Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 95

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Side 95
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 120 Ungmenni sem leituðu athvarfs í Rauðakrosshúsinu 1996 til 2000 Haukur Hauksson1. Eiríkur Örn Arnarson- ’ 4 1 Rauðakrosshúsiö, 2sá!fræöiþjónusta vefrænna deilda og 3endurhæfingarsvið Landspítala háskólasjúkrahúss, 4|a;knadeild HI eirikur@landspitali.is Inngangur: Rauðakrosshúsið (RKH) var fyrsta athvarf sinnar teg- undar í heiminum og hóf starfsemi árið 1985. Hlutverk þess er að auðvelda ungmennum í neyð að leita sér hjálpar með því að veita húsaskjól, fæði, stuðning og ráðgjöf. Flestir unglingar sem koma stríða við vandamál á heimili og/eða persónuleg vandamál. Efniviður ug aðferðir: Upplýsingar um ungmenni hafa verið staðl- aðar og nafnlausar frá upphafi. Skráðar eru lýðfræðilegar breytur, nám, neysla síðastliðna þrjá til sex mánuði og fleira. Unnið var úr gögnum frá 1996-2000. Niðurstöður: Að meðaltali komu 137 á ári 1996-2000, sem er um 30% aukning miðað við fyrstu 10 ár starfsins. Meðalaldur heiman- farinna var 16,2 ár, heimanrekinna 16,4 ár og heimilislausra 17,2 ár. Hærra hlutfall heimilislausra, en heimanfarinna og -rekinna (68%) hafði notað ffkniefni (x2 (2,318) =19,0; p<0,001) og helming- ur heimilislausra nefndi „eigin neyslu“ sem ástæðu komu í athvarfið (x2 (2, 318) = 20,6; p<0,0001). Hærra hlutfall pilta en stúlkna var iðjulaus í hópum heimanfarinna (x2 (2, 206) = 22,5; p<0,0001) og heimanrekinna (x2 (2, 84) = 10,4; p<0,005). Heimanfarnar stúlkur lýstu, frekar en piltar, ofbeldi á heimili (x2 (1,206) = 4,5; p<0,05). Ályktanir: Þörf fyrir Rauðakrosshúsið virðist fara vaxandi. Hlut- verk athvarfsins er að vinna gegn því að heimanfarnir og -reknir fylli hóp heimilislausra, sem virðast frekar vera iðjulaus, stunda af- brot og vera í neysluvanda. Aukning í hópi heimanfarinna og -rek- inna og fækkun heimilislausra bendir til að vandamál í samskiptum unglinga og forráðamanna fari vaxandi og samfélagið, þar með talið Rauðakrosshúsið, nái betur en fyrr að leysa vanda brotthlaupinna ungmenna áður en þau slíti tengsl við fjölskyldu og flokkist sem heimilislaus. V 121 Rannsókn á sambandi endurtekinnar riðu á íslandi og arfgerðum príongensins Stefanía Þorgeirsdóttir1, Sigurður Sigurðarson2, Ástríður Pálsdóttir1 'Tilraunastöð HI í meinafræði og 2rannsóknadeild dýrasjúkdóma að Keldum astripal@hi.is Inngangur: Riða í sauðfé er talin hafa borist til íslands fyrir 120 ár- um og um miðja síðustu öld hafði hún breiðst út um mest allt land. Varnargirðingar sem skipta landinu í 36 varnarhólf urðu þess vald- andi að riðan barst ekki inn á sex þessara svæða, það er Strandir, Snæfellsnes og Öræfi. Síðan 1986 hefur stefna stjórnvalda verið að útrýma sjúkdómnum, og er því öllu fé fargað á bæjum þar sem riða greinist. Eftir sótthreinsun fjárhúsa og þrjú fjárlaus ár geta bændur endurnýjað fjárstofn sinn, en eingöngu með fé frá riðulausum svæð- um, en innan þessara svæða eru margar kindur með áhættuarfgerð. Undanfarið hafa komið upp nokkur tilfelli á ári og athyglisvert er að í sumum tilvikum er um endurtekna riðu að ræða, það er sjúk- dómurinn er að koma upp á sama bæ nokkrum árum eftir sótt- hreinsun og fjárskipti. Efniviður og aðferðir: Síðan 1980 hefur riða komið endurtekið upp