna þeim tilgangi að draga úr þeim kvíða sem tengist þráhyggjunni. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi lýsir meðferð á 22 ára gömlum karlmanni með geðklofa og þráhyggju og áráttu. Kvíði var mældur með kvíðakvarða Becks, BAI. Þunglyndi var mælt með geðlægðarkvarða Becks, BDI. Þráhyggja og árátta var mæld með þráhyggju- og áráttukvarða Maudsley, MOCI. Atferlismeðferð var notuð til að minnka áráttuna. Þráhyggjan var ekki meðhöndluð sérstaklega. Stigskiptur þrepalisti var gerður þar sem kvíðavekjandi áreiti voru llokkuð eftir því hve mikinn kvíða þau vöktu. Byrjað var á að meðhöndla þau atriði sem vöktu minnstan kvíða. Meðferð tók 22 skipti og stóð yfir í þrjá til fjóra tíma í hvert sinn. I meðferð var leitast við að koma í veg fyrir að skjólstæðingur endurtæki atferli til að draga úr kvíða en hann var einnig látinn gera hluti sem hann forðaðist. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru þær að geðlægð sjúklingsins mældist 24 stig á BDI fyrir meðferð en 2 stig við lok meðferðar. Kvíði hans mældist 30 stig á BAI fyrir meðferð en 14 stig við lok meðferðar og þráhyggja og árátta mældist 22 stig fyrir meðferð en 7 stig við lok meðferðar. Alyktanir: Það er tímafrekt að meðhöndla þráhyggju og áráttu, en það er hægt einnig hjá geðklofasjúklingum og ekki er nauðsynlegt að meðhöndla hugsanir sérstaklega til að draga úr þráhyggju og áráttu. Meðferðin eykur lífsgæði til muna. V 90 Örorka vegna taugasjúkdóma á íslandi Siguröur Thorlacius1-, Sigurjón B. Stefánsson1-2,3 íTryggingastofnun ríkisins, 2læknadeild HÍ, 3taugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss sigurdur.thorlacius@tr.is Inngangur: Taugasjúkdómar skerða oft færni fólks og eru algeng orsök örorku. Hér er kannað algengi örorku vegna taugasjúkdóma á Islandi og hvaða taugasjúkdómar valdi oftast örorku. 84 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.