Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 90

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 90
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ liggja að þessum líffærum eftir 18-23 daga. Mýsnar voru rannsakað- ar á sama hátt eftir þrjá, sex og 10 daga. Niðurstöður: Fljótlega eftir smilun lók að bera á gangtruflunum hjá ungunum. Egg og fullorðnar Trichobilharzia blóðögður fundust slímhimnu nefhols í níu unganna (75%) en aldrei í öðrum líffærum. Vaxandi ormar (schistosomulae) fundust í mænu allra músanna og í þeirri sem rannsökuð var þremur dögum eftir smitun fannst sníkju- dýrið í lungum. Alyktanir: Smittilraunirnar sýndu að sundlirfan sem orsakað hefur sundmannakláða á íslandi telst lil svonefndra nasablóðagða. Útlit fullorðinna orma og eggja bendir til þess að hér sé á ferðinni áður óþekkt Trichobilharzia tegund. Náttúrulegur lokahýsill hennar er væntanlega einhver andfugl. Þar sem schistosomulur geta stundum þroskast í spendýrum (mús), með tilheyrandi taugaskemmdum, er hugsanlegt að sama geti gerst í mönnum. Því hefur börnum verið meinað að vaða í tjörn Fjölskyldugarðsins. V 106 Rannsóknir á lífsferli sníkjuögðu af ættinni Notocotylidea (Digenea) - Yenchingensis I hjúplirfur úr stranddoppum (Hydrobia ventrosa) ná fullorðinsþroska í andfuglum Karl Skírnisson1. Kirill Galaktionov2 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2dýrafræðideild rússnesku vísindaakademíunnar í Pétursborg karlsk@hi.is Inngangur: Fuglalíf á íslandi einkennist af tiltölulega fáum tegund- um varpfugla sem oftast mynda stóra stofna. Undanfarin ár hafa höf- undar beint sjónum að sníkjudýrasýkingum í fjöru- og sjávarfugl- um, einkum ögðusýkingum. Lirfur agða (Digenea) hefja þroskafer- il sinn í millihýsli, sem langoftast er einhver snigill og þar fer kynlaus æxlun fram. Hentugt hefur reynst að rannsaka ögðufánu tiltekinna svæða með því að kanna hvaða lirfur finnast í sniglum á viðkomandi landsvæðum. Við slíkar athuganir finnast iðulega lirfur með óþekkta flokkunarfræðilega stöðu. Hér er greint frá tilraun sem nýverið var gerð á Keldum þar sem tókst að láta ögðulirfu sem ekki var vitað hvernig leit út á fullorðinsstigi, verða fullþroska í lokahýsli (fugli). Efniviður og aðferðir: Um 40 sundlirfur af gerðinni Cercaria Noto- cotylidae sp. 13, type Yenchingensis (Deblock S, Parassitologia 22: 1-105,1980), undirgerð I (Galaktionov K, Skírnisson K, óbirtar nið- urstöður) úr stranddoppum (Hydrobia ventrosa) frá Melabökkum voru látnar mynda hjúplirfur (metacercaria) á grasblöðum sem önd (Anas platyrhynchos f. dom.) var síðan fóðruð á. Leit var gerð að fullorðnum ormum í meltingarvegi andarinnar eftir 15 daga. Niðurstöður: í botnlöngum andarinnar fundust átta fullorðnar, kyn- þroska ögður af ættinni Notocotylidea. Fimmtungur hjúplirfanna náði því að þroskast í fullorðnar ögður. Tegundagreiningu er enn ólokið þannig að ekki er þekkt hvort hér er á ferðinni tegund sem þegar hefur verið lýst eða ókunn tegund. Bæði lirfu- og fullorð- insstigum tegundarinnar verður lýst bráðlega. Ályktanir: Tekist hefur að ráða lífsferil umræddrar tegundar. Er það í fyrsta sinn sem lífsferill fuglasníkjudýrs er rannsakaður á Is- landi í smittilraun. Aðstæður hér á landi til athugana á lífsferlum fuglaagða eru einkar ákjósanlegar vegna þess að hér lifa mun færri tegundir milli- og lokahýsla en til dæmis í nágrannalöndunum. V 107 Raðgreining á ITS 1 svæði notuð til að para saman lirfustig og fullorðinsstig sníkjuögðu með óþekktan lífsferil Karl SkírnissonL Berglind Guðmundsdóttir1, Valgerður Andrésdóttir1, Kirill Galaktionov2 !Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2dýrafræðideild rússnesku vísindaaka- demíunnar í Pétursborg, Rússlandi karisk@hi.is Inngangur: Ögður (Digenea) eru algeng sníkjudýr í villtum fuglum. Þær hafa allar flókinn lífsferil. Lirfuþroskinn hefst yfirleitt í snigli, íyrsta millihýsli lífsferilsins. Iðulega eru millihýslarnir fleiri því margar ögðutegundir auka líkumar á því að lokahýslar (til dæmis fuglar) smit- isl með því að taka sér bólfestu í eða á algengum fæðutegundum. Tvær tegundir ögðulirfa af ættinni Renicolidae hafa þegar fundist í lífríki fslands; Cercaria parvicaudata (Stunkard & Shaw, 1931) í fjörudopp- um (Littorina spp.) og Renicola thaidus (Stunkard, 1964) í nákuðungi (Nucella lapillus) (Skímisson K, Galaktionov K. Sarsia 2002; 87:144- 51. Galaktionov K, Skímisson K. Systematic Parasitology 2000; 47:87- 101). Aðrir millihýslar og lokahýslar þessara tegunda hafa verið óþekktir. Fullorðnar Renicola ögður (útlitslega gjörólíkar iirfunum) hafa á hinn bóginn fundist á íslandi í nýrum æðarfugls (Somateria mollissima) og í nýrum silfurmáfs (Larus argentatus). Ögðutegundin í æðarfugli er R. somateriae Belopolskaya 1952 en í silfurmáfi Renicola sp. Hér er gerð grein fyrir tilraun til að para lirfur og fullorðinsstig tegundanna saman með raðgreiningum á erfðaefni þeirra. Efniviður og aöferðir: DNA var einangrað úr ferskum Renicola lirfum og ormum sem safnað var úr nákuðungum, klettadoppum, æðarfugli og silfurmáf við suðvesturströnd landsins sumarið 2002. ITS 1 röð lífveranna (700 basapör) var mögnuð upp með PCR að- ferð og raðgreind á Keldum í ABI Prism 310 Genetic Analyzer. Niðurstöður: Sömu basaraðir fundust í R. thaidus lirfum úr nákuð- ungum og í nýrnaögðu æðarfugls, R. somateriae. Ekki tókst að rað- greina ITS 1 svæði C. parvicaudata og Renicola sp. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að lirfustigið R. thaidus og agðan R. somateriae sé sama tegund. Kemur sú niðurstaða ekki á óvart því nýlegar fæðuvalsathuganir hafa sýnt að æðarfuglar éta iðulega nákuðung hér við land. V 108 Sníkjudýr í og á innfluttum hundum og köttum árin 1989-2000 Matthías Eydal. Sigurður H. Richter, Karl Skírnisson Tilraunastöö Háskóla íslands í meinafræði að Keldum meydal@hi.is Inngangur: Árið 1989 hófst innflutningur hunda og katta um Ein- angrunarstöð gæludýra í Hrísey, eftir bann eða miklar takmarkanir á innllutningi í áratugi. El'niviður og aðferðir: Á árabilinu 1989-2000 voru fluttir inn 608 hundar, frá að minnsta kosti 27 löndum og 236 kettir, frá að minnsta kosti 18 löndum og þeir hafðir í sóttkví í Hrísey í 6-12 vikur. Dýrin eru bandormahreinsuð í upprunalandi og meðhöndluð með orma- lyfjum tvisvar til þrisvar sinnum í sóttkví, með frumdýralyfi gegn Giardia sp. ef það greinist og að minnsta kosti einu sinni með skor- dýralyfi gegn ytri sníkjudýrum. Saursýni eru tekin í byrjun og lok 90 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.