á 30 bæjum, en heildarfjöldi riðubæja á sama tíma var 362. Þess- ir 30 bæir eru staðsettir innan 10 varnarsvæða á Norður- og Austur- landi þar sem riða er landlæg. Þessi tilfelli voru rannsökuð nánar með tilliti til PrP arfgerða og aldurs og borin saman við önnur riðu- tilfelli á sama tíma. Helstu niðurstöður: Arfgerðagreining 25 kinda frá 22 þessara bæja leiddi í ljós að 40% báru áhættuarfgerðina, VRQ, en á meðal 118 riðutilfella sem rannsökuð voru frá sama tímabili var þetta hlutfall nokkuð hærra eða 56%. Á sex bæjum þar sem viðmiðunarsýni úr einkennalausum kindum voru til staðar reyndist arfgerð riðutilfella endurspegla tíðni mismunandi arfgerða í hjörðunum. í þremur til- fellum var arfgerð fyrra tilfellis einnig kunn, og reyndist hún vera sú sama og seinna tilfellis. Ályktanir: Niðurstöður okkar benda ekki til að áhættuarfgerðin, VRQ, auki líkur á endurtekinni riðu. Líklegir áhættuþættir eru með- al annars smitmagn í umhverfi. V 122 Geimgeislamengun sem flugmenn verða fyrir Vilhjálmur Rafnsson1, Patrick Sulemi, Hrafn TuliniusL2, Jón Hrafnkels- son-1, Ásta Guðjónsdóttir1, Giovanni De Angelis4 'Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði HÍ, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands, 3krabbameinsdeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 401d Dominon University, Norfolk vilraf@hi.is Inngungur: Rannsóknir á flugmönnum hafa sýnt að þeir eru í meiri hættu að fá sortuæxli og grunnfrumuæxli í húð og í nokkrum rann- sóknum hefur fundist aukin hætta á hvítblæði. Þó að það sé ósannað hefur mjög verið rætt um hvort að þessi aukning krabbameina stafi af geimgeislun, sem flugmenn verða fyrir í vinnu sinni. Geislamagn- ið er háð flughæð, breiddargráðu og sólarvirkni. Ttlgangur þessarar rannsóknar var að ákvarða það geislamagn sem flugmenn verða fyrir. Efniviður og aðferðir: Allar flugáætlanir Loftleiða, Flugfélags ís- lands og síðar Flugleiða hafa verið færðar á tölvu. Auk þessa einnig flugsnið frá brottfararstöðum til áfangastaða eftir flugvélagerðum. Með þessum upplýsingum og tölvuforritinu CARI-6 hefur verið reiknaður út geislaskammtur á flugtíma eftir árum og flugvélagerð. Tölvuforritið CARI er hannað af bandarískum flugmálayfirvöld- unum til þess að ákvarða verkunarskammta geimgeislunar fyrir menn í flugvélum sem ferðast milli tveggja staða. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu 1958 til 1996 hafa verið not- aðar ýmsar gerðir llugvéla. Fram að 1971, áður en þotur voru al- mennt teknar í notkun í millilandaflugi og flogið var í lægri hæð, var meðal geislaskammturinn á ári á hvern floginn tíma á bilinu 0,08- 0,26 mícróSíverl (p-Sv) í innanlandsflugi en 0,30-2,01 p,Sv í milli- landaflugi. Árið 1971 og síðar, þegar flogið var í meiri hæð, var sam- svarandi skammtur 0,22-0,34 p.Sv í innanlandsflugi og 3,56-5,12 p.Sv í millilandaflugi. Geislaskammtarnir voru mismunandi eftir flug- vélagerðum allt rannsóknartímabilið. Umræða: Út frá niðurstöðunum verður hægt að reikna út geisla- skammta einstakra flugmanna þar sem fyrir liggja upplýsingar um árlegan flugtíma þeirra eftir flugvélagerðum. Þessar upplýsingar verða notaðar í frekari rannsóknum á krabbameinshættu meðal flug- manna. LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2 0 0 2/8 8 9 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.