Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 86

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Síða 86
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ um hópi voru 1100 einstaklingar; 817 af þeim voru ekki á örorku (samanburðarhópur), en 283 voru á örorku (örorkuhópur). Sjúk- dómsgreiningar þessara tveggja hópa voru bornar saman. Niðurstöftur: I samanburðarhópnum voru 83% (676) einungis með flogaveikigreiningu. Hjá hinum í þessum hópi (141) var fyrsta sjúk- dómsgreiningin flogaveiki hjá 4,5% (37), aðrir taugasjúkdómar hjá 1,5% (15), geðsjúkdómur hjá 3% (23), þroskahefting hjá 6% (48) og aðrir sjúkdómar hjá 2% (18). í örorkuhópnum voru 21,5% (60) einungis með flogaveikigreiningu. Hjá hinum í þessum hópi ( 223) var fyrsta greiningin flogaveiki hjá 22% (62), aðrir taugasjúkdómar hjá 3% (9), geðsjúkdómur hjá 15% (43), þroskahefting hjá 30% (85) og aðrir sjúkdómar hjá 8,5% (18). Alyktanir: Niðurstöðurnar sýna að öryrkjar með flogaveiki eru mun oftar með aðra sjúkdómsgreiningu en flogaveiki í samanburði við aðra flogaveika sjúklinga sem fá lyfjakort fyrir flogalyf. Þroska- hefting og geðsjúkdómar eru algengustu greiningarnar fyrir utan flogaveiki hjá báðum hópunum. V 94 Skurðaðgerðir vegna flogaveiki. Árangur brottnáms gagnaugahluta heilans Elías Ólafsson Læknadeild HÍ, taugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss eliasol@landspitali.is Inngangur: Skurðaðgerðir eru árangursrík meðferð við ákveðnum tegundum flogaveiki og notkun þessarar meðferðar hefur aukist verulega á Vesturlöndum á síðasta áratug. Aðgerðirnar eru af ýms- um gerðum og er brottnám gagnaugahluta heilans (temporal lobec- tomy) algengast. Rannsókn með heilasírita (long term video/EEG monitoring) er gerð til þess að staðsetja upptök floganna og finna þá einstaklinga sem hægt er að hjálpa með skurðaðgerð. Heilasíritarannsóknir hóf- ust á Landspítala Hringbraut árið 1992. Efniviður og aftfcrftir: Á árunum 1992 til 2001 var fjöldi flogaveikra rannsakaður með heilasírita. Við þessar rannsóknir fundusl fjöl- margir einstaklingar þar sem hægt var að staðsetja upptök floganna, sem síðan leiddi til aðgerðar eftir frekari rannsóknir hjá nokkrum tugum sjúklinga. Við höfum valið úr þessum hópi þá einstaklinga þar sem gagnaugahluti heilans var fjarlægður. Nifturstöftur: Brottnám gagnaugahluta heilans var framkvæmt hjá 23 einstaklingum vegna flogaveiki. Um er að ræða 12 kvenmenn og 11 karlmenn. Allir voru með sögu um tíð flog sem í flestum lilvikum voru af komplex partial gerð. Öllum hefur verið fylgt eftir og árang- ur aðgerðar hefur verið góður hjá flestum hvað tíðni floga varðar. Umræða: Brottnám gagnaugahluta heilans er árangursrík meðferð hjá völdum hópi flogaveikra sem ekki svarar lyfjameðferð með full- nægjandi hætti. Aukaverkanir aðgerðar eru fátíðar og vægar. Kynntar verða niðurstöður eftirfylgdar 23 sjúklinga sem gengust undir þessa aðgerð, með tilliti til tíðni floga eftir aðgerð og al- mennra áhrifa aðgerðarinnar á lífsgæði viðkomandi. V 95 Myndgreiningarrannsóknir hjá flogaveikum. Þýðisrannsókn á íslandi Ólafur Kjartansson1, Elías ÓlafssonU, Pétur Lúðvígsson3, W. Allen Hauser3, Dale Hesdorffer3 ILæknadeild HÍ, 2Landspítali háskólasjúkrahús, 3Columbia University, New York eliasol@landspitali.is Inngangur: Árlega greinast um 130 Islendingar með flogaveiki. Or- sök floganna finnst hjá um þriðjungi þessara einstaklinga og rönt- genrannsóknir eiga stóran hlut í því. Við höfum gert framskyggna rannsókn þar sem reynt var að ná til allra íbúa Islands sem greind- ust með flog og flogaveiki á tveggja ára og þriggja mánaða tímabili. Efniviður og aðferftir: Á tímabilinu 1. desember 1996 til 28. febrú- ar 1999 fundum við alla þá íbúa Islands sem greindust með óvakin flog (unprovoked seizures) eða flogaveiki. Einn okkar (ÓK) hefur skoðað allar myndir sem teknar voru af sjúklingunum. Nifturstöðun Alls greindist 501 einstaklingur á tímabilinu sem upp- fyllti inntökuskilyrði í rannsókninni. Af þeim voru 10,8% rannsökuð með MRI eingöngu, 24,4% bæði með MRI og CT; 50,3% aðeins með CT og hvorug rannsóknin var gerð hjá 14,5%. Algengast var að sjá rýrnun (24,1%), drep (22,8%), háþéttnisvæði (16,3%) og æxli (7,1%). Umræða: Rannsókn á nýgengi í þýðisrannsókn (population based study) gefur besta mynd af hlutfallslegri tíðni breytinga í heila á myndrannsóknum meðal flogaveikra. Mjög fáar rannsóknir af þessu tagi eru til í heiminum. Við munum fjalla um hinar ýmsu breytingar sem sáust við myndgreininguna og hvernig þær tengjast tegundum floga. V 96 Heilablóðfall á Landspítala Fossvogi og Landspítala Grensási árið 2001. Afdrif sjúklinga eftir tegundum heilablóðfalls Einar M. Valdimurssoni, Elías ÓlafssonL2 ITaugalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 21a;knadeild HÍ eliasol@landspitali.is Inngangur: Heilablóðfall er algengur sjúkdómur og ætla má að um 600 Islendingar veikist árlega. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að heilablóðfall er algengasta ástæða líkamlegrar fötlunar, önnur al- gengasta ástæða heilabilunar og þriðja algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna tíðni og gerð heilablóðfalls og afdrif heilablóðfallssjúklinga á íslandi. Við framkvæmdum rannsókn til að varpa ljósi á þessa þætti hjá sjúkling- um sem leituðu til bráðamóttöku Landspítala Fossvogi á einu ári. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem leituðu til bráðamót- töku Landspítala Fossvogi vegna heilablóðfalls og skammvinnrar heilablóðþurrðar á árinu 2001. Jafnóðum voru skráðar staðlaðar upplýsingar um einkenni og rannsóknarniðurstöður, legutíma og afdrif hvers sjúklings. Nifturstöður: Rannsóknin náði til 242 einstaklinga. Heildarfjöldi heimsókna var 249. Sjö sjúklingar komu oftar en einu sinni. Heila- blæðing greindist hjá 10%, heiladrep hjá 72% og skammvinn heila- blóðþurrð hjá 18%. Heiladrep voru greind í undirhópa eftir orsök- um samkvæmt TOAST flokkun: stóræðasjúkdómur 19%, blóðrek frá hjarta 27% og smáæðasjúkdómur 21%. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að nýgengi 86 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